blaðið - 26.10.2006, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaðið
Á ÚTSÖLUMARKAÐI OKKAR, SÍÐUMÚLA11.
KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP!
ELLINGSEN OG ÚTIVIST&VEIÐI
ÚTSÖLUMARKAÐUR Síðumúla 11,
opið 10-19 fimmtudag og föstudag,
10-16 lauqardaq oq sunnudaq
B R A S S
s
; E r i e 'N
•&L
' HÓTEL
REYKJAVÍK
Villibráð & dekur
á Grand Hótel Reykjavík
Fordrykkur
Fjögurra rétta villibráðarmatseðill
Corona de Aragon Reserva 2000
Gunnar Páll leikur Ijúfa tóna
Gisting fyrirtvo
Morgunverður
Alls kr. 19.800 fyrir parið
Eingöngu matseðill
Kr. 12.400 fyrir parið
Gildir allar helgar frá 20. okt. - 18. nóv.
Bókaðu á netinu www.reykjavikhotels.is
eða í síma 514 8000
INNLENT
LÖGREGLAN
Olvaður með barn í bíl
Tæplega fertugur maður var tekinn af lögreglu fyrir ölvunarakstur í austurbæ
Reykjavíkur á þriðjudaginn. Hann hafði áður keyrt á umferðarskilti og forðað
sér af vettvangi. Lögregla hafði uppi á manninum og kom þá í Ijós að ellefu ára
sonur mannsins sat í farþegasæti bílsins. Maðurinn hefur verið sviptur ökurétt-
indum. Þá reyndist bíllinp ótryggður og voru því skráningamúmerin fjarlægð.
lÖGHEGlVSTÖÖ
PÖLICK
Veita á sakaruppgjöf
Hingað til hefur enginn
heimildarmaður sem skýrt
hefur frá grunsemdum um
ólöglegar hleranir komið
fram undir nafni. Mmd/M
É| Ofmikið reynt Itr^ ,gs3l>K Ja Ekki veistað Sakaruppgjöf
aðnáþeimsem « senia frá k - Pl lögreglumönnum fyrirþeirra störf \ ‘ á. ) myndi auðvelda rannsókn
1| W Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður \\ Jón Baldvin Hanni- balsson fyrrverandi utanríkisráðherra EirikurTómasson Lagaprófessor við Háskóla (slands
Heimildarmenn treysta sér ekki til að koma opinberlega fram:
Sakaruppgjöf for-
senda rannsóknar
■ Lögregla þarf aö aflétta trúnaði ■ Skipa á rannsóknarnefnd
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Aðalatriðið í stjórnsýslunni, og ekki
síst hjá lögreglunni, virðist vera að
finna leka og ná þeim einstaklingum
sem telja rétt að veita upplýsingar
um refsiverð athæfi,“ segir Ragnar
Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður
um viðbrögð lögregluyfirvalda við
grunsemdum sem fram hafa komið
um ólöglegar hleranir á vegum
lögreglunnar.
Nær allir heimildarmenn sem
fram hafa komið í fjölmiðlum treysta
sér ekki til að láta nafns síns getið. Jón
Baldvin Hannibalsson, fýrrverandi
utanríkisráðherra, er ekkert hissa
á því að svo sé. „Ég get alveg trúað
því. Eins og staðan er í dag er hún
mjög viðkvæm fyrir lögreglumenn
og starfsmenn ráðuneyta. Þeir geta
einfaldlega ekki komið fram vegna
þagnarskyldu og þeirrar staðreyndar
að þetta eru grunsemdir um lögbrot,
segir Jón Baldvin. „Það ber alls ekki
að veitast að lögreglumönnum fyrir
að hafa unnið sín störf í gegnum tíð-
ina. Heldur ekki að ráðast á þá sem
sett hafa fram þessar grunsemdir og
krefjast þeirra heimilda. Eðli máls-
ins samkvæmt eru engin vitni uppi
á borðinu."
Sakaruppgjöf nauðsynleg
Aðspurður segir Jón Baldvin það
hlj óta að vera hag lögreglunnar og lyk-
ilstofnana að þær grunsemdir sem
fram hafa komið séu upplýstar. „Til
þess að endurvekja traust á þessum
stófnunum er nauðsynleg forsenda
að Alþingi setji lög um sakaruppgjöf
til þeirra sem eiga hlut að máli eða
búa yfir upplýsingum. Fyrr getur
almennileg rannsókn ekki hafist,“
segir Jón Baldvin. „Til þess þarf að af-
létta trúnaði og veita sakaruppgjöf."
Gagnleg hjálpartæki
Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
við Háskóla fslands, er því sammála
að við rannsókn málsins væri auð-
veldara að fást ef veitt væri sakarupp-
gjöf eða aflétt yrði trúnaðarskyldu.
Hann telur mikilvægt að þessi mál
verði upplýst að fullu. „Óneitanlega
myndi þetta auðvelda upplýsinga-
öflun við rannsóknina ef sakarupp-
gjöf væri veitt,“ segir Eiríkur. „Yfir-
maður lögreglu getur jafnframt aflétt
trúnaði og það myndi tvímælalaust
líka hjálpa til.“
Galli á kerfínu
Eiríkur bendir á þann galla hér á
landi að ekki skuli vera til farvegur
til rannsókna af þessu tagi og er
þeirrar skoðunar að rannsóknar-
nefnd á vegum þingsins þurfi ekki
að vera skipuð þingmönnum. „Á Al-
þingi eru engin lög til um rannsókn-
arnefndir og úr því þarf að bæta. Slík
rannsóknarnefnd þarf ekki að vera
skipuð þingmönnum þó svo að á end-
anum væri skýrslu skilað til þings-
ins,“ segir Eiríkur.
Jón Baldvin tekur undir með Ei-
ríki og treystir því að nefnd á vegum
Alþingis muni rannsaka málið. „Eftir
að hafa hugsað málið er nauðsynlegt
að mynda rannsóknarnefnd á vegum
þingsins og hún þarf ekki endilega
að vera þverpólitísk eins og gert var
í Noregi. Hún getur verið skipuð
vammlausum heiðursmönnum sem
njóta trausts og trúnaðar," segir Jón
Baldvin.
Ljóstrað upp um fleiri hleranir:
Hannibal hleraður líka
„Ég hef ákveðnar grunsemdir um
að þetta geti nú verið mér að kenna
vegna þess hvað var að eiga sér stað
á þessum tíma,“ segir Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, og fullyrðir að bæði
heimasími og vinnusími föður síns,
Hannibals Valdimarssonar, fyrrver-
andi formanns Alþýðusambandsins,
hafi verið hleraðir árið 1961.
Jón Baldvin hefur fengið á því
staðfestingu að svo hafi verið að
minnsta kosti í febrúar og mars
þetta ár en þá starfaði hann hjá Sam-
tökum herstöðvaandstæðinga. „Á
þessum tíma gekk mitt starf fyrst
og fremst út á það að berjast gegn
samningi íslenskra stjórnvalda við
Hannibal hleraður Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, hefur fengið staðfestingu
þess efnis að heima- og vinnusími
föður hans hafi verið hleraður.
Breta um stækkun landhelginnar.
Ég beitti mér fyrir skipulagningu
á mótmælum gegn samkomulag-
inu og því hefur Hannibal líklega
verið hleraður," segir Jón Baldvin
og bætir því við að hugsanlega sé
hann að hreykja sér of hátt. Hann
telur líklegt að þetta sé dæmi um
þær hleranir sem heimilaðar voru
til að fylgjast með andstæðingum
stjórnvalda. „Hér er á ferðinni klár
misbeiting á framkvæmdavaldinu
og þessar heimildahleranir þarf að
rannsaka. Spyrja má hvernig þáver-
andi stjórnvöld og samfélag hefðu
brugðist við ef listar yfir varalið
Sjálfstæðisflokksins hefðu lekið til
sovéska sendiráðsins.“