blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 bla6iö Þoka raskar flugi Mikil þoka á Bretlandseyjum olli því að breska flugfélagið British Airways aflýsti öllu innanlandsflugi til og frá Heathrow-flugvelli f Lundúnum. Þokan hefur sömuleiðis bitnað á millilandaflugi og er búist við að mikið rask verði einnig á flugsamgöngum í dag. Hrygg yfir missinum Sól- veig Elín Þórhallsdóttir leitar Grímu logandi Ijósi og segir missinn þungbæran. Hvar er Gríma? Kötturinn Gríma flúði á djarfan hátt yfirvofandi flug■ ferð og hvarf inn í Skerjafjöröinn fyrir tveimur vikum. Islensk hönnun Einstakt íslenskt handverk og hönnun Kristínar S. Garðarsdóttur. Karafla og þrjár stærðir af glösum í þremur mögnuðum litum. Skeifunni 6 / Sími 568 7733 / Fax 568 7740 / epal@epal.is / www.epal.is Eigandi leitar kattar síns logandi ljósi: Flughræddur köttur flýði undan flugvél ■ Hljóp yfir flugbrautina og hvarf ■ Gríma hefur veriö týnd í tvær vikur Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég er núna í Skerjafirðinum, renn- andi blaut, að leita að Grímu,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, sýning- arstjóri og söngkona, en kötturinn hennar Gríma flúði úr búri sínu á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur vikum. Sólveig hefur verið ötul við að hengja upp auglýsingar þar sem lýst er eftir Grímu. Þegar haft var samband við hana í gær hafði hún fengið þær upplýsingar að til kattar- ins hafi sést í Skerjafirði. Að sögn Sólveigar ætlaði hún með köttinn norður í Hörgárdal þar sem móðir hennar býr. Ástæðan var sú að hún er að flytja til útlanda ásamt kærastanum sínum. Sólveig keypti róandi töflur fyrir Grímu áður en farið var í flug. Einnig fjárfesti hún í nýju búri svo að sem best færi um köttinn. Hún segist hafa innritað Grímu í flugið og sjálf farið í vél- ina. Rétt áður en flugvélin fer á loft kemur kona til hennar og tilkynnir henni að kötturinn hafi hreinlega sloppið úr búrinu, þotið yfir flug- brautina í átt að Skerjafirði þar sem hann hvarf að lokum. „Ég er búinn að gera dauðaleit að Grímu síðan hún hvarf,“ segir Sólveig sem er afar hrygg yfir miss- inum. Hún segir Grímu vera ígildi barns síns og því hræðilegt að týna henni svona. Sólveig segir flugfé- lagið hafa aðstoðað hana við leitina. Þeir hafi borgað hundruð auglýs- inga sem sendar voru með pósti í nærliggjandi hús við Skerjafjörð og svo hefur Sólveig sjálf hengt tilkynn- ingar upp víðsvegar um borgina. Þá hefur einnig komið tilkynning í samlesnum auglýsingum í Ríkis- útvarpinu. Hún hefur fengið fimm ábendingar en enginn hefur leitt til fundar Grímu. „Hún er lífsvön þannig að ég veit að hún er ekki dáin,“ segir Sólveig sem heldur fast í vonina um að finna Grímu. Hún hefur sést við Norræna húsið, Hringbraut og á nokkrum stöðum í Skerjafirðinum. Sólveig vill benda fólki á að hafa allan vara á þegar það fer með dýr í flug. Sjálf segir hún það afar dul- arfullt hvernig Gríma slapp úr búr- inu en það var kyrfilega læst þegar hún lét Grímu af hendi. Svo virðist sem kötturinn hafi verið á braut- inni á meðan verið var að hlaða flugvélina. Ef fólk hefur séð Grímu þá er hægt að hafa samband við Sólveigu í síma 6615754 og eru allar ábendingar vel þegnar. Jólaskafmiöaleikur Olís og Coca-Cola Ífc * 1 % fclsö •w' .»'s' 11I mikils að vinna á næstu Olís-stöð Þess vegna ættirðu að skella þér inn á næstu Olísstöð og kaupa kippu af kóki í gleri eða fá þér eina hálfs lítra kók og pylsu eða samloku - og fá jólaskafmiða i kaupbæti. Við höldum með þér! Sól í Straumi gagnrýnir auglýsingar Alcan: Sæti sömu reglum og lyfjafyrirtæki „Við leggjum til að álbræðslufyr- irtæki verði sett undir sama hatt og lyfja- og tóbaksframleiðendur og verði skylduð til að tiltaka hugsan- legar neikvæðar hliðarverkanir af sinni starfsemi í auglýsingum,“ segir Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, samtaka áhugafólks um stækkunarmálið í Straumsvík, sem gagnrýna jákvæðar og meinleysis- legar ímyndarauglýsingar Alcan. „Við þurfum að kynna okkar sjón- armið og þessi hugmynd um að merkja auglýsingarnar sérstaklega finnst mér fráleit. Það er óþarfi af Pétri að gera lítið úr sjálfum sér og sínum samtökum sem ættu vel að geta kynnt sín sjónarmið sem eru andstæð okkar,“ segir Hrannar Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Alcan. Hann segist vonast til þess að um- ræðan í aðdraganda kosninganna um stækkun álversins við Straums- vik verði málefnaleg.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.