blaðið - 26.10.2006, Side 10

blaðið - 26.10.2006, Side 10
-I FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 blaöiö UTAN UB HEIMI Lömunarveiki vaxandi vandamál Indversk yfirvöld segjast hafa vaxandi áhyggjur af því hversu lömunarveiki er algeng i landinu. Um 120 tilfelli voru tilkynnt í síðasta mánuði og hafa 416 tilfelli verið greind í landinu frá áramótum eða um þriðjungur allra greindra tilfella í heiminum. Bókavörður dæmdur fyrir stuld Bókavörður í Manchester hefur verið dæmdur til að gegna samfélagsþjónustu í 250 stundir fyrir að stela fágætum bókum til að selja gegnum Netið. Bókavörð- urinn stal meira en 455 fornum bókum og skjölum og þar á meðal útgáfu á verkum Chaucers frá 16. öld. > Chirac fagnar áhrifum Kínverja Jacques Chirac, forseti Frakklands, fagnar aukinni þátttöku Kína á al- þjóðavettvangi og lofar það hvernig stjórnvöld í Peking hafa beitt sér í deilum um kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og (rans. Chirac er í opin- berri heimsókn í Kína og er talið að megináhersla hans í heimsókn- inni verði að beita sérfyrir auknu aðgengi franskra fyrirtækja þar. Grænfriðungar í Reykjavík: Slys á Grundartanga: Bakkaði yfir mann Maður um fertugt ökklabrotn- aði í gærmorgun í álveri Norður- áls á Grundartanga þegar hann varð undir lyftara. Atvikið átti sér stað í skautsmiðju álversins þar sem lyftarinn var að sækja svokallaða skautabakka. Maður- inn hugðist leiðbeina ökumanni lyftarans um hvar skyldi ná í skautin en þar sem ökumaður- inn sá ekki leiðbeinandann tím- anlega, bakkaði hann yfir hann. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús- ið á Akranesi til aðhlynningar. Hvalveiðar fyrir Kristján ■ Segja ekki markað fyrir kjötið ■ Sjö milljarðar hafa tapast ■ Höldum herferðinni áfram „Af hverju að halda áfram hval- eiðum þegar enginn markaður er fyrir hendi og á sama tíma skaða ferðaþjónustuna hérlendis?“ spyr Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga. Að mati samtakanna hafa ís- lendingar orðið af tæpum sjö millj- örðum króna í formi tekna af ferða- mönnum vegna hvalveiðanna. Um 87 þúsund manns víðs vegar »•« , um heim hafa nú _________ skrifað undir \' ■ Frá fundi Grænfriðunga í Lækjar- brekku í gær Lofa fleiri ferðamönn- um ef ísiendingar láta af hvalveiðum. heit þess efnis að heimsækja ísland láti stjórnvöld af hvalveiðum í at- vinnu- og vísindaskyni. Þar af hafa um tuttugu þúsund skrifað undir. „Það er lítill markaður fyrir hvalkjöt á Islandi og útflutningsmöguleikar eru takmarkaðir. Þessar veiðar hjá Kristjáni Loftssyni henta honum kannski ágætlega en skaða hins vegar íslenskan almenning,“ segir Frode. Frode segir Grænfriðunga ekki að til mótmælaaðgerða. „Við munum halda áfram þeirri herferð okkar að fá fólk víðs vegar um heim til að lofa að koma til Islands gegn því að stjórnvöld banni hvalveiðar. Það er alveg ljóst að mun fleiri ferðamenn munu koma hingað til lands ef Is- lendingar láta af hvalveiðum.“ J Komdu og skoðaðu úrvalið Fyrir börnin 2-3©ertTr. O Hnoss, húfa l.lOOkr UTSOLUMARKAÐUR Faxafeni 12, Reykjavík* Glerárgötu 32, Akureyri. Opiö 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. WWW.66north.is NORÐUR SWAROVSKI SKARTGRIPIR TILBOÐSDAGUR Aðeins í dag fimmtudag veitum við 20% afslátt af hinum vinsælu og heimsþekktu SWAROVSKI skartgripum t Hálsmen Eymalokkar \ / w 5 Hringar Hálsmen \ / & Armbönd Hálsmen % SWAROVSKI m Einstakt tækHeerí OPIÐ TIL 9 í KVÖLD Líttu á www.tk.is , ‘Iæl______ ^KRISTALL KRINGLUNNI 5: 568 9955

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.