blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaðiö ÍRAK Fjórði blóðugasti mánuðurinn frá innrás Hundraö bandarískir hermenn hafa fallið í (rak í mánuðinum. Mann- fall í röðum bandarískra hermanna hefur aðeins þrisvar sinnum verið meira í einum mánuði frá upphafi innrásarinnar í mars árið 2003. Mesta mannfallið var í nóvembermánuði árið 2004 en alls hafa 2.813 bandarískir hermenn fallið frá því að þeir réðust inn í landið. UTAN ÚR HEIMI óánægjuna ■ Meirihluti repúblikana í fulltrúadeild falli ■ Kosningaþátttaka mun ráöa úrslitum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að demókratar bæti við sig töluverðu fylgi á kostnað repúblikana í þing- kosningunum í Bandaríkjunum eftir viku. Flestar skoðanakannanir stað- festa að meirihluti kjósenda styðji demókrata og er það mat fróðra manna að Repúblikanaflokkurinn hafi ekki þurft að þola jafnmikla al- mennaandstöðusíðanárið i974þegar Watergate-hneyksliðskókbandarískt stjórnmálalíf. Óvinsældir George Bush á forsetastóli og Repúblikana- flokksins eru slíkar að demókratar vonast eftir að þær hafi sambærileg áhrif á niðurstöðu kosninganna í næstu viku og hneykslismálið sem knúði Richard M. Nixon til afsagnar á sínum tíma og að óvinsældir Iraks- stríðsins meðal almennings kunni að reynast sami örlagavaldur fyrir repúblikana og Watergate-hneykslið á áttunda áratug nýliðinnar aldar. Til þess að endurheimta meiri- hluta sinn þurfa demókratar að bæta við sig fimmtán sætum í fulltrúa- deildinni og sex í öldungadeild. Það blasir við að demókratar muni bæta við sig þingsætum og skoðanakann- anir benda til þess að þeir uppskeri traustan meirihluta i fulltrúadeild- inni. Hinsvegar efast fleiri um að valdataka þeirra í öldungadeild sé innan seilingar þar sem einungis er talið raunhæft að þeir bæti við sig þremur sætum í henni og þar af leiðandi munu repúblikanar njóta naums meirihluta. En þrátt fyrir að kannanir sýni fram á vænlega stöðu demókrata eru flestir sammála um að endanleg niðurstaða muni ráðast af kosninga- þátttöku. Undanfarin ár hefur kosn- ingavél Repúblikanaflokksins reynst þeim vel og hlutfall þeirra repúblik- ana sem taka þátt í kosningum er hærra en hjá demókrötum. Gagn- Heilínn á bak við kosningaherferð repúblikana Karl Rove, sérstakur ráðgjafi George Bush forseta. sókn repúblikana síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur falist í því að blása nýju lífi í stuðning meðal íhaldssömustu stuðningsmanna hans með auglýsingaherferð sem boðar áframhaldandi skattalækk- anir og tryggingu þjóðaröryggis. Einnig hafa þeir birt auglýsingar sem bendla frambjóðendur demókrata við skattahækkanir og útþenslu ríkis- valdsins. Með þessu vill flokkurinn koma í veg fyrir að þeir repúblikanar sem geta hugsað sér að styðja demó- krata vegna óánægju með ástand mála í írak hugsi sig tvisvar um. Lykillinn að góðu fylgi Repúblik- anaflokksins í kosningum undan- farin ár hefur meðal annars falist í getu þeirra til þess að fá stuðnings- menn sína til þess að mæta á kjör- stað og á sama tíma hefur kosninga- þátttaka meðal demókrata verið minni. Ástæða þessa hefur m verið rakin til þess að repúblikönum hefur gengið mun betur að fylkja sínum stuðningsmönnum um einstök mál sem þeir hafa sett í öndvegi. Sökum sundrungar innan raða demókrata hefur þeim ekki tekist að leika þetta eftir í undanförnum kosningum en nú leggja þeir traust sitt á íraksmálið og að óánægja meðal almennings sé slík að hún skili sér í kjörkassann. 20% afsláttur af öllum bætiefnum Heilsu með gula miöanum í október. im ^OavO ^heilsa [ýj heilsa ;:>Vhe!ls? MGGA BARNA VIT UÐ-AKTIN eXTRA OME6A-3 iJOOmg Npfheilsa [J:,: ■ htfOu þ»6 ijotf Hólagarði, Hverafold, Hagkaupum Skeifunni og Akureyri. Umdeildar hvalveiðar: Lofað úttekt á skaðseminni Dagur B. Eggertsson, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík bendir á að ferða- málaráði hafi verið lofað úttekt á afleiðingum hvalveiða fyrir ferðamannaiðnaðinn en að út- tektin hafi ekki farið fram vegna kostnaðar. Út frá því hafi mátt gera ráð fyrir því að ekkert yrði frekar aðhafst í undirbúningi hvalveiða. „Jafnmerkilegt er þó að engar athuganir á áhrifum hvalveiða fyrir ferðaþjónustu eða aðra útflutningsatvinnuvegi virðast hafa farið fram áður en til skara var látið skríða,“ segir Dagur. „Ákvörðunin getur skaðað mjög ímynd íslands út á við.“ Demókratar í Bandaríkjunum: Treysta á Flex-T skrifstofuhúsgögn á tilboðsverði! FleK-T vinnustöð (180x200 cm) Verð áður 71.369 kr. Tiiboð 49.958 kr. Flex-T skrifstofuhúsgögn fást í ýmsum stærðum og útfærslum. Þau eru hönnuð af Guðrúnu Margréti Úlafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, húsgagna- og innanhússarkitektum FHI. Flex-T með rafmagnsstillingu (180x80 cm) Verð áður 110.531 kr. Tiiboð 88.425 kr. JSSb A.GUÐMUNDSSON Bæjarlind 8-10 ■ Kópavogi ■ Sími 510 7300 • www.ag.is r^rMwm Kosningamálið íraskur drengur fylgist með bandarískum hermönn- um við störf í Bagdad. Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Hneint Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Er HREINT hjá þínu fyrirtæki? Hreint býður upp á ókeypis ráðgjöf

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.