blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 34
40 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 blaðið Falleg vasaúr ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVECI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Maður játar innbrot hjá sex úrvalsdeildarleikmönnum: Stal hundi Andys Van Der Meyde James Birch, tvítugur Liverpool- búi, hefur játað að hafa brotist inn á heimili sex úrvalsdeildarleikmanna í borginni síðasta sumar og látið greipar sópa. Hann játaði einnig að hafa stolið bílum sumra þeirra. Á heimili markvarðar Liverpool, Jerzy Dudeks, stal þjófurinn verð- launagrip sem leikmenn Liverpool fengu fyrir sigur sinn í Meistara- deildinni í fyrra, skartgripum og Porsche-bifreið. Frá framherja Li- verpool, Peter Crouch, stal hann As- ton Martin-bifreið og kampavíni að andvirði 26 milljóna króna. Þá mátti Andy Van Der Meyde, leikmaður Everton, sjá á eftir Ferr- ari-bifreið sinni og hundinum Mac í hendur þjófsins, sem hann endur- heimti þegar þjófurinn náðist. önnur fórnarlömb þjófsins voru Liverpool-leikmennirnir Daniel Ag- ger og Sinama Pongolle og John Hib- bert hjá Everton. Birch var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir glæpina. Jerzey Dudek, markvörður Liverpool. Dudek tapaöi veröiauna- grip sem leikmenn Liverpool fengu fyrir sigur i Meistaradeildinni í hend- ur úrvalsdeildarþjófsins James Birch. • óttir rottir@bladid.net Eriksson ekki til Marseille Jose Anigo, yfirmaður iþróttamála hjá Olympique Marseille, sagðist hafa hlegið að fréttum um að Sven-Göran Eriksson ætti í viðræðum um að taka við knattspyrnustjórn félagsins. Um- boðsmaður Erikssons sagði i fjölmiðlum í vikunni að Svíinn væri í viðræðum við þrjú félög og var Marseille fljótt slegið upp sem hugsanlegum áfangastað. Önnur lið sem hafa verið nefnd eru Paris St. Germain, nigeríska landsliðið, bandariska landsliðið og félagslið i Quatar. Breska dagblaðið The Guardian segir Mark Hughes, knattspyrnustjóra Blackbum Rovers, tilbúinn að selja fyrirliðann Lucas Neill til Liverpool þegar í janúar eftir að hann tryggði sér úkrainska vamarmanninnAndriy Nesmachniy frá Dynamo Kiev. Steve Coppelí, knattspyrnu- stjóriReading, hefur bannað leik- mönnum sínum að gerajólainnkaup þetta árið til að spara orku fyrir erfiða leikja- törn yfir hátíðamar, en á milli jóla og nýárs sækir Reading bæði Manchester United og Chelsea heim. 7Í ndyjohnson, / \ framherji Everton, ákvað X Xað hætta við að höfða meið- yrðamál gegn Jose Mourinho, knattspymustjóra Chelsea, eftir að sá síðamefndi bað Johnson af- sökunar á ummælum sínum eftir leikEverton og Chelsea um síðustu helgi. Mour- inhohafði •sakað Johnson um að láta sig falla inni í vítateig Chelsea og kallaði hann svindlara sem ekki væri hægt að treysta.„Ev- erton og ég getum einbeitt okkur að leikjunum framundan nú þegar málinu er lokið,“ sagði Johnson. Kaup Real Madrid á miðju- manninum Fem- ando GagofráBoca Juniors gengu í gegn í gær. Heildarkaupupphæðin hljóðaruppátæpa 1,9 milljarða íslenskra króna sem Real mun greiða í skömmt- umáþriggjaára tímabili. Gago er tvftugur og þykir einn efnilegasti miðjumað- urArgent- • í»»- Stevens lávarður, rannsóknarmaður og fyrrum yfirlögreglumaður Stevens lávarð- ur segir enska knattspyrnusambandið ekki sinna lögbundnu eftirliti sinu með félaga- skiptum, leikmannasamningum og ólögleg- um greiðslum. Bókhaldið eríólestri. Stevens lávarður skilar skýrslu um ólöglegar greiðslur: Allt í klúðri hjá enskum FA býður upp á lögbrot ■ Átta umboðsmenn neita að svara Helsta niðurstaða rannsóknar Stevens lávarðar á því hvort ólög- legar greiðslur hafi átt sér stað í tengslum við 362 leikmannasamn- inga frá janúar 2004 til janúar 2006, er að enska knattspyrnusambandið sinni ekki lögbundnu eftirliti sínu með félagaskiptum og greiðslum þeim tengdum. Það bjóði forráða- mönnum úrvalsdeildarfélaga og umboðsmönnum leikmanna upp á frjálslega umgengni við lög og reglur. Stjórnarmenn enska knatt- spyrnusambandsins eru æfir vegna skýrslunnar. Stevens nefndi engin nöfn grun- aðra knattspyrnustjóra eða umboðs- manna í skýrslunni eins og vonast hafði verið eftir, en hann hefur fengið frest til að rannsaka sautján samninga enn frekar og segist ekki vilja útmála eða kæra neinn fyrr en að rannsókn lokinni. Tafirnar við að Ijúka rannsókninni segir Stevens stafa af átta ósamvinnuþýðum um- boðsmönnum sem hafa neitað að svara spurningum. Rannsókn Stevens hefur tekið níu mánuði og kostað ensku úrvalsdeild- ina yfir 100 milljónir króna. Helstu atriðí skýrslunnar: Leikmenn vita oftast ekki hversu háar upphæðir um- boðsmenn þeirra fá við kaup þeirra og sölu, sem oft eru himinháar. f fimmtán til- vikum af 362 fengu um- boðsmenn h æ r r i upphæð við undir- skriftleik- manna- samnings en laun leikmanns- ins sjálfs á heilu ári. Sextán af tutt- ugu úrvalsdeildarliðum gengu ekki rétt frá greiðslum til umboðsmanna á þessu tveggja ára tímabili. Þrjú fé- lög lögðu peninga inn á reikning umboðsmanna án fyrirliggjandi reiknings frá umboðsmönnum eða annarra skýringa. Algengt var að nauðsynlegar upplýsingar í sam- bandi við greiðslur af ýmsu tagi vantaði. Enska knattspyrnusambandið stendur ekki undir skyldum sínum um að hafa eftirlit með gerð leikmannasamn- inga og greiðslum Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton Nafn Stóra- Sams hefur oftast verið nefnt ísambandi við mútuþægni og ólöglegar greiðslur að und- anförnu. Knattspyrnustjórar fá þó enn gálgafrest þar sem rannsókn stendur enn yfir. þeim tengdum. Sambandið van- rækir einnig fræðsluhlutverk sitt gagnvart leikmönnum, en því er skylt að uppfræða leikmenn um rétt þeirra gagnvart umboðsmönnum og knattspyrnufélögum. Tillögur Stevens lávarðar til enska knattspyrnusambandsins: Koma verður upp nýrri sjálfstæðri einingu sem hefur eftirlit með félaga- skiptum, leikmannasamningum og greiðslum þeim tengdum. Sú eining yrði skipuð rannsóknarfulltrúum, fræðslufulltrúum og lögfræðingum. Enska knattspyrnusambandið verður að skýra refsiramma fyrir brot í sambandi við félagaskipti leik- manna og samninga, sem er óskýr. Enska knattspyrnusambandið og Alþjóðaknattspyrnusambandið eiga að þrýsta á þá átta ósamvinnuþýðu umboðsmenn sem standa í vegi fyrir framgangi rannsóknarinnar að vera samvinnuþýðir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.