blaðið - 26.10.2006, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaðiö
Þremur konum nauðgað á tveimur vikum:
Margar og grófar nauðganir
M Lögreglan litlu nær um árásirnar ■ Allar árásirnar á berangri ■ Konur verjast með vopnum
KYNNINGARVERÐ
Takmarkað magn
Átti sér stað aðfaranótt
sunnudagsins 8.október en
þá var stúlku nauðgað við
Menntaskólann í Reykjavík.
Stúlku nauðgað á nær
nákvæmlega eins hátt og
gerðist í fyrstu árásinni
en stúlkan var á leið heim
Stúlku af erlendu bergi
brotnu var nauðgað með
miklu ofbeldi af manni
sem keyrði hana út fyrir
Þremur konum hefur verið nauðgað
á síðstliðnum tveimur vikum og
ganga árásarmennirnir lausir.
Fyrsta árásin átti sér stað aðfaranótt
sunnudags þegar tvítug stúlka var
að ganga heim á leið eftir að hafa
verið að skemmta sér. Tveir menn
gripu hana þá nauðuga og neyddu
hana inn í port á bak við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Annar maðurinn
hélt stúlkunni niðri á meðan hinn
þröngvaði vilja sínum upp á hana.
Stúlkan gat litlar sem engar vís-
bendingar gefið um árásarmennina.
Aðeins tveimur vikum síðar er til-
kynnt um aðra nauðgun sem yfirlög-
regluþjónn lögreglunnar í Reykjavík
sagði óhugnanlega líka þeirri fyrri.
Þá voru aftur tveir gerendur á ferli
sem gripu átján ára stúlku og neyddu
hana afsíðis hjá Þjóðleikhúsinu.
Árás á menntaskólalóð
Fyrsta árásin átti sér stað fyrir tveimur
vikum þegar ráðist var á tvítuga stúlku
og henni nauðgað í porti á bak við
Menntaskólann ÍReykjavfk.
Stúlkunni var nauðgað og komust
brotamenn undan. Stúlkan gat litla
sem enga lýsingu gefið á árásarmönn-
unum. Degi siðar átti þriðja nauðg-
unin sér stað. Þá var ung stúlka, er-
lendur námsmaður, á leiðinni heim
eftir að hafa verið að skemmta sér
fyrr um nóttina. Hún gekk niður
Laugaveginn þegar maður stöðvaði
bíl og bauð henni far gegn þóknun.
Samkvæmt réttargæslumanni
stúlkunnar taldi hún að þarna væri
um greiðvikinn borgara að ræða.
Stúlkan settist inn í bílinn og mað-
urinn keyrði með hana út fyrir bæj-
armörkin. Þar nauðgaði hann henni
með miklu ofbeldi. Maðurinn keyrði
hana svo til baka og skildi eftir fyrir
utan Laugardalslaug.
Eftirhermuhegðun?
Samkvæmt heimildum eru lýs-
ingar stúlknanna á árásarmönn-
unum við Þjóðleikhúsið og Mennta-
skólann í Reykjavík nokkuð ólíkar.
Það er þó ekki enn ljóst hvort um
sömu aðila er að ræða.
„Það er hugsanlegt að um svokall-
aða hermihegðun sé að ræða,“ segir
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur við Háskóla íslands, en hann
vildi þó ekki útiloka að um sömu
aðila væri að ræða. Hann segir það
koma fyrir úti í heimi að menn lesi
fréttir um afbrot og geri svo slíkt
hið sama. Nokkur atriði benda þó til
þess að þetta gætu verið sömu aðilar
Kynlorðisalbrotamenn ganga lausir eftir holgina:
Konu nauðgað í húsasundi
■ HaMió lastrl meðan herml var nauðgaó ■ Hrot
““"stú'ika"n^ágáíTltanÍiat^lyrirtveitnut vikum: . r
Hrottaleg nauðgun f
framin í Reykjavík
■ Átján ára stúlku nauágaa vii ÞjáaieikHústa
Rtend nirakau 1 »eykB«; (M, u, akma m
_ ^ ---ðlt með hana i abkekktan «að:
Bauð konu far og nauðgaði
5esS^
“»I*£íu2á?
að hans sögn. f fyrsta lagi eru árás-
irnar óvenju fólskulegar og mikið
þarf út af að bera hjá einstaklingi
til að hann fremji svo ofbeldisfullan
gjörning. Einnig sú staðreynd að í
báðum tilvikum séu mennirnir tveir.
Glæpamenn pari sig ekki svo ein-
faldlega saman til þess að brjóta svo
illilega af sér þó svo að það sé ekki
útilokað. Þá er það einnig sláandi
hversu líkar árásirnar eru og hversu
stuttur tími leið á milli þeirra. Þær
eiga sér báðar stað um helgi og á
svipuðum tíma. Önnur árásin átti
sér stað á milli 4:30-5:30 á meðan
hin átti sér stað á milli 5:30-06:30.
Þetta bendir hugsanlega til munst-
úrs hjá árásarmönnunum.
berangri
Samkvæmt tölum frá Stíga-
mótum eiga langflestar árásir sér
stað í heimahúsi eða ríflega 70
prósent. Þá eru gerendurnir yfir-
leitt einhverjir sem fórnarlambið
þekkir til. Tilvik þar sem stúlkum
er nauðgað á berangri eru því
nokkuð fátíð.
Athygli vekur að degi eftir að
ráðist er á stúlkuna við
Þjóðleikhúsið er ann
arristúlkunauðgað.
Samkvæmt
Helga ganga af-
brot stundum í
bylgjum. Hann
tekur sumarið
2005 sem dæmi
þar sem óvenju-
mikið var um
bankarán. Þá
skipti miklu
að gerendur hafi komist upp með
afbrotin og að sagt sé frá þeim í
fréttum. Þegar lögreglan nær betri
tökum á málunum og fer að upplýsa
þau getur dregið mjög hratt úr afbrot-
unum. Hvort slík bylgja sé að dynja
yfir nú er ekki hægt að fullyrða um.
Skjót viðbrögð
„Miklu skiptir að málin upplýsist
sem allra fyrst,“ segir Helgi Gunn-
laugsson en rannsókn kynferðisaf-
brota gengur yfirleitt skjótt fyrir sig.
Þá skiptir mestu máli að ná hinum
grunaða sem fyrst, taka af honum
lífsýni og lögregluskýrslu. Flest sönn-
unargögnin eru á líkama geranda
og fórnarlambs, því er gríðarlega
mikilvægt að rannsóknarferlið taki
stuttan tíma.
Rannsókn getur orðið talsvert
flóknari ef langur tími líður á milli
afbrots og handtöku en þá þarf
lögregla að styðjast meira við fram-
burð fórnarlambs og hins grunaða
árásarmanns.
Fregnir af árásunum hafa vakið
nokkurn óhug og má meðal annars
finna spjallþráð á Barnalandi.is þar
sem konur segjast vopnaðar hnífum
þessa dagana vegna fregnanna. Þá
er einnig rætt um að konur notist
við bíl- og húslykla til þess að verjast
árásarmönnum.
Lögreglan leitar alls fimm árásar-
manna ef ekki er um sömu
gerendur að ræða
í fyrstu tveimur
árásunum en
Hörður Jó-
hannesson
vill ekki stað-
festa hvort
um sömu
aðila sé að
ræða.
Hágæða LCD veggsjónvörp
FRÉTTAÚTTEKT
NAUÐGANIR Í REYKJAVÍK
EFTIR VAL GRETTISSON
20" 32" 37" 42"
Kr. 46.990,00 Kr. 89.990,00 Kr. 144.990,00 Kr.249.990,00
Öll verð miðast við staðgreiðslu - Veggsfestingar innifaldar í verði - 2ja ára ábyrgð
Hafið samband í síma 561 9200
i
og lenti i mönnunum við
Þjóðleikhúsið á föstudag-
snóttinni.
bæjarmörkin þegar hún var
á leið heim eftir skemmtun
aðfaranótt sunnudags.