blaðið


blaðið - 31.10.2006, Qupperneq 22

blaðið - 31.10.2006, Qupperneq 22
3 0 ÞRIÐJUDAGUR 31.OKTÓBER 2006 blaöið HVAÐ FINNST ÞER? Eru íslendingar að hlera Norrænu ráðherranefndina? folk@bladid.net „Það er víða hlerað en okkar leynimakk nær ekki svo langt. Þetta framboð var reyndar svo leynilegt að ég vissi ekkert af þessu." Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður ogfulltnii í Norðurlandaráði. Finnar hafa sakað íslendinga um leynimakk í tengslum við framboð Halldórs Ásgrímssonar í framkvæmdastjóra- stöðu Norrænu ráðherranefndarinnar. HEYRST HEFUR... SU DOKU talnaþraut Þú hlýtur að hafa bleitt hana Björn Bjarnason skrifar um úrslit prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins á heimasíðu sinni. Hann er ánægður með sitt þriðja sæti þar sem árásir á hann úr öllum áttum hafi dunið yfir meðan á prófkjörsslagnum stóð. Ekki er nóg með það að Guðlaugur Þór hafi boðið sig fram á móti honum heldur nýttu andstæðingar flokksins sér „átök innan flokksins” til að gera atlögu að Birni sem leiddi til fundar um öryggismál í Val- höll með Geir Haarde. Susarar sendu nokkrum dögum fyrir fundinn frá sér „dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á mig á viðkvæmasta stigi prófkjörsbaráttu”. Það er þvi greinilegt að Björn getur prísað sig sælan með þriðja sætið í ljósi allara þessara árása en það eru ekki allir á móti Birni og Björn þakkar lögreglumönnum sérstaldega fyrir stuðninginn í þessu öllu saman. Hvergerðingum brá mörgum hverjum f brún er þeir flettu Fréttablaðinu í gær en þar kom fram að Helgi Valur, þeirra ástkærri trúbador, væri Húsvíkingur. Drengurinn ku vera Hvergerð- ingur í húð og jm hárogeinnaf þekktari íbúum þessa litla huggulega bæjar sem hingað til hefur verið þekktari fyrir grænmeti og ís en tónlist- armenn. Siminn hefur ekki stoppað hjá Hvergerðingnum unga síðan ósköpin birtust og Hvergerðingar eru greinilega miður sín vegna málsins. Ein jákvæð rödd hefur þó heyrst i þessu sambandi en hana á frænka Helga sem er einmitt Húsvíkingur og ánægð með að drengurinn skuli vera kenndur við hennar heimabæ. 12-18 Bókbindarinn dansandi Ragnar Gylfi Einarsson bókbind- ari segir að það séu tvær ástríður sem eigi hug hans allan og þær eru listbókband og þjóðdansar. Báðar þesSar ástríður hafa verið hluti af lífi Ragnars í meira en fjörutíu ár. „Ég byrjaði að læra bókband 1964 og það má segja að það sé ástríða mín númer eitt og það eru forréttindi að geta starfað við tómstundagamanið, “ segir Ragnar sem segist njóta þess alveg til hins ítrasta. Ragnar vinnur fyrir hádegi hjá OPM, en eftir hádegið fer hann á Handbókbandsstofuna við Klappar- stíg þar sem hann vinnur og segist oft eyða þar kvöldum og helgum við að binda inn bækur. „Vélin hefur tekið við vinnu bók- bindarans í mildum mæli en getur samt ekki leyst handverkið af hólmi. Það eru mörg handverk sem liggja að baki einni handinnbundinni bók og einu sinni heyrði ég að það tæki einn mánuð að binda listilega inn eina bók,” segir Ragnar sem er nýkominn heim úr námsferð á Englandi. „Þar var ég að læra að gylla í sniðum en það er aðferð sem er til dæmis notuð mikið þegar biblíur eru gylltar.” Ragnar segir að efniviður bókar- innar ráði oft hvernig bókin sem hann er að binda inn kemur til með . að líta út og hann fær hugmyndir til dæmis um litaval eftir innihaldi bókarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að læra bókband geta lært það hjá Ragnari en hann heldur námskeið í hand- verkinu. „Nú er ég meðal annars að kenna ungum grafískum hönnuðum þetta gamla handverk og það er mjög gaman. Þetta er hugmyndaríkt fólk sem hefur áhuga á því að gera öðru- vísi bækur og læra að binda þær inn sjálft.“ Ragnar kennir líka nýút- skrifuðum bókbindurum og hópur þeirra hefur tekið þátt í alþjóðlegum keppnum bæði í Frakklandi og á Norðurlöndunum undir leiðsögn Ragnars. „Nú erum við að undirbúa okkur fyrir franska keppni á næsta ári. Skipulagið er þannig að allir binda inn sömu bókina sem að þessu sinni er Ævintýri gæsamömmu en engin bók er eins og allir hafa frjálsar hendur í því hvernig bækur þeir gera.” Eins og fyrr segir á Ragnar sér aðra ástríðu sem eru þjóðdansar en Ragnar hefur dansað með Þjóðdan- safélagi Reykjavíkur á hverju fimmtu- dagskvöldi síðan 1966. Eiginkona Ragnars, Guðlaug Friðriksdóttir, tekur með honum sporið. Guðlaug deilir ekki bara dansástríðunni með Ragnari heldur stendur bókbandið henni nærri þar sem hún er líka lærður bókbindari. Um dansinn segir Ragnar að þar sé alltaf nóg að gera og mikið stuð. „Við höfum tekið þátt í sýningum og dansað fyrir ferða- menn, dansað á árshátíðum og farið á mót erlendis með félaginu. Þetta er rosalega gaman,” segir Ragnar bók- bindari um ástríðurnar í lífi sínu. loa@bladid.net eftir Jim Unger O Jim Unger/dlst. by Uniled Media, 2001 Ragnar Gylfi Einarsson á sér tvær ástríður sem eru bókband og þjóð- dansar Eiginkona Ragnars, Guðlaug, deilir með honum ástríðunum en auk þess að vera dansfélagi Ragnars er hún Ifka bókbindari. Biotiimki Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða löðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 9 3 1 7 5 5 6 2 4 1 9 7 8 1 9 3 5 8 8 6 7 5 2 4 3 9 2 5 4 1 2 6 3 7 8 4 5 9 3 4 9 6 5 1 7 8 2 5 7 8 9 2 4 1 3 6 8 1 2 5 4 7 9 6 3 6 9 4 8 1 3 2 7 5 7 3 5 2 9 6 8 1 4 4 5 7 1 6 9 3 2 8 2 8 1 4 3 5 6 9 7 9 6 3 7 8 2 5 4 1 ■ Ástriðan min A förnum vegi Hefurðu smakkað hvalkjöt? Hannes Víglundsson, löndunar- maður og Alexandra Já, ég hef smakkað hrefnukjöt og mér fannst það alveg æðis- legt. Hallgrímur Ólafsson, leiklistarnemi Já, hrefnukjöt og mér fannst það ekki gott. Elfa Björk Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandl Já, þegar ég var barn og mér fannst það ekki gott. Ég er á móti hvalveiðum. Berglind Ingibertsdóttir, ríkisstarfsmaður Já, ég smakkaði hrefnukjöt og mér fannst það nokkuð gómsætt. Elín Jónsdóttir, starfsmaður í skartgripabúð Já, ég smakkaði hrefnukjöt og fannst það mjög gott.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.