blaðið - 26.10.2006, Qupperneq 26
3 8 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaðiA
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Er tankurinn alveg tómur?
Hann er ekki alveg tómur, í ár náum við fyrir horn.
Agnnr Hannesson, rekstrnrstjóri bílnmiðstöðvnr
ríkislögreglustjórn.
Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar hefur rekstur Bílamið-
stöðvarinnar verið ótryggur allt frá stofnun hennar árið 2000. Sá vandi
hefur verið leystur með öðru rekstrarfé embættisins og telur Rikisendur-
skoðun það geta haft áhrif á önnur störf þess.
Á förnum vegi
HEYRST HEFUR...
EINU
SINNI
ENN
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
EFTIR GERALDINE ARON, LEIKSTJÓRI ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSD.
EINLEIKUR EDDU BJÖRGVINSDÓTTUR ÞRIÐJA LEIKÁRIÐ í RÖÐ.
130 SÝNINGAR OG YFIR 20 ÞÚSUND GESTIR.
AÐEINS FJÓRAR SÝNINGAR 26/10, 2/11, 9/11, 16/11
12-14
© Jlm Unger/dlst. öy Unlted Medla, 2001
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhusid.is
BORGARLEIKHUSIÐ
Þú ert búinn að æfa þig í klukkutíma
en hefur bara hitt einu sinni.
Ertu búin(n)
að sjá Mýrina?
Gylfi Bragi Guðlaugsson,
nemi
Ég er ekki búinn að sjá hana
en ég ætla svo sannarlega að
skella mér á fimmtudaginn.
Guðjón Ingi Kristjánsson,
nemi
Nei, en ég ætla að skella mér á
miðvikudaginn og hlakka mikið
til.
Daníel Ólíver Sveinsson,
söngvari og útvarpsmaður
Nei, en ég er að fara ( kvöld og
hlakka mikið til. Ég hef miklar
væntingar því ég held að þetta
sé frábær mynd.
Ragnheiður Drífa Steinþórs-
dóttir, öryrki
Ég er ekki búin að fara en ég
ætla að sjá hana. Það er allt svo
gott sem kemur frá Baltasar.
Stefán Hallgrímsson, málari
Nei, en mig langar að sjá hana
og ætla að bíða eftir því að hún
komi í sjónvarpið.
Frambjóðendur leggja ým-
islegt á sig í aðdraganda
prófkjörs og kosninga.Það er ef
til vill til marks um að prófkjör
sé í nánd að í dag verður Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
gestur morgunþáttarins Capone
á útvarpsstöðinni XFM. Grall-
ararnir sem sjá um Capone eru
þekktir fyrir ýmislegt annað
en umfjöllun um stjórnmál og
verður þvi fróðlegt að heyra
hvaða meðferð dómsmálaráð-
herrann fær hjá þeim. Þátta-
stjórnendur hyggjast ræða við
á mannlegu nótunum og
spyrja hann út
í lífið og tilver-
una, gerspillta
pólitíkusa,
refsingar við
nauðgunum og
allt milli himins og jarðar.
Tónlistarsafnið Melódíur
minninganna á Bíldudal er
eitt sérstæðasta safn landsins
en það er tileinkað íslenskum
tónlistarmönnum jafnt lifs sem
liðnum. Safnið er verk Jóns Kr.
Ólafssonar sem opnaði það al-
menningi sumarið 2000. Sjálfur
hefur Jón sett mark sitt á ís-
lenska tónlistarsögu með hljóm-
sveitinni Facon. Hann söng
á árum áður hinn sívinsæla
smell „Ég er frjáls“ sem hefur
lifað með þjóðinni allar götur
síðan. Nú hafa nokkrir vinir og
velunnarar Jóns tekið sig til og
hyggjast blása til tónleika til
styrktar safninu í FÍH-salnum
þann 9. nóvem-
ber. Auk Jóns
sjálfs koma fram
á tónleikunum
landsþekktir
, tónlistarmenn á
----------borð við Ragga
Bjarna, Bjarna Arason, Jó-
hönnu Linnet og fleiri.
Ánægður í Bolungarvík
j Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungar-
vik, segir að mikill samgangur sé á milli
bæjarbúa og öflugt menningarlif.
Ekki uppteknir af því
að vera hipp og kúl
Grímur Atlason kann gríðarlega
vel við sig í bæjarstjórastólnum í
Bolungarvík enda hafi ágætir menn
setið í honum á undan honum.
„Að vera bæjarstjóri úti á landi er
mjög fjölbreytt.Ég hugsa að það sé
mun fjölbreyttara en að vera bæj-
arstjóri í stærri bæjum. Það er svo
margt sem maður þarf að takast á við,
allt frá leikskólamálum upp í hafnar-
mál og allt þar á milli. Það eru ekki
jafnmargir starfsmenn sem starfa hjá
bænum og í stærri bæjum og það er
því mun meiri nálægð. Mikið er að
gera og þetta er starf sem ég sinni
allan daginn," segir Grímur.
Meiri samgangur milli fólks
Grímur segir koma skemmtilega á
óvart hve gott er að búa í Bolungarvík
og hve menningarlífið á staðnum sé
öflugt. „Baggalútur verður til dæmis
hérna 11. nóvember. Allir fara að sjá
þá. Það skapast stemning fyrir því
sem er að gerast og þá verður það
miklu skemmtilegra. Það kom mér að
einhverju leyti skemmtilega á óvart,
ekki það að ég héldi að það væri eitt-
hvað leiðinlegt hér,“ segir Grímur.
Grími og fjölskyldu hans hefur
verið vel tekið af bæjarbúum og hann
segir að mikill samgangur sé á milli
manna í þorpinu. „Þetta minnir mig
á hvernig það var þegar ég var að al-
ast upp. Ég er nú ekki gamall maður
en það var meiri samgangur milli
manna í Reykjavík áður. Ef einhver
dettur á götuna þar núna ganga menn
fram hjá. Menn eru ekki heldur jafn-
HERMAN
ótrúlega uppteknir af því að vera hipp
og kúl hérna.“
Saknar ekki borgarlífsins
Grímur var mikilvirkur í menning-
arlífinu í Reykjavík meðal annars sem
tónleikahaldari og tónlistarmaður.
Hann segist ekki sakna þess að ráði.
„Ég hef gert ýmislegt hér, farið á
tónleika, tekið þátt í tónleikum, farið
á bíó og myndlistarsýningar. Menn-
ingin er mikil hér og ég sakna ekki
menningarinnar í Reykjavík. Borgin
er svo sem ekki langt í burtu heldur.
Ég skellti mér eitt kvöld á Airwaves og
sá The Go! Team og hafði gaman af“
segir Grímur. Hann hefur ekki lagt
bassann á hilluna heldur stofnað nýja
hljómsveit, Grjóthrun í Hólshreppi,
sem leggur sitt af mörkum við að
auðga og efla menningarlíf í Bolung-
arvík og nágrenni.
eftir Jim Unger