blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 32
44 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 blaöið Snillingur í Hollywood að er freistandi að telja Charlie Chaplin mesta. snilling kvikmynda- sögunnar. Hann var ótrúlega fjölhæfur listamaður, leikstýrði eigin myndum, lék aðalhlutverkið, skrifaði handritið, framleiddi myndina og samdi jafn- vel tónlistina. Hann var um tíma frægasti maður heims fyrir sköpun umrenningsins með yfirskeggið sem bar sig yfirleitt einsog aðals- maður, þrátt fyrir að vera útskeifur og ganga í of víðum buxum og of stórum skóm. Hann var fæddur árið 1889 á Eng- landi og ólst upp í mikilli fátækt. Faðir hans, sem var drykkjusjúkur, yfirgaf fjölskylduna og Chaplin ólst upp hjá móður sinni Hönnu, ásamt Sidney hálfbróður sínum. Hanna var ákaflega hæfileikarík kona en þjáð af geðveiki. Þegar Chaplin var sjö ára var hún sett tímabundið á geðveikrahæli og sonum hennar komið fyrir á vinnuhæli. Vinnusamur fullkomnunarsinni Chaplin hóf feril sinn í enskum tónlistarsölum tíu ára gamall en þar höfðu foreldrar hans skemmt á árum áður. Árið 1912 hélt hann til Bandaríkjanna og kom fyrst fram í kvikmynd árið 1914. Sama ár varð umrenningurinn frægi til. Frægð Chaplins fór ört vaxandi og Chaplin-æði breiddist út um Banda- ríkin og síðan um allan heim. Meist- araverkin komu hvert á fætur öðru, þar á meðal voru The Kid, Gullæðið, Borgarljós, Nútíminn og Einræðis- herrann, en í þeirri síðastnefndu hæddist Chaplin að Hitler og Mussol- ini á tímum þegar fáir urðu til þess. Chaplin var einkar hugmynda- ríkur gamanleikari. Hann hafði fádæma gott vald á líkama sínum sem hann gat sveigt og beygt að vild. Hann tjáði ekki einungis til- finningar með svipbrigðum í andliti heldur með öllum líkamanum. Það var mál manna að hann hefði getað orðið frábær ballettdansari hefði hann kært sig um. Hann var mikill vinnuþjarkur, fullkomnunarsinni sem var ekki alltaf auðvelt að vinna með því hann gerði miklar kröfur. En eins og ástríðumenn í listsköpun gerði hann mestar kröfur til sjálfs sín. Hann sagði eitt sinn að mestu gleði í lífinu fyndu menn í gegnum vinnu. Táknmynd litla mannsins Á hátindi frægðar sinnar var Chaplin þekktasti maður heims. I hugum heimsbyggðarinnar var hann táknmynd litla mannsins. Allir vildu þekkja hann og heilsa honum eða bara snerta hann. Chaplin spilltist ekki af þessari miklu frægð, sennilega var hann of vinnusamur til að geta gleymt sér lengi við hégóma. Hann skrifaði vini sínum: „Hvers konar heimur er það sem gerir að verkum að fólk lifir svo ömurlegu lífi að ef einhver kemur því til að hlæja þá vill það krjúpa og snerta yfirhöfn hans eins og hann sé Jesús Kristur að reisa það frá dauðum... Þegar hópur fólks safnast þannig í kringum mig - jafn vænt og mér þykir um það per- sónulega - þá verður mér illt innra með mér því ég þekki bakgrunninn: Svo mikill drungi, ljótleiki og eymd, að einungis vegna þess að einhver kemur fólkinu til að hlæja og fær það til að gleyma þá biður það Guð að blessa hann.“ Óhamingja í einkalífi Chaplin var mikill kvennamaður og heillaðist einkum af ungum konum sem voru vart aftáningsaldri. í gegnum tíðina hafa íslendingar fullkomnað hátíðarmatinn með ávöxtum frá Del Monte. Veldu gœði, veldu í)el Monte

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.