blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 29
blaðið
FðSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 29
Ein besta bók síðari ára
Bókin Tryggðarpantur eftir
Auði Jónsdóttur er margslung-
in saga. Bókin sem er gefin út
af Máli og Menningu fjallar um Gíz-
ellu Dal sem hefur allt á milli hand-
anna. Hún býr í íbúð á besta stað
í miðbæ óræðrar borgar í óræðu
landi. Hún er um þrítugt og hefur
hingað til lifað á arfi foreldra sinna
og lifað hátt. Hún hefur aldrei þurft
að hafa áhyggjur af peningum. Hún
hefur ferðast um víða veröld og
menntað sig til hálfs í nær öllum há-
skólagreinum. Einn daginn kemst
hún að því að hún er búinn með
arfinn. Ibúðin er dýr í rekstri og
það er lífsstíll hennar einnig. Gríð-
arlegt húsnæðisvandamál herjar á
borgina. Því bregður hún á það ráð
að leigja íbúðina og búa þar ásamt
þremur konum. Þessar konur eiga
það allar sameinginlegt að þær
koma frá öðrum löndum í öðrum
heimshlutum. Sem leigusali ákveð-
ur Gízella umdeilda reglu í sambúð-
inni sem er sú að leigjendur þurfa
að laga sig að hennar kostum og göll-
um. I stuttu máli verða gríðarlegir
árekstrar sem hafa ófyrirsjánlegar
afleiðingar.
Þegar maður les Tryggðarpant-
Áleitin, Ijóðræn og
um leið hrikalega
gagnrýnin
Gallarnir felast í
kostum bókarinn-
ar; hún afhjúpar
þjóðarvitund okk-
ar og það er sárt
4*
n
•*
r’
AbÁi^JíwÁM!-,.
Tryggöarpantur
Eftir Auði Jónsdóttur
Bækur ★★★★★
inn verður maður að hafa í huga
að um táknræna skáldsögu er að
ræða. íbúðin getur staðið fyrir ríki,
Gízella fyrir samfélag og konurnar
þrjár fyrir innflytjendur.
Til að byrja með er Gízella hin
opna borgarkona sem er víðförul í
ofanálag. Hægt og rólega kemur þó
í ljós að hún hefur litla sem enga þol-
inmæði fyrir leigjendum sínum og
hugmyndum þeirra. Hún bannar
til að mynda mæðgum að tala sitt
eigið móðurmál í viðurvist sinni.
Hún vingast helst við þá konu sem
líkist henni mest. Gengur jafnvel
svo langt að gera hana eins líka sér
sjálfri og mögulegt er. Þetta eru allt
vísbendingar um þungan hjartslátt
sem býr innra með þjóðum. Við vilj-
um að allir læri íslensku. Allir eiga
að vera eins og við. Sama hvað það
kostar. Afhjúpunin á hræsni Gízellu
er átakanleg.
Auður tekst þarna á við eldfimt
málefni. Hún tekst á við það á ein-
staklega frumlegan hátt. Allar per-
sónur bókarinnar vekja hjá manni
samúð, jafnvel Gízella sem fer að
haga sér eins og fasisti undir lokin.
Þá er rétt að minnast á hina ótrú-
lega lifandi borg sem Auður dregur
upp. Borgin er bókstaflega áþreifan-
leg persóna í sögunni og andrúms-
loftið nær þrúgandi.
Bókin er einstaklega vel skrifuð.
Stíllinn ljóðrænn en sleppur alfarið
við tilgerð. Hann er knappur og sag-
an auðveld yfirferðar.
Maður getur ekki annað en
fagnað því að slík bók sem tekur á
svo viðkvæmu málefni skuli vera
jafn vel heppnuð og raun ber vitni.
Tryggðarpantur er einhver besta ís-
lenska skáldsaga síðari ára.
Valur Grettisson
Auður Jónsdóttir „ Maður getur ekki
annað eri fagnað því að slík bók sem
tekur á svo viðkvæmu málefni skuli vera
jafn vel heppnuð og raun ber vitni."
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM BÚSÁHÖLDUM,
GJAFAVÖRU OG
BORÐSTOFUSTÓLUM
EGG
SMÁRATORGI