blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT KYNFERÐISBROT Rannsókn á lokastigi Rannsókn lögreglunnar á meintu kynferðis- broti sem kært vartil lögreglu í október er á lokastigi. Konan sem er um þrítugt kærði tvo menn fyrir kynferðisbrot en þeir játuðu ekki við yfirheyrslur að sögn yfirlögregluþjóns. UMFERÐ Snjór og ófærð Snjókoma setti strik í reikninginn fyrir ferðalanga víða á landinu í gær. Verst urðu Vestlendingar og Vestfirð- ingar þó fyrir barðinu á veðrinu þar sem Dynjandis- heiði varð ófær og Hrafnseyrarheiði þungfær auk þess sem hálka og snjóþekja var víða á vegum. FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Um 15 milljarðar í skatt Fjármálafyrirtæki greiða nærri helming af álögðum tekjuskatti allra fyrirtækja í landinu vegna ársins 2005 samkvæmt frétt Samtaka atvinnulífsins. I heild munu fjármálafyrirtæki greiða um 15 milljarða í tekjuskatt fyrir síðasta ár sem er meira en saman- lagður tekjuskattur allra fyrirtækja í landinu tvö ár þar á undan. Rumsfeld sagði af sér: Tíminn til að breyta „Ég skil að margir Bandaríkja- menn vildu sýna með atkvæði sínu að þeir eru ósáttir við skort á framförum í lrak,“ sagði Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti í gær þegar hann tilkynnti afsögn Donalds Rumfelds varnarmála- ráðherra. Bush sagði þetta rétta tímann til að skipta um forystu í varnarmálaráðuneytinu. Rumsfeld hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu vegna stöðu mála í Irak. Hermenn og flokkssystkin Rumsfelds og Bush hafa gagnrýnt hann að undan- förnu og því kemur ekki á óvart að hann segi af sér nú. Eftirmaður Rumsfelds verður að líkindum Robert Gates sem var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í forsetatíð George Bush, föður núverandi forseta. 1 "ýSj 9 f, viiaj iwg alla þriðjudaga blaöi Stigahúsateppi SuSurtandsbraut 10 N-'" C'Tp fÝWn Slml 533 5800 1 lín www.simnet.is/strond Hrökkluðust af heimili sínu ibúar þurftu aö flýja heimili sín og maður og kona voru lögð inn á gjörgæslu í gærkvöid eftir siæman eldsvoða i Breiðholti. Mynúir/lútm Hjónum haldið sofandi á gjörgæslu eftir eldsvoða: Skelfileg upplifun ■ Áfall að sjá nágrannana brenna inni ■ Þriðji eldsvoðinn á stuttum tíma Makamissir Fræðslufundur í Fossvogskirkju í kvöld 9. nóvember kl. 20-22. Fyrirlesari Gunnliildur Heiða Axelsdóttir, fötlunarfræðingur. Allir velkomnir! NÝ DÖGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Kirkjugarðar Reykjav/kurprófastsdæma Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Þetta var bara skelfilegt,“ segir Björg Benjamínsdóttir sem býr með syni sínum í Ferjubakka 12 þar sem hjón slösuðust lífshættulega í eldsvoða í fyrrakvöld. Slökkviliðsmenn björg- uðu hjónunum út úr íbúð þeirra og voru þau flutt á sjúkrahús. Þau dvelja nú á gjörgæsludeild. „Skyndilega var bankað kröftug- lega á dyrnar hjá mér og þegar ég opnaði blasti reykur við mér,“ segir Björg en gangurinn var kolsvartur af reyk að hennar sögn. Maður sem bjó á móti henni lamdi á hurðina og kallaði til hennar að koma sér út þvi eldur væri laus í húsinu. Þá spurði Björg hvar eldurinn væri og sagði ná- granninn hennar að hann væri í íbúð hjónanna á miðhæðinni. „Sem betur fer bý ég á jarðhæð og því kom ég mér og syni mínum út um svalardyrnar í íbúðinni,“ segir Björg en þegar mæðginin komust út kom slökkviliðið aðvífandi. Hún segir að íbúð hjónanna á miðhæð- inni hafi skíðlogað og sá stofurúðuna springa vegna hitans. Slökkviliðsmennirnir bjuggu sig undir að fara inn sótsvartan gang- inn því fregnir bárust um að hjónin væru þar enn. „Það er áfall að horfa á nágranna sína brenna inni,“ segir Björg sem er mikið brugðið eftir reynsluna. Slökkviliðsmönnunum tókst að bjarga hjónunum út úr brennandi húsinu. Farið var með þau á spítala og þau lögð inn á gjörgæslu. Þeim er haldið sofandi en þau eru illa haldin og mikið brunnin. Björg þekkir hjónin vel og segir atburðinn skelfilegan með brostinni rödd. Ljóst er að atburðurinn hefur tekið verulega á andlega líðan íbúa í blokk- inni og um tugur þáði áfallahjálp eftir atburðinn. Þrír eldsvoðar hafa komið upp með stuttu millibili úti um allt land. Kona liggur á gjörgæslu eftir að maður stakk hana með hnífi og kveikti svo í húsi sem hún dvaldi í á Húsavík. Konan hlaut mikil brunasár auk þess að vera lífshættulega særð vegna hnífstungunnar. Kona og tvö börn hennar sluppu út úr logandi íbúð í Reykjanesbæ á mánudagskvöld. Akureyri vill ekki bonsai-tre Hafnfirðinga að gjöf: Vinabær afþakkar dvergtré „Dvergtrén eiga frekar heima hjá grasafræðingum en hjá okkur,“ segir Björn Hilmarsson, garðyrkjustjóri Hafnarfjarðarbæjar, en bærinn bauð vinabæ sínum Akureyri metnaðar- fullan bonsai-garð að gjöf. Akureyri afþakkaði gott boð. Trén eru agnarsmá og ræktuð að japanskri hefð. Hafnarfjörður keypti trén af Páli Kristjánssyni árið 1999 og gerði utan um þau veglegan garð í Hell- isgerði. Trén eru í kringum hundrað og var Páll 25 ár að rækta þær. Heimilislaus dvergtré Hiimar Björnsson, garðyrkjustjóri Hafnar- Jjarðar, vill koma bonsai-trjám í hend- ur grasafræðinga. „Ég fékk nú óvænt boð um að kaupa þessar plöntur á sínum tíma og lagði það fýrir bæjarstjórn. Það kom mér reyndar mest á óvart þegar stjórnin féllst á boðið,“ segir Björn um tildrög þess að bænum eignaðist plönturnar. Trén og garðurinn fyrir þau kostuðu þrjár milljónir króna. Jón Erlendsson, nefndarmaður Vinstri grænna í framkvæmdaráði Akureyrar, segir Akureyringa eiga nóg með sinn eigin garð. Því hafi þeir ekki viljað taka boðinu. Hreint ehf. var stofnaö áriö 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki? Hreint býður upp á ókeypis ráðgjöf Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.