blaðið - 09.11.2006, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006
blaöiö
UTAN ÚR HEIMI
PAKISTAN U
Á fjórða tug hermanna féll
Að minnsta kosti 35 hermenn féllu í sjálfsmorösárás
á herskóla I norðvesturhluta Pakistans í gær. Árásin
er sú mannskæðasta sem pakistanski herinn hefur
orðið fyrir eftir að hann hóf að berjast gegn tali-
bönum og AI-Kaída-liðum við afgönsku landamærin.
PAKISTAN (J
Vopnahlé liðið undir lok
Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, segir
að vopnahlé við (srael sé liðið undir lok og hvetur
múslíma um heim allan að grípa til vopna gegn ísrael
og bandarískum skotmörkum. Að minnsta kosti 18
óbreyttir borgarar féllu í aðgerðum Israela í gær.
Meirihluti ríkisstjóra demókratar í fyrsta sinn siðan áriö 1994 eiga demókratar meirihluta allra rík- isstjóra Bandaríkjanna. í kosningunum á þriðjudag unnu frambjóö- endur þeirra sitjandi ríkisstjóra repúblikana í sex ríkjum. Kvikmynda- stjarnan Arnold Schwarzenegger, repúblikani og ríkisstjóri Kaliforníu, vann hinsvegar yfirburðasigur á frambjóðanda demókrata. 'w', ’ jj
Útigangsfólk slóst við táninga:
Sjálfsmorðstilraun leiddi til áfloga
Mbl.is Undarleg uppákoma varð í
bænum Lörrach í Þýskalandi í gær-
morgun þegar ung kona ætlaði að
fremja sjálfsmorð með því að stök-
kva fram af þaki. Slagsmál brutust
út meðal þeirra sem fylgdust með
konunni, milli útigangsfólks sem
reyndi að forða henni frá sjálfsvígi
og táninga sem hvöttu hana til að
stökkva.
Konan var uppi á þaki ráðhúss-
ins og segir lögregla unglingana
hafa hagað sér með siðlausum
hætti. Um 40 manns slógust og
tókst lögreglu á meðan að ná kon-
unni af þakinu, en hún hafði þá
verið þar í þrjá og hálfan tíma. 35
lögreglumenn reyndu að skakka
leikinn og meiddust sex þeirra.
Átta voru handteknir, flestir þeirra
á aldrinum 16 til 19 ára.
býður sig fram í prófkjöri
Samfylkingarinnar í
Reykjavík 1 1 . i 1 .06
www.jongunnarsson.is
KRAFTMIKINN MANN A ÞING!
Jón Gunnarsson
framkvstj. Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Tryggjum Jóni Gunnarssyni 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) á laugardaginn.
Oryggi okkar allra.
„Bættar samgöngur í kjördæminu
auka öryggi í umferðinni. Greiðari
samgöngur eru forgangsmál og
tvöföldun fjölfarinna þjóðvega
stuðlar að fækkun slysa."
Fyrsta rannsóknarlota hleranamálsins:
Jón og fleiri
yfirheyrðir
■ Enginn með réttarstöðu sakbornings
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur
Hauksson, sem rannsakar meintar
hleranir í utanríkisráðuneytinu á tí-
unda áratug síðustu aldar, yfirheyrði
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, og Árna
Pál Árnason lögfræðing auk fleiri
í fyrstu lotu rannsóknarinnar. Eng-
inn var yfirheyrður með réttarstöðu
sakbornings, heldur voru allir teknir
fyrir sem vitni.
Bogi Nilsson ríkissaksóknari taldi
ekki eðlilegt að lögreglustjórinn í
Reykjavík hefði með málið að gera
vegna þess að utanríkisráðuneytið
var í húsnæði lögreglustjórans á
þeim tíma sem um ræðir. Þess vegna
fól hann sýslumanninum á Akranesi
rannsóknina.
„Við vinnum eftir svokallaðri rann-
sóknaráætlun sem er stigskipt. Það
er reynt að ná utan um málið og tala
við þá sem talið er þurfa í fyrstu at-
rennu. Síðan metum við framhaldið
út frá því sem fram er komið,” segir
Ólafur. Hann segir allar skýrslutökur
hafa verið teknar upp á hljóð- og
myndband. „Það var ekki gert í leyni.
Öllum var gerð grein fyrir því að sá
háttur væri hafður á. Þetta er gert til
að ekkert týnist niður og ekkert sé
missagt í skýrslum. Síðan er allt vél-
ritað upp og farið yfir það í kjölfarið.”
Fáanleg í flestum stærðum fyrir
15,16,17 og 18" felgur
Fjallasport
^4x4 specialist*
Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444