blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 Nauðsynlegt til að elda kalkún Ómissandi verkfæri í eldhúsið fyrir stórhátíðir er soðsuga. Sugan er nauðsynleg til að dreypa yfir kalkúninn vökvanum sem safnast í ofn- skúffunni. Þessi suga erfrá Oxo og fæst í Kokku. Hún er hönnuð þannig að grípa má um hana á tvo vegu eftir því hvaða verklag hentar best hverju sinni. Með soðsugunni fylgir bursti til að auðvelda þrif á pípunni. blaöiö icdandic butta Saga smjörsins Smjör hefur verið hluti af matarmenningu þjóða frá fornu fari. Aðferðin við að búa það til er ekki flókin. (Miðjarðarhafslöndum er að finna fjögur þúsund ára ummerki um notkun smjörs og smjör hefur verið útflutningsvara í Skandinavíu síðan á tólftu öld. ( dag er smjörið unnið í vélum með sérstakri aðferð sem á sér langa þróunarsögu en fram á nítjándu öld var það mestmegnis handstrokkað heima á bæjunum. matur _ matur@bladid.net Jólasalat Helgu Þrátt fyrir góðar hefðir í matargerð á jólum er ekkert eins gott og að fá léttan mat. Það er eiginlega nauð- synlegt þó ekki væri nema fyrir líkamann. Jólasalat úr afgöngum af lambakjöti, rjúpu, kjúklingi eða jafnvel léttsteiktum fiski, eins og t.d. laxi. e Um það bil 150 g af blönduðu grænu salati per mann • 1 rauð paprika, skorin í grófa bita • 1 blómkálshöfuð, skorið í litla bita • 4 tómatar, skornir í grófa bita • 1 poki spínat • 1 box af kirsuberjatómötum handfylli af steinselju, söxuð • 3 msk. olífuolía • 1/2 msk. turmerik • 1/2 msk. cumin • 1/2 msk. kóríanderduft hnífsoddur cayennapipar • salt Léttsteikið blóm- kálið með krydd- inu og bætið síðan papriku og tómötum út í. Þegar græn- metið hefur náð að blandast krydd- inu (passið að steikja ekki við mjög háan hita) þá er spínatinu blandað saman við og hrært. Spínatið á ein- ungis að hitna í gegn. Skerið kalt kjöt í litla bita og blandið öllu saman, kjötinu, steikta grænmetinu og fersku salati. Skerið tómat- ana í sneiðar og stráið steinseljunni yfir. Gott er að hrista saman ólífu- olíu, salt, timjan, sojasósu og smá sinnepi og hafa sem salatsósu. Verði ykkur að góðu. Gleðilega hátíð Glæsilegt úrval r, /V úra og skartgripa Töff demantsúr ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Sverrir eldar skötuna niðri í kjallara Til að forð- ast það að fylla húsið af skötulykt fyrirjólin. Sverrir Hermannssoxi heldur árlega skötuveislu F Eg hef haft það fyrir sið að elda skötu nokkrum dög- um fyrir jól alla mína bú- skapartíð. Þetta var siður hjá foreldrum mín- um þegar ég var að alast upp, “ segir Sverrir Hermannsson sem heldur skötuboð fyrir vini og vandamenn nokkrum dögum fyrir jól. „Ætli við verðum ekki ío eða 12 í skötuboðinu í ár en fjöldinn er breyti- legur milli ára þar sem nokkrir fjöl- skyldumeðlimir búa erlendis og eru ekki alltaf á landinu til að taka þátt. Þeir sem eru aldir upp við þennan sið vita ekkert skemmtilegra og nú eru líka tveir tengdasynir komnir í hóp- inn,“ segir Sverrir um skötuveisluna. Gestirnir í boðinu eru allir karl- kyns og Sverrir segir að það sé drukk- ið öl með og snafs en allt sem góðu hófi gegni. Sverrir býður líka upp á feitt hangikjöt með skötunni en sá siður þekktist við Djúp að hafa hangi- flot með skötunni og hún var síðan stöppuð með miklu af mörfeiti. „Það er mjög gott að hafa hangi- kjötið með og síðan býð ég bara upp á kartöflur.” Hvaleyri Setberg Hvaleyri Herra- og dömubuxur Herra- og dömustakkur Herra- og dömujakki ^'öhrauni 11 Garöab* Skata sem kallar fram tár og svita Sverrir segir að skatan sem hann fékk í æsku hafi verið svo vel kæst að fólk sem lagði sér hana til munns hafi tárast og svitnað. „Faðir minn byrjaði að skera börðin af i septemberogskat- an var orðin vel kæst í desemb- er. Það er ekki hægt að fá svo sterka skötu í dag,” segir Sverrir sem fær sína skötu í Fiskbúð Hafliða en í mörg ár fékk hann hana vestan frá Súgandafirði. Sverrir segir að skatan hafi aldr- ei verið borðuð heit nema á Þorláksmessu þegar hann var að alast upp og síðan var hún sett í form og höfð köld ofan á rúgbrauð sem honum fannst mjög gott og finnst Gefðu golffatnað enn. Hann gerir það enn í dag að setja afganga í mót og hefur ofan á brauð. Það eru orðin nokkur ár síðan Sverrir færði boðið . fram um nokkra daga. \ „Það var aðallega gert vo að skötuilmur- inn sé farinn úr húsinu áður en að jólingangaígarð.” Til að forðast það að fylla húsið af skötulykt þá eldar Sverrir skötuna niðri í bílskúr þar sem hann hefur svo heppilega aðgang að öllum helstu eld- hústækjum. Sverrir segir að hann sé þegar farinn að hlakka til að bragða á skötunni. Hann segir að hann sé enn ekki farinn að huga mikið að jólunum og segir að þau byrji hjá sér klukkan 6 á að- fangadagskvöld að gömlum sið. Ymislegt sem léttir lífið um jólin Helga Mogensen hjá Maður lif- andi segir að það sé mikilvægt, þrátt fyrir að allt sé leyfilegt yfir hátíðarn- ar þegar kemur að mat og drykk, að huga samt aðeins að heilsunni. „Eg myndi segja að regla númer eitt sé að drekka nóg af vatni. Það er líka sniðugt að drekka eitt vatnsglas með hverju rauðvínsglasi eða malti og appelsíni. Fólki líður ekki endi- lega vel eftir allan jólamatinn þar sem reykt kjöt inniheldur mikið af salti og því er nauðsynlegt að hjálpa líkamanum aðeins og drekka vatn.” Annað sem Helga segir að sé góð regla er að hafa nóg af grænmeti í boði. „Ég elda mikið af grænmeti og mér finnst gaman að steikja fullt af grænmeti og búa til indverska rétti þó að það séu jól. Það er líka sniðugt að elda góðan grænmetisrétt til að hafa með afgöngunum, það léttir aðeins á öllu kjötátinu og gerir matinn hollari.” Helga eldar sjálf lambalæri og hnetusteik á aðfangadagskvöld og hefur mikið af ofnbökuðu græn- meti með. „Mér finnst að sjálfsögðu gott að borða góðan mat en það sem mér finnst dýrmætast um jólin eru samverustundir með vinum og fjöl- skyldu.” Milli jóla og nýárs segir Helga að hún myndi kjósa að drekka góða heilsusafa á morgnana. Það er hægt að laga safann sjálfur í safapressu en það er líka hægt að eiga grænmetis- safa í flöskum í ísskápnum, til dæm- is gulrótar- og rauðbeðusafa. „Síðan er hægt að kreista smá engifer sam- an við þá og þeir eru gott jafnvægi við þungan mat og mikil sætindi.“ . Helga gefur góðar uppskriftir sem létta lífið um jólin. Góður detoxsafi fæst með því að blanda saman rauðrófusafa, granat- eplasafa og smá sítrónusafa og síðan kreista saman við engifer. Annar góður fæst með því að setja saman gulrótarsafa, 1 epli og hand- fylli af steinselju. Svona má lengi leika sér með grænmetissafana

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.