blaðið - 31.10.2006, Page 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006
blaöið
kolbrun@bladid.net
Aö lifa er eins og aö hjóla. Til
að halda jafnvæginu veröur ^
maður aö vera á hreyfingu. '*• -
m
Aibert Einstein
Afmælisborn dagsms
JOHN KEATS SKÁLD, 1795
DAN RATHER FRÉTTAMAÐUR, 1931
Heinesen á íslandi
Zacharias Heinesen
„Um leið og ég mála lands-
lag er ég að hugsa abstrakt."
Mynd/Hilmar
McEwan og
Auster á íslensku
Hjá bókaforlaginu Bjarti er
komin út bókin Laugardagur
eftir lan McEwan. Heilaskurð-
læknirinn Henry vaknar snemma
á laugardags-
morgni og sér
út um svefnher-
bergisgluggann
flugvél stefna
logandi í átt að
flugvelli. Hann
heldur að hann
sé að verða
vitni að hryðju-
verkaárás; en
atburðurinn reynist einfalt slys.
En ógnin hefur sett mark sitt
á þennan dag í lífi læknisins:
laugardaginn 15. febrúar2003
þegartugir þúsunda söfnuðust
saman í London til þess að mót-
mæla yfirvofandi stríði í írak. Á
leiðinni í vikulegan skvass-leik
keyra ógæfumenn utan í silfurlita
Bensinn hans. Einfalt atvik sem
á eftir að umturna deginum og
jafnvel framtíð
fjölskyldu hans.
Bjartur sendir
einnig frá sér
skáldsöguna
Brestir í Brook-
lyn eftir Paul
Auster. Að
loknu „fátæk-
legu og tilbreyt-
ingarlausu” iífi
í úthverfunum ákveður Nathan
Glass, 59 ára tryggingasali sem
er nýfráskilinn og að jafna sig
eftir krabbameinsmeðferð, að
flytja aftur á æskuslóðirnar í
Brooklyn, til þess að bíða þar
dauða síns. Til að stytta biðina
hefst hann handa við að skrá
niður einkennileg atvik úr lífi sínu,
og annarra. Fyrir tilviljun rekst
hann á ungan frænda sinn, sem
virðist sömuleiðis vera að bíða
af sér lífið, og nýir kaflar hefjast í
ævi þeirra.
Landsbanka íslands í Austur-
stræti stendur yfir sýning á fær-
eyskum málverkum úr safni
Færeyjabanka. Verkin eru
eftir þrjá færeyska listamenn.
Sámal Joensen-Mikines var fyrsti
fagmaðurinn sem Færeyingar eign-
uðust í myndlist, Ingálv af Reyni
var annar framúrskarandi málara
og sá þriðji, sá eini þeirra sem er á
lífi, er Zacharias Heinesen sem var
viðstaddur opnun sýningarinnar
um síðustu helgi.
Huasa abstrakt
„Eg byrjaði að teikna strax sem
krakki og þegar ég varð eldri varð
ég að finna mér einhverja iðn og
lærði því trésmíði. Ég vann hins
vegar ekki við hana því ég sneri
mér að myndlist og lærði í Dan-
mörku og á íslandi. Á íslandi hafði
ég góða kennara, þar á meðal Braga
Ásgeirsson sem kenndi mér grafík.
Ég lærði mikið af honum,“ segir
Zacharias. Hann segist eiga góðar
minningar frá Islandi enda kemur
hann hingað til lands með nokkuð
reglulegu millibili.
Myndir hans eru margar af fær-
eyskum sjávarplássum þar sem
náttúran leikur stórt hlutverk. „Ég
varð snemma hrifinn af abstrakt
málaralist en í Færeyjum var tíska
að mála landslag og ég fór þá leið en
samtímis voru myndir mínar líka
abstrakt. Um leið og ég mála lands-
lag er ég að hugsa abstrakt,“ segir
hann. Hann segist hafa yndi af ís-
lenskri myndlist: „Þorvaldur Skúla-
son, Nína Tryggvadóttir, Kristján
Davíðsson og Eiríkur Smith þykja
mér til dæmis mjög áhugaverðir
málarar og þau hafa haft viss áhrif
á mig og myndlist mína.“
Zacharias er sonur Williams
Heinesen, hins fræga rithöfundar
sem Islendingar hafa lengi haft
mikið dálæti á. Hann segist hafa
orðið var við hrifningu íslendinga
á föður sínum, en segir það hafa
verið nokkuð erfitt að vera sonur
svo þekkts manns: „Sem ungur
maður sagði ég fólki yfirleitt ekki
að ég væri sonur hans, sagðist bara
vera af sömu ætt. Núna leyni ég því
hins vegar ekki. Faðir minn var um
tíma umdeildur í Færeyjum. Færey-
ingar tóku margt af því sem hann
skrifaði nærri sér og töldu hann
vera að skrifa níð um þjóðina. Á
sama tíma var hann mikils metinn
í Danmörku og á íslandi. I dag við-
urkenna Færeyingar hann sem mik-
inn rithöfund.“ Þegar Zacharias er
spurður hvernig maður faðir hans
hafi verið segir hann: „Faðir minn
hafði mikla kímnigáfu en var um
leið alvörugefinn maður. Nokkuð
strangur faðir sem lagði áherslu á
að maður væri kurteis og tranaði
sér ekki fram.“
Zacharias segist vera vinnusam-
ur og reyna að mála á hverjum
degi. Hann hefur haldið sýningar á
íslandi og málverk hans seljast vel
hér á landi. Ekki er langt í næstu Is-
landsheimsókn hans því snemma á
næsta ári mun hann sýna verk sín í
Hafnarborg.
A-Í564 0950
PUSTÞJONUSTA JJ tMt&JfU
Smiöjuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950
Setjum
í allar geróir bíla
Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til!
Ævintýri Sherlock
Holmes koma út
Á þesum degi árið 1892 kom út
bókin Ævintýri Sherlock Holmes
eftir Arthur Conan Doyle. Bókin
var sú fyrsta í safni bóka um hinn
fræga spæjara, en Conan Doyle birti
fyrstu sögurnar um Holmes í tíma-
ritum árið 1887.
Doyle var læknir að mennt en vin-
sældir sagnanna um Holmes voru
slíkar að hann sneri frá læknastarf-
inu og helgaði sig ritstörfum. Um
síðir fékk hann andstyggð á sköpun-
arverki sinu og drap Holmes í einni
bókanna. Harmur heimsbyggðar-
innar var slíkur að Doyle neyddist
til að endurlífga Holmes.
Auk sagnanna um Holmes skrif-
aði Doyle aðrar skáldsögur og skrif-
aði um sagnfræðileg efni. Eftir að
sonur hans lést í fyrri heimsstyrjöld-
inni gerðist Doyle sannfærður spírit-
isti. Hann lést árið 1930.