blaðið - 31.10.2006, Page 39
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006
47
Eastwood snýr aftur
Clint Eastwood hefur endurvakið Dirty Harry og snýr nú aftur, en ekki í eigin per-
sónu því að þetta er í tölvuleik. Eastwood mun lesa inn frægustu setningar sem
Dirty Harry átti og munu þær hljóma í leiknum en einnig munu Gene Hackman og
Laurence Fishburne koma við sögu. „Þetta er frábært. Ég fæ tækifæri til þess
að sjá mig ungan aftur,“ segir Clint Eastwood.
>*gh_ Aniston og Vaughn saman í London
Jennifer Anisi flaug til Lundúna til að hitta „kærastann" sinn ince Vaughn
en það eru tveir mánuðir síðan þau hittust síðast. Hin vinalega Jennifer neitaði
því fyrr í mánuðinum að þau hefðu hætt saman þó að þau hittist nánast aldrei.
Samkvæmt blaðinu Us Weekly voru þau skötuhjúin saman í sjúklega flottri
þakíbúð á glæsihóteli í Lundúnum. Á föstudagskvöldið pöntuðu þau sér steik,
kálfakjöt og rauðvín upp á herbergið sitt og gæddu sér á því uppi í rúmi. Á laugar-
daginn fóru þau svo loksins út af herberginu og skelltu sér á söngleikinn Wicket.
Þetta er í fyrsta skipti sem þau hittast síðan sögur fóru að ganga um að þau
væru hætt saman.
Farðu í meðferð!
hefur nú greint frá því opinberlega
að hún hafi sent eiginmann sinn í
meðferð en Kidman hótaði að skilja við hann ef
hann færi ekki. Urban játaði það að hann væri
byrjaður að drekka aftur í símtali sem hann átti
við konu sína þegar hún var í Evrópu að leika
í nýjustu kvikmynd sinni. „Urban getur ekki
hugsað sér lífið án Nicole og það er því hvatn-
ing hans til að fara í meðferð," segir vinur
þeirra hjóna.
19.35 Barcelona
- Chelsea SÝN
Stórveldaslagur
á Nývangi
21.00 Innlit/útlit
Skjár einn
Hönnun og
lífsstíll
Hönnunar- og lífsstílsþáttur þar
sem Þórunn, Nadia og Arnar
Gauti koma víða við og skoða
hús, híbýli og flotta hönnun.
Áhorfendur fá tækifæri til að
taka þátt í fjörinu því Þórunn
mun meðal annars heimsækja
fólk sem vill breyta og bæta á
heimilinu. Nadia sýnir áhorf-
endum hvernig þeir geta gert
hlutina sjálfir og bendir á
einfaldar lausnir á meðan Arnar
Gauti sér um allt sem viðkemur
hönnun, jafnt nýrri sem eldri.
Þetta eru einir Kfseigustu og
vinsælustu innlendu þættirnir
en þetta er áttunda árið sem
þeir eru á dagskrá.
Bein útsending frá síðari leik
Barcelona og Chelsea í riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu.
Liðin mættust á dögunum á
Stamford Bridge og þá hafði
Chelsea betur en leikurinn í
kvöld fer fram á heimavelli Barc-
elona, Nou Camp. Eiður Smári
Guðjohnsen var í byrjunarliðinu
í fyrri leiknum og verður það
væntanlega einnig í þessum
leik. Eiður hefur óðum verið að
finna sig í fremstu víglínu Barc-
elona eftir að aðalframherji liðs-
ins, Samuel Eto’o, meiddist illa
í síðasta mánuði. Tvímælalaust
einn af stærri íþróttaviðburðum
vetrarins.
LÍIMAIM
H Ú S G Ö G N
SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 • www.linan.is
♦
♦