blaðið - 09.11.2006, Page 20
2 0 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006
blaðið
Óhefðbundnar og vafasamar aöferðir lögreglunnar kortlagðar:
Mesti fíkniefnasali landsins
vann í skjóli lögreglunnaf
EKKI ÁKÆRT ÞRÁTT FYRIR AUGLJÓS BROT FJÖRUTÍU LÖGREGLUMENN í STÖÐU GRUNAÐRA
NÝRRI GREININGARDEILD ÆTLAÐ AÐ BEITA ÓHEFÐBUNDNUM AÐFERÐUM
Ný greiningardeild, sem hefur
heimild til óhefðbundinna lögreglu-
starfa, tekur til starfa um áramót
við embætti ríkisslögreglustjóra.
Hún mun meðal annars rannsaka
landráð, grun um hryðjuverk og
skipulagða glæpastarfsemi.
Fyrir tíu árum fór fram ítarleg
rannsókn á starfsemi lögregl-
unnar í Reykjavík þar sem fjörutíu
lögreglumenn fengu stöðu grun-
aðra. Talið var að þeir hefðu gerst
sekir um brot í opinberu starfi og
brotlegir við refsilög. Rannsóknin
beindist einkum að fyrrverandi
yfirmönnum fíkniefnadeildar-
innar, Arnari Jenssyni og Birni
Halldórssyni. Þeir voru grunaðir
um að hafa verið í upplýsinga- og
trúnaðarsambandi við fíkniefna-
salann Franklín K. Steiner og í
skjóli þess hafi hann náð að verða
umsvifamesti eiturlyfjasali lands-
ins. Franklín er talinn hafa veitt
fíkniefnalögreglunni í staðinn
upplýsingar um aðra fíkniefnasala
og náð þannig jafnframt að koma
höggi á aðra fíkniefnasala. Fram-
burður lykilvitna í rannsókninni
staðfesti þetta samband.
Að rannsókn lokinni
var ekki ákært í
málinu.
Fóru ekki eftir starfsiýsingum
Eftir ítarlega umfjöllun tíma-
ritsins Mannlífs, undir ritstjórn
Hrafns Jökulssonar, óskaði þáver-
andi dómsmálaráðherra, Þorsteinn
Pálsson, eftir því að ríkissaksókn-
ari hæfi rannsókn. Honum varð að
ósk sinni. Settur var sérstakur rann-
sóknarlögreglustjóri, Atli Gíslason
hæstaréttarlögmaður, sem skilaði
skýrslu til ríkissaksóknara. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir Blaðsins
fengust engin svör frá dómsmála-
ráðuneytinu þegar óskað var eftir
því að sjá skýrsluna og Atli vildi
ekki tjá sig um málið.
Trausti
Hafsteinsson
skriíar um
vafasamar
og óhefðbundnar
; aðferðir lögreglnnar.
J&»
Fréttaúttekt
trausti@bladid.net
Samkvæmt heimildarmönnum
var þar greint frá því að háttsemi
Iögreglunnar í Reykjavík í sam-
skiptum hennar við Franklín hafi
stangast á við hegningarlög. Ekki
hafi verið farið eftir starfslýsingum
og eftirlit með störfum lögregl-
unnar hafi verið ófullnægjandi.
Fjölmörg mál fengu ekki eðli-
lega framhaldsmeðferð
og yfirmenn fíkni-
efnadeildar-
UR NIÐURSTOÐUM RANNSOKNARINNAR:
„Rannsóknin leiðir í Ijós að skipulagi lögreglunnar í Reykjavík gagnvart
ávana- og fíkniefnadeild, yfirstjórn og starfsháttum deildarinnar er um
margt ábótavant. Umsjón og eftirlit með störfum deildarinnar er ófullnægj-
andi. Lögreglufulltrúar deildarinnar, deildarlögfræðingar, aðstoðaryfirlög-
regluþjónar og yfirlögregluþjónar hafa ekki fylgt gildandi erindisbréfum og
starfslýsingum í veigamiklum atriðum. Lögreglustjóri virðist ekki hafa haft
vitneskju um eða yfirsýn yfir stöðu mála og ekki beitt sé fyrir nauðsyn-
legum úrbótum."
iffisr"
Arnar og Björn, eru sagðir hafa
gengið erinda Franklíns. Þannig
hafi þeir til dæmis barist fyrir
reynslulausn hans og mælt með
byssuleyfi fyrir hann.
Skýrslum stungið inn í skáp
I svarbréfi Arnars svarar hann
því til að annir deildarinnar hafi
verið miklar. Af þeim sökum hafi
ekki verið hægt að rannsaka öll
mál til hlítar. „Mjög algengt var að
skýrslur sem innihéldu upplýsingar
um alvarleg brot, jafnvel stóran inn-
flutning eða dreifingu fíkniefna,
hafi verið lagðar í skjalaskáp án
nokkurrar rannsóknar vegna anna
við aðrar rannsóknir, fjárskorts eða
mannfæðar.“ I svörum Arnars er
ekki skýrt nánar hvers vegna fjölda
ábendinga um fíkniefnaviðskipti
Franklíns var ekki sinnt, hvernig
frumgögn í málum ________________
hurfu sporlaust og
hvort hann hafi gengið
erindaFranklíns. Hann
vísaði jafnframt ábyrgð-
inni frá sér, þar sem yf-
irmaður fíkniefnadeild-
arinnar sé lágt settur í
valdastiga lögreglunnar,
og benti á að milli sín
og lögreglustjórans
hafi verið fjórir aðrir
yfirmenn.
Húsleit hjá Franklín Steiner
Vopn og fikniefni fundust við
húsleit og Franklín Steiner
var handtekinn en sleppt eftir
yfirheyrslur.
TIMABILIÐ
SEM VAR
RANNSAKAÐ
1988-1997
■ Yfirmenn deildarinnar:
Arnar Jensson
1985 til 1990
Björn Halldórsson
1990 ti! 1997
Ekki nægar sannanir
Háttsettur heimildarmaður
Blaðsins, sem vegna trúnaðarstöðu
sinnar getur ekki komið fram
undir nafni, segir Ijóst að tilefni
var til ákæru í málinu. „Brotin
voru framin og vitað hverjir tengd-
ust þeim. Sönnun fyrir þessum
tengslum við Franklín
Steiner var fyrir
hendi. { ljós
iív komu til-
vik
sem gáfu til kynna að
svo væri, meðal annars
mál er vörðuðu fíkni-
efnabrot, en ekkert
meira varð úr. Síðan
höfðu horfið frumskjöl
úr gagnabönkum, sem
aldrei hafa fundist
þrátt fyrir ítarlega leit,“
segir heimildarmaður-
inn. „í mörgum trúriað-
arsamtölum við vitni
málsins fékkst þetta samstarf stað-
fest en þegar á hólminn var komið
þorðu menn ekki að koma fram
undir nafni. Af þeim sökum þóttu
ekki nægar sannanir fyrir hendi.“
Lögreglan brýtur lög
f ferilskýrslu Franklíns koma
fram fjölmargar vísbendingar um
umsvif hans í fíkniefnaheiminum.
Þrátt fyrir það liggur fyrir að
mál hans voru lítt rannsökuð eða
hlutu ekki eðlilega framhaldsmeð-
ferð hjá fíkniefna-
deildinni. Heim-
ildarmaður
Blaðsins í fíkniefnaheiminum
fullyrðir að starfhættir fíkniefna-
lögreglunnar i gegnum tíðina hafi
verið vafasamir. Hann segir það
fásinnu þegar lögreglan heldur
því fram að hún brjóti ekki lög.
„Á sínum tíma var vitað mál að í
fíkniefnaheiminum varð maður
að varast ákveðna fíkniefnasala
sem unnu í skjóli fíkniefnadeild-
arinnar. Þeir voru einfaldlega
notaðir til að koma upp um starfs-
bræður sina, og jafnframt sam-
keppnisaðila. Þetta er vitað og
allir í bransanum vita þetta.“
Ríki í ríkinu
Gunnleifur Kjartansson, fyrrver-
andi rannsóknarlögreglumaður,
telur vafasamt að stofna slíka grein-
ingardeild því að rannsóknin hafi
sýnt fram á vafasamar aðferðir
lögreglunnar. Meginspurningin
að hans mati sé hverjir eigi síðan
að hafa eftirlit með deildinni. „Ég
trúi því varla að verið sé að
stofna þessa greiningardeild.
Lögreglan hefur áður legið
undir grun um að hafa
beitt aðferðum á vægast
sagt gráu svæði og því
spyr maður hver
muni fylgjast
Þorsteinn Páfsson
Hann var dómsmálaráðherra
þegar Franklín Steiner fékk
byssuleyfi þrátt fyrir glæpaferilinn
Atli Gíslason
Hæstaréttarlögmaðurinn var fenginn
til að rannsaka störf iögreglunnar.
MANNLIF 2. TBL. 1997.
Háttsettur heimildarmaður:
| „Ég veit þaö hafa verið fjölmörg tækifæri
til að taka Franklín með fangið fullt af
fíkniefnum. Ástæðan fyrir því að þetta
hefur gengið svona lengi er að hann
er í beinu sambandi við lögregluna og
gefur þeim upplýsingar sem þykja svo
verðmætar að það sé ástæða til að láta
hann í friði.“
Arnar Jensson
Beitti þáverandi dómsmála-
ráðherra þrýstingi til að Franklín
Steiner fengi reynslulausn.
r V
l
Halldór Björnsson Undirritaði
heimild fyrir eyðingu fikniefna
sem fundust á Franklín Steiner.
Engar aðrar skrár var að finna um
málið eða rannsókn þess.
Vil=r.
blaðið
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 29 -
HORFNAR SKRÁR, DÓMSMÁLARÁÐHERRA BEITTUR ÞRÝSTINGI OG BYSSULEYFI TIL FÍKNIEFNASALA:
■ Arnar Jensson:
FURUGRUNDARMÁLIÐ
15. febrúar 1988 var gerð húsleit heima hjá Franklín
Steiner þar sem fundust 134 grömm af hassi og 4
grömm af amfetamíni. Við yfirheyrslur viðurkenndi
hann að eiga efnin. Málið var hins vegar ekki sent til
framhaldsmeðferðar. (rannsókn kom fram magpa
sem tengdist málinu en í hana vantaði skjöl í númera-
röð. Frumgögn málsins hafa aldrei fundist þrátt fyrir
ítarlega leit. Við yfirheyrslur þvertók Arnar Jensson
fyrir að hafa haft áhrif á málið og sagöist engar skýr-
ingar hafa á því hvers vegna ekki hafi komið til frekari
rannsóknar og refsingar. Málið týndist í kerfinu.
ÁRANGURSLAUSAR HÚSLEITIR
28. júlí 1989 og 28. mars 1990 voru gerðar húsleitir
hjá Franklín Steiner eftir ábendingar sem tengd-
ust öðrum málum. I skýrslum kom fram að engin
fíkniefni hafi fundist á heimili hans. Heimildarmenn
Mannlífs og Blaðsins fullyrða að allt hafi verið vað-
andi í fíkniefnum á heimili hans og því sé útilokað að
engin efni hafi fundist. Arnar Jensson hélf því fram
við yfirheyrslur að málin hafi verið eðlilega rannsökuð
og fengið eðlilega meðferð.
HEGNINGARHÚSSMÁLIÐ
Árið 1990 sat Franklfn Steiner í fangelsi vegna fíkni-
efnabrots. Á meðan hann var í vistun í hegningarhús-
inu við Skólavörðustíg var hann tekinn með fíkniefni í
fórum sínum. Arnar Jensson annaðist
sjálfur yfirheyrslur. Fangelsisstjórn
beitti agaviðurlögum i málinu en X
málið hlaut ekki framhaldsmeðferð
hjá fíkniefnadeildinni.
REYNSLULAUSNiN
Árið 1990 var Franklín dæmdur til 29 mánaða fang-
elsisvistar. Ólíkt því sem lög gerðu ráð fyrir, að fangar
dæmdir fyrir fíkniefnabrot skyldu afplána að minnsta
kosti tvo þriðju dómsins, var honum sleppt lausum að
hálfri afplánun lokinni. Þáverandi dómsmálaráðherra,
Óli Þ. Guðbjartsson, hefur staðfest opinberlega að
Arnar Jensson hafi beitt sig miklum þrýstingi til að fá
Franklín lausan úr fangelsi.
af Birni Halldórssyni þar sem veitt var heimild fyrir
eyðingu efnanna. Flest gögn vantar í málið til þess að
viðhlítandi hugmynd um málavexti fáist.
KÓPAVOGSMÁLIÐ
13. apríl 1996 fór fram húsleit hjá Franklín Steiner og
hann handtekinn í kjölfarið. (lok apríl var rannsókn
lokið af hálfu fíkniefnadeildarinnar en Björn Halldórs-
son sendi málið ekki áfram til ríkissaksóknara fyrr en
löngu síðar. Engar skýringar hafa fengist á þvi hvers
vegna hinn mikli dráttur varð á rannsókn málsins og
því að áframsenda erindið.
BYSSULEYFIÐ
Árið 1994 skrifaði Björn Halldórsson meðmæli til
dómsmálaráðuneytisins með byssuleyfisumsókn
Franklíns Steiners. Á þeim tíma hafði hann hlotið
dóma fyrir smygl og sölu fíkniefna í þremur löndum.
Yfirmenn lögreglunnar neituðu viðtölum við fjölmiðla
vegna málsins.
■ Björn Halldórsson:
TUNGUVEGSMÁLIÐ
15. apríl 1992 var Franklín Steiner handtekinn af
lögreglumönnum úr almennri deild. Á honum fundust
. fíkniefni en engar skrár um málið finnast hjá fíkni-
efnadeildinni og því ekki útlit fyrir að málið
hafi fengið eðlilega framhaldsmeðferð.
Hvorki finnast frumgögn í málinu né af-
LvyvyÚ' ' rit hjá fíkniefnadeildinni. Hins vegar
{ga0ffi§^■eru til eyðingarskýrslur undirritaðar
með starfsemi og aðferðum
þessarar greiningardeildar,'1
segir Gunnleifur. „Rann-
sóknin sýndi að lögreglan fór
út fyrir það sem lög heimiluðu
á þeirn tíma. Ég er hræddur
um að greiningardeildin endi
uppi sem eftirlitslaust ríki í
ríkinu.“
Stöðvaði ekki framgöngu
Þrátt fyrir að Franklín
Steiner væri einn umsvifa-
mesti eiturlyfjasali landsins
hafði fíkniefnadeildin lítil af-
skipti af honum. Það var ekki
fyrr en 13. apríl 1996 þegar lög-
reglumenn í almennri deild
handtóku Franklín, með tölu-
vert magn fíkniefna í fórum
sínum, sem hann var dæmdur
í fangelsi.
Við rannsókn á starfsemi
lögreglunnar voru gerðar
alvarlegar athugasemdir en
ákveðið að ákæra ekki. Hún
leiddi hins vegar til róttækra
skipulagsbreytinga hjá lög-
reglunni. Arnar og Björn
fengu nýjar yfirmannastöður
hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra, sem stofnað var stuttu
áður en rannsókn lauk. Þrátt
fyrir grunsemdir um brot í
starfi hlutu þeir framgang
í starfi innan lögreglunnar.
Arnar Jensson er einn þeirra
sem nefndur hefur verið
sem yfirmaður nýstofnaðrar
greiningardeildar, sem hefur
heimild til að beita óhefð-
v bundnum aðferðum
ijNv. við störf sín.
Stuðningsmenn Ragnheiðar
Ásdís Halla Bragadóttir
forstjóri BYKO
Anna Þórunn Reynisdóttir
sérfræðingur hjá
Landsbanka íslands
Anna jeppesen
kennari
Betzý ívarsdóttir
stuðningsfulltrúi
Gunnar Valur Gíslason
forstjóri Eyktar
Gylfi Dalmann
Aðalsteinsson
Vinnumarkaðsfræðingur
Hafsteinn J. Reykjalín
bifreiðastjóri
Haraldur Sverrisson
formaður bæjarráðs
Mosfellsbæjar
Hjörleifur Pálsson
fyrrverandi formaður
Hugins í Garðabæ
Ólafur G. Einarsson
fyrrverandi ráðherra
Jónmundur Guðmarsson
bæjarstjóri á Seltjamarnesi
Salome Þorkelsdóttir
fyrrverandi forseti Alþingis
Sigríður Rósa
Magnúsdóttir
bæjarfulltrúi á Álftanesi
Sigríður Anna Þórðardóttir
alþingismaður
Sigurgeir Sigurðsson
fyrrverandi bæjarstjóri
Seltjamamesi
öFsjáÍfstæðismanna í sudvestur-
:raíh ii.lnómnber næstkomandi
Kosningaskrifstofa Ragnheiðar er að Háholti 14. Opið virka daga 17 -20 og um helgar 12-17.
Sfmi: 5 66 77 99 » www.ragnheidurrikhardsdottir.is