blaðið - 09.11.2006, Page 34
rWEMBER 2006
Ovandað
I kvikmyndinni hryllilegu The Saw III sést í hljóö
nemann 32 sinnum. Þrátt fyrir að áhorfendur
reki augun í þessi mistök svo oft þá virðist
þetta algjörlega hafa farið fram hjá kvikmynda-
gerðarmönnunum.
I nærmynd
Leikkonan Kirsten Dunst sem fer með hlutverk drottn
ingarinnar Marie Antoinette í samnefndri kvikmynd
notaði augnlinsur viö gerð myndarinnar en í nokkrum
nærmyndum sjást þær greinilega.
blaöiö
Við tökur á The Departed
Kvikmyndin The Departed sem
nýlega var tekin til sýninga í kvik-
myndahúsum hér á landi hefur feng-
ið afbragðsdóma erlendis.
LeikstjórimyndarinnarMart-
in Scorsese sem er einn af
virtustu leikstjórum vest-
anhafs og þekktur fyrir
sögulegar stórmyndir
hefur lýst því yfir að
þetta verði siðasta
stórmynd hans í bili.
eru
■ Endurgerð
Bandaríkjamenn
mjög hrifnir af því að endur-
gera kvikmyndir. Scorsese hefur
þó aðeins endurgert eina kvikmynd
áður, en það var Cape Fear sem var
gerð 1992.
Kvikmyndin The Departed er end-
urgerð kínversku spennumyndarinn-
ar Infernal Affairs eða WuJianDao
frá árinu 2002. Þrátt fyrir að sögu-
þráðurinn í The Departed sé sá sami
og í WuJianDo hefur töluvert verið
brugðið frá upprunalegu útgáfunni.
Ástæðan er sú að Scorsese hefur ekki
séð fyrri myndina.
■ Brad og Jen og Departed
Eins og ekki hafi heyrst nóg af sam-
skiptum Jennifer Aniston og Brad
Pitt, þá er The Departed framleidd af
fyrirtækinu sem þau stofnuðu sam-
an, Plan B.
Nú bíða menn spenntir ytra og
vonast til þess að myndin hljóti Ósk-
arsverðlaunin og þá sérstaklega fyrir
leikstjórnina þar sem þá gefst mönn-
um kannski tækifæri til þess að
sjá Aniston og Pitt saman
á ný og fagna með Scors-
ese. Slúðurblöð ogpapa-
rassar ytra þykja því
líkleg til þess að halda
The Departed á lofti í
von um að ná heitum
myndum af samskipt-
um hjónanna fyrrver-
andi og hinnar fögru Ang-
elinu Jolie.
■ Robert De Niro afþakkar
Stórstjarnan De Niro hefur verið
í uppáhaldi leikstjórans um árabil
en þeir hafa starfað saman í mynd-
um á borð við Raging Bull (1980),
Taxi Driver (1976) og GoodFellas
(1990). Að þessu sinni hafnaði þó
De Niro hlutverki mafíuforingjans
Franks Costello og var Jack
Nicholson því boðið hlut
verkið.
Leonardo DiCaprio
leikur undir stjórn
Martins Scorsese í
þriðja skiptið og er ’
fjórða samstarfið
áætlað 2008 með kvik-
myndinni The Rise of
Theodore Roosevelt.
■ Nicholson óviss
Eftir að De Niro hafnaði hlutverk-
inu í The Departed bauðst Nicholson
það en hann hikaði við að taka það
að sér. Nicholson hefur undanfarin
ár aðallega verið í grínmyndum eins
og As Good As It Gets (1997)
og Something’s Gotta Give
(2003). Hann hefur því
ekki sést í hlutverki ill-
mennis í dágóðan tíma
og var hann að sögn
hræddur um að finna
sig ekki í því aftur.
Breytti handritinu
Jack Nicholson er stór
stjarna og var hann sagður með
stjörnustæla á tökustað þar sem
hann breytti handritinu iðulega og
krafðist þess svo að Scorsese prófaði
að taka atriði upp í hans útfærslu.
Leikstjórinn gerði það víst oftar en
einu sinni tilneyddur til þess að
halda stjörnunni góðri.
■ Stripparar á tökustað
Leonardo DiCaprio hefur löngum
verið dáður af kvenþjóðinni og þegar
það fréttist af honum við tökur við
hliðina á súlustað þustu út tugir g-
strengsklæddra ungmeyja sem vildu
óðar hitta hann, hrópandi nafn hans
í örvæntingu.
WJ\MJ
AFSLÁTTUR
af valdri vöru
Rýmum fyrir
Allt ao
Pils
kr. 5.990
næs connection
HÆOASMÁRA 4
SlMI S44 5959
Mottur
.. .næstum því flottar
Það er heldur langt síðan mottur (þykk yfirvaraskegg) voru móðins.
Ef þær voru það þá einhvern tímann! Mottutískan er nokkurskonar
andtíska. Skeggtíska sem er svo hrikalega hallærisleg að það þykir
költað, fyndið og hugrakkt að safna í mottu.
Earl í þáttunum My Name is Earl sportar þykkri mottu sem og frétta-
maðurinn hjákátlegi Borat, Morgan Spurlock (sem gerði Super-size
Me) og auðvitað fyrirmynd þeirra allra, Tom Selleck í Magnum Pl.
Mottur hafa lengi verið tengdar við karlmennsku og völd þótt
flestum finnist þær vera svo hrikalega hallærislegar að þeir hrein-
lega finna til þegar þeir sjá karlmann með þykka mottu. Hvað þá
setjist hann til snæðings og brauðmolar, sósa og bjórfroða festast
svo pínlega í skegghárinu.
HVAÐ SÁSTU
Horfir helst á
heimildamyndir
„Síðasta mynd sem ég sá var Incon-
venlent Truth heimildarmyndina
með Al Gore
sem var á
kvikmynda-
hátíð,“
segir Svala
Björgvins
tónlistarkona.
,Mérfannst
hún æðisleg,
ég var búin
að bíða eftir henni og langaði mjög
að sjá hana þar sem ég hef kynnt
mér efnið og hef mikinn áhuga á því.
Þetta kom mér í raun ekkert á óvart
sem kom fram þar en ég hef fylgst
með þessu í nokkurn tima og hef
áhuga málefninu þannig að ég vissi
hverju ég átti von á,“ segir hún.
„Ég er annars mjög mikið fyrir heim-
ildarmyndir og horfi meira á þær en
kvikmyndir. Ef ég horfi á kvikmyndir
þá finnst mér skemmtilegast ef þær
eru sannsögulegar. Annars tek ég
aldrei spólur er eiginlega alveg hætt
því, það eru örugglega mörg ár síðan
ég gerði það síðast.“
Fór siðást á
Scary Movie í bíó
„Það er langt síðan ég hef farið í bló,
svo langt að síðasta mynd sem ég
sá var Scary
Movle 4,“
segir Daddi
Disco plötu-
snúður.
„Hún varsvo
hrikalega
glötuð að
hún var
skemmtileg.
Við vorum
eina fólkið í bíó en skemmtum okkur
stórkostlega yfir aulahúmornum. Mig
langar að sjá Mýrina næst. Það er
alveg bráðnauðsynlegt og frábært að
heyra hvað hún gengur vel. Departed
er einnig ofarlega á listanum. Hún
lítur vel úr,“ segir Daddi og að hann
sé laumuaðdáandi Martin Scorcese.
„Ég er farinn að nota bíó sem púra
afþreyingu, en þær myndir sem ég
vill virkilega horfa á vil ég kaupa eða
horfa heima hjá mér. Shawshank Re-
demption hefur verið mín uppáhalds-
mynd í mörg, mörg ár. Ég og frúin
gistum einu sinni á afar skemmtilegu
hóteli í London, þar var lúxusbíósalur
og frábær veitingastaður. Úr varö að
við sáum þá mynd i bíósalnum eftir
velheppnaðan málsverö og hálfa
rauðvínsflösku. Ég mæli hiklaust
með því en hótelið heitir Covent
Garden Hotel og er vinsælt hjá fólki í.
bíóbransanum."
Ætlar á Borat
og Mýrina
„Síðast sá ég myndina Börn og fannst
hún mjög góð,“ segir IsgerðurElfa
Gunnarsdóttir
leikkona.
„Leikurinn
fannst mér
sterkur, hann
er eðlilegur
og ekki ber
áhonum
sviðsleik sem
stundum
einkennir ís-
lenskar kvikmyndir. Næst á döfinni er
að fara og sjá Borat og Mýrina,“ segir
Isgerður sem gerði tilraun til þess
að fara á Borat um daginn en þá var
uppselt. „Ég á mér engar uppáhalds-
myndir en mér finnst annars myndir
Kevin Smith skemmtilegar sem og
Martin Scorcese þannig að ég mun
væntanlega einnig gera mér ferð á
nýjustu mynd hans Departed.“