blaðið - 26.10.2006, Side 33
blaðið
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 45
Þær reyndust hins vegar ekki sá and-
legi félagsskapur sem hann hafði
einnig þörf fyrir. Hann átti í nokk-
urra ára ástarsambandi við helstu
mótleikkonu sína Ednu Purviance.
Eftir að ástarsambandi þeirra lauk
héldu þau vináttu og töluðu alla ævi
hlýlega hvort um annað.
Hann var 29 ára gamall þegar hann
kvæntist fyrstu eignkonu sinni, hinni
sextán ára gömlu leikkonu Mildred
Harris. Hann samþykkti ekki hjóna-
band fyrr en hún tilkynnti honum að
hún væri barnshafandi. Svo reyndist
þó ekki vera en Chaplin var fastur
í hjónabandi sem hann hafði ekki
viljað ganga í. Ári seinna eignuðust
hjónin dreng sem dó nokkurra daga
gamall. Þau skildu eftir tveggja ára
óhamingjusamt hjónaband. Eigin-
konan unga kvartaði undan því við
fjölmiðla að eiginmaðurinn fyrrver-
andiværikynóður.
Annað hjónaband Chaplins var
enn verra en það fyrsta. Hann var
35 ára og leikkonan Lita Grey var 16
ára þegar þau hófu ástarsamband
og gengu síðan í hjónaband þegar
hún varð barnshafandi. Þau eign-
uðust tvo syni og síðan lauk hjóna-
bandinu með ósköpum. Skilnaðar-
deila þeirra var drjúgt fóður fyrir
slúðurblöð en Lita dró ekki af sér í
fullyrðingum um skepnuskap eigin-
manns síns. Meðan á skilnaði þeirra
stóð var Chaplin að vinna að mynd
sinni The Circus. Átökin við eigin-
konuna tóku svo á hann að svart
hár hans varð hvítt á einni nóttu og
aðstoðarmenn hans þurftu að lita
það. Skilnaðarmálinu lauk með því
að Chaplin greiddi Litu lífeyri sem
var hæsta skilnaðargreiðsla fram að
þeim tíma í Bandaríkjunum.
Chaplin fínnur hamingjuna
Chaplin bjó síðan í nokkur ár með
hinni lífsglöðu, skemmtilegu og
gullfallegu leikkonu Paulette Godd-
ard sem var mótleikkona hans í
Nútímanum og Einræðisherranum.
Það var hún sem sá til þess að hann
hefði samband við unga syni sína
tvo sem dýrkuðu Paulette. Þau
Chaplin slitu sambandi í mestu vin-
semd eftir nokkur ár. Chaplin var þó
ekki kvenmannslaus, það var hann
sjaldnast, og átti i ástarsambandi
vð leikkonuna Joan Berry. Hún var
í andlegu ójafnvægi og eftir að sam-
bandi þeirra lauk fór hún að ásækja
hann. Þegar hún varð barnshafandi
höfðaði hún faðernismál á hendur
Chaplin. Blóðrannsókn leiddi í Ijós
að Chaplin gæti ekki verið faðir
barns hennar, en þar sem slíkar
rannsóknir höfðu ekkert gildi í Kali-
forníu þar sem málið var rekið var
Chaplin gert að greiða meðlag með
Charlie Chaplin Kannski mesti snillingur kvikmyndasögunnar.
barninu. Meðan á réttarhöldunum
stóð var Chaplin ástfanginn af Oonu
O’Neill, dóttur leikskáldsins Eugene
O’Neill. Hann var 54 ára, hún var 17
ára. Þau gengu í hjónaband og faðir
hennar neitaði að eiga nokkur sam-
skipti við dóttur sína eftir það. Oona
dýrkaði Chaplin og var fullkomlega
sátt við að standa í skugga manns
sem tók vinnu sína fram yfir allt
annað. Hjónabandið var langt og
hamingjuríkt og hjónin eignuðust
átta börn.
Útlagi í Sviss
Chaplin hallaðist til vinstri í
stjórnmálaskoðunum, eins og kvik-
myndir hans bera glöggt vitni um.
Árið 1952 fór hann í heimsókn til
Evrópu ásamt fjölskyldu sinni en
Bandaríkjastjórn ákvað að neita
honum um að snúa aftur til lands-
ins þar sem hann væri stórhættu-
legur kommúnisti. Chaplin settist
þá að i Sviss. Hann gerði síðan
myndina Konungur í New York sem
var hörð gagnrýni á nornaveiðar
McCarthy-tímans, nokkuð sem
enginn annar kvikmyndaleikstjóri
þorði á þessum tíma. Chaplin sneri
ekki aftur til Bandaríkjanna fyrr en
1972 þegar honum voru veitt heiðurs
Óskarsverðlaun.
Chaplin lést árið 1977 og hafði þá
barist við heilsuleysi í nokkurn tíma.
Sex mánuðum fyrir lát sitt sagði
hann: „Að vinna er að lifa og ég vil
lifa.“ Oona lifði í fjórtán ár eftir lát
manns síns. Það voru ekki hamingju-
rík ár því hún saknaði manns síns
svo sárlega að hún lagðist í drykkju.
Hún lést úr krabbameini árið 1991.
kolbrun@bladid. net
35% afsláttur
af salernum, setum og innbyggðum vatnskössum
40%
afsláttur
Salernisskál IDO
Mosaik hörð seta.
8076003
Vatnskassi, Viega
Innbyggður
8075415
FronturViega 9 CQ4
hvítur
Vatnskassi IDO
Innbyggður, lág.
16.500
æ76101
Frontur IDO
lítill hvítur.
8076107
1.107
Frontur IDO
llitill hvítur.
8076111
1.074
1-790-
Salernisskál
Cersanit, án setu.
8077525
•*5*Ódýrt
7.140 Salernisskál
11-9Ö8- Án setu.
8078400
HÚSASMIOJAN
...ekkert mál