blaðið - 31.10.2006, Síða 6

blaðið - 31.10.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaöiö INNLENT NORÐURLANDARAÐSÞING Geir hitti Rasmussen Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Geir hélt utan á fund norrænna forsætisráðherra með forsætisráðherrum Eystra- saltsríkjanna á þing Norðurlandaráðs. GRUNNSKOLAKENNARAR Vilja launahækkun Kennarar við Digranesskóla krefjast þess að Kópavogur og önnur sveitarfélög sem standa að Launanefnd sveitarfélaga leiðrétti laun grunnskólakennara með hliðsjón af almennri launaþróun. [ yfirlýsingu vísa þeir í kjarasamning sinn þar sem fyrirvarinn er gerður. Veiðarnar skaði ímyndina Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetja stjórnvöld til að láta af hvalveiðum í atvinnuskyni. Veiðarnar skaði að öllum líkindum verulega ímynd (slands á alþjóðavettvangi. Þeir vilja að ákvarðanir um veiðarnar séu teknar í samráði og sátt við aðrar þjóðir, því þær séu ekki einkamál (slendinga. Hagar: Tapar yfir 100 milljónum Hagar hf., sem rekur meðal ann- ars verslanir Bónuss, Hagkaupa og ío-n, tapaði 121 milljón króna frá byrjun mars til loka ágústmán- aðar samkvæmt sex mánaða upp- gjöri fyrirtækis- inssembirtvar í gær. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækis- ins rétt rúmum 700 milljónum. Fram kemur í uppgjörinu að rekstur Haga sé í samræmi við áætlanir stjórnenda og að sala hafi aukist á þessu ári. GENERAL TIRE ©. r—~ TOLVUNAM - FYRSTU SKREFIN Þetta námskeið hentar vel þeim sem hafa enga eða mjög litla tölvuþekkingu. 36 stunda hagnýtt og skemmtilegt tölvu- námskeið sem er sniðið að þörfum byrjenda. Farið af mikilli þolinmæði yfir námsefnið, sem er allt á íslensku. Kennt er á þau forrit sem mest eru notuð þ.e. Windows, Word, Internetið og Tölvupóst. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn til náms hjá NTV. Ertu búinn að kanna þinn rétt? Kvöldnámskeið Mán.og mið. 18-22 Frá 20. nóv. til 6. des. Morgunnámskeið Þri. og fim. 8:30 -12:30 Frá 21. nóv. til 7. des. ntv .1S UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING f SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Virkjunarframkvæmdir Orkuveitu Reykjavikur á Hengilsvæöinu: Borað í trássi við lögin Lögleysa að veita bráðabirgðaleyfi ■ Samningurinn jaðrar við mútur MEO SAMNINGNUM FAR OlfUSS f£ TIL AD: Umdeilt bráðabirgðaframkvæmdaleyfi á Hellisheiði: Landvernd kærir leyfisveitingu Ölfuss Óásættanleg stjórnsýsla ■ Hugtakið er ekki til ■ Skoða verður hagsmuni Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Greinilegt er að mönnum liggur mikið á í þessum efnum. Þegar asinn er orðinn það mikill að lög- formleg ferli eru lögð til hliðar er mál að linni. Ekki er hægt að fallast á svona vinnubrögð," segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Landvernd hefur, ásamt Eld- hestum og Birni Pálssyni, kært út- gáfu sveitarfélagsins Ölfuss á leyfi fyrir framkvæmdum á Stóra-Skarðs- mýrarfjalli. I kærunni er þess kraf- ist að leyfið verði ógilt þar sem útgáfan samræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Bergur segir það hafa komið sér á óvart að þrátt fyrir ítarlegar leið- beiningar frá Skipulagsstofnun skuli sveitarstjórn ekki hafa tekist að framkvæma þessa útgáfu með löglegum hætti. „Höfum hugfast að íbúar, almenningur og frjáls félaga- samtök eiga rétt á aðkomu í skipu- lagsferlinu. Sveitarfélagið hefur brotið á rétti þessara aðila. Þetta er óásættanleg stjórnsýsla,“ segir Bergur. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Ölfuss, ítrekar þá skoðun sína að rétt hafi verið staðið að málum þegar leyfið var veitt. Hann telur ekki að bæjarstjórnin hafi farið Ekki erhægtað fallast á svona vinnubrögð Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri landverndar Leyfið var veitt á grundvelli rannsókna ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss fram úr sjálfri sér. „Leyfið var veitt á grundvelli rannsókna og á svæði sem fyrir var búið að raska,“ segir Ólafur Áki. „Um kæruna er í raun lítið að segja, Landvernd hefur þennan rétt og er greinilega að nýta sér hann.“ Aðspurður segir Bergur að ráðist hafi verið í framkvæmdir á grund- velli leyfisins því þær séu háðar framkvæmdaleyfi og að í fundar- gerð sveitarstjórnar sé leyfið nefnt bráðabirgðaframkvæmdaleyfi. Bergur bendir á að hugtakið bráða- birgðaframkvæmdaleyfi sé ekki til í íslenskri stjórnsýslu. „Sveitar- stjórnir geta ekki búið til ný hugtök heldur verða þær að nýta sér þær heimildir sem löggjafinn hefur veitt þeim,“ segir Bergur. „Það má líkja þessu við það að sýslumenn færu að gefa út bráðabirgðaökuréttindi án undangengins ökunáms, til dæmis fyrir ungmenni sem ekki hafa náð tilskildum aldri til þess að geta fengið hefðbundin ökuréttindi. Það yrði varla liðið.“ Hjalti Steinþórsson, forstöðu- maður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, segist aðspurður lítið getað tjáð sig um kæruna að svo stöddu. Hann tekur undir með Bergi að hugtakið bráðabirgðafram- kvæmdaleyfi sé ekki til í lögum. ,Þegar kæra berst til nefndarinnar verður hún tekin fyrir og í fyrstu kannaðir hagsmunir kærenda. Ég er ekki farinn að skoða þetta mál sér- staklega," segir Hjalti. „Sjálfsagt er ekki til neitt sem heitir bráðabirgða- framkvæmdaleyfi og hugtakið kemur líklega hvergi fyrir í lögum eða reglugerðum.“ Bergur bendir á að kærendum hafi ekki orðið ljóst hvernig málum var háttað fyrr en Blaðið fjallaði um málið. Því var ákveðið að kæra útgáfu leyfisins með það að mark- miði að knýja fram rétta stjórnsýslu. „Málið liggur ljóst fyrir og brotið blasir við hverjum manni. Því má ætla að úrskurðurinn verði okkur í hag en mikilvægt er að fá úrskurð í málinu þarsemhann myndi hafa for- dæmisgildi ef sambærileg mál eiga eftir að koma upp,“ segir Bergur. Stækkun Evrópusambandsins: Greiðum allra þjóða mest Island þarf að greiða minnst 100 milljónir króna á ári til ársins 2009 vegna stækkunar Evrópusambands- ins. Þetta er hlutfallslega meira en aðildarríkin þurfa að greiða vegna þessarar sömu stækkunar segir Eiríkur Bergmann Einarsson, for- stöðumaður Evrópufræðaseturs, sem hefur rannsakað þetta. Evrópusambandið gerir þá kröfu til Islands og Noregs, að þau greiði í þróunarsjóð sambandsins til að Borgumtiiað þróa markaðí í Rúmeniu og Búigaríu Eiríkur B. Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs þróa markaði í Rúmeníu og Búlg- aríu sem ganga í sambandið í janúar 2007. Evrópusambandið gerði álíka kröfuþegar sambandið stækkaði um 10 ríki í maí 2004. Þá jókst greiðsla íslands til sambandsins úr 100 milljónum á ári upp í 500 milljónir. Eiríkur telur upphæðina hæakka minnst um 100 milljónir nú en ís- lendingar og Norðmenn hafi hafnað því að auka greiðslurnar. Samnings- staðan sé þó slæm. „Island og Nor- egur hafa grundvallarhagsmuni af því að viðhalda samningunum en Evrópusambandið hefur mjög lítilla hagsmuna að gæta.”

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.