blaðið - 09.11.2006, Side 10

blaðið - 09.11.2006, Side 10
blaðið Verkefni næstu ríkisstjórnar Hádegisfundur með Össuri Skarphéðinssyni á Sólon, föstudaginn 10. nóvember. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er haldið laugardag- inn 11. nóvember, í Þróttar- heimilinu frá kl. 10 til 22. Össur Skarphéðinsson hefur gefið kost á sér í 2.-3. sæti. Össur áfram til forystu Chan nýr forstjóri WHO Alþjóðaheilbrigðismálaþingið staðfestir væntanlega tilnefn- ingu Margaret Chan í embætti nýs forstjóra Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) í dag. Chan, sem er 59 ára læknir frá Kína, fékk flest atkvæði þeirra sem framkvæmda- stjórn WHO tilnefndi í embættið. Hún er yfirmaður hjá WHO. Deilt um dýr á Indlandi: Apar í hæstarétti Örlögin ráðast í dómsal Aparnir í Nýju-Delí hafa medal annars ráðist inn i varnarmálaráðuneyti landsins. Hæstiréttur Indlands mun skera úr um örlög þrjú hundruð apa sem borgaryfirvöld í Nýju-Delí hafa handsamað að undanförnu. Upp- haflega átti að flytja apana til frum- skógar í miðhluta landsins en íbú- arnir á svæðinu vilja ekki sjá þá og hafa sent formlegt erindi til stjórn- valda um að þeir verði fluttir annað. Fyrir eru 250 apar frá Nýju-Delí í skóginum og segja íbúar í nærliggj- andi þorpum þá vera bæði óalandi og óferjandi. Þúsundir apa ganga lausir í Nýju-Delí og af þeim hlýst töluvert ónæði. Þeir flækjast um opinberar byggingar og hafa meðal annars ráðist inn á skrifstofur forsætisráð- herrans, þingsins og rifið og tætt leyniskjöl í varnarmálaráðuneyti landsins. Ekki er gerlegt að taka ap- ana af lífi þar sem margir Indverjar telja þá heilaga. Vegna úrræðaleysis gagnvart vandanum hefur verið ákveðið að fremstu lögspekingar indversku þjóðarinnar finni lausn sem geri mönnum og öpum kleift að lifa saman í sátt og samlyndi.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.