blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 26
26 FðSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006
blaðið
kolbrun@bladid.net
Eg hætti að trúa á jólasveininn
þegar mamma fór með mia í
verslunarmiðstöð og hann bað
mig um eiginhandaráritun.
ShirleyTemple
Afmælisborn dagsms
GIACOMO PUCCINITÓNSKÁLD, 1858
PEGGY ASHCROFT LEIKKONA, 1907
Mannúð og
morð
Hjá Jentas kemur út bókin Upp-
reisn án landamæra eftir Marc
Vachon og Francois Bugingo.
Þetta er saga
af götustráki
og skúrki
sem sneri við
blaðinu og nýtir
reynslu sína úr
undirheimum
Montreal til að
helga líf sitt
hjálparstarfi
og mannúðarmálum. Marc Vac-
hon gerðist verkefnastjóri hjá
Læknum án landamæra en hefði
allt eins getað eytt ævinni í fang-
elsi fyrir ofbeldi og eiturlyfjasölu.
Hann hefur unnið við hjálparstörf
síðastliðin sautján ár og starfar
um þessar mundir í Senegal fyrir
UNICEF.
Jentas sendir einnig frá sér bók-
ina Beitt áhöld eftir Gillian Flynn.
Þetta er sálfræðileg spennusaga
um blaðakon-
una Camille
Preaker. Hún á
við vandamál
að stríða sem
fær hana til
að skera sig
með beittum
áhöldum. Þegar
tvær stelpur
finnast myrtar á slóðum bernsku-
heimilis hennar í Missouri, er hún
send á staðinn. Samskipti Ca-
mille við fjölskyldu sína í Missouri
eru næstum því eins óhugnanleg
og morðin sem hún er að skrifa
um. Er hún sjálf og fjölskylda
hennar flækt í málið? Bók um
myrka glæpi og enn dekkri sálir.
Saklaus er spennusaga eftir
Harlan Coben sem Jentas
gefur út. Matt Hunter urðu á
mistök ungum og borgaði fyrir
manni. Allt I einu
með fangavist.
Þegar hann
er sloppim út
aftur fær hann
undarlegar
mynchr sendar
sem virðast
sýna eigtnkonu
hans með
ókunnum karl-
er hann korninn
á flótta undan lögregkmni. Inn
í söguna flóttast síðan týndur
nektardansari, dauður gangster
og myndskeið sem ekki þolir
dagsins Ijós. Harlan Coben er
margverðlaunaður spennusagna-
höfundur og er þetta hans fyrsta
bók sem út kemur á íslensku.
Glæsilegt úrval ?'r
úra og skartgripa
ÚRSMÍÐAMEISTARI
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
Arnar Jónsson
„Skilaboöin eru þau
að þaö sé varhuga-
vert að hafa ekkert
til aö trúa á sér æðra
og aö manneskjan
geti ekki tekið til sín
allt vald.“
Sýning fyrir augu og eyru
ólaleikrit Þjóðleikhússins
árið 2006 er Bakkynjur eft-
ir gríska snillinginn Evri-
pídes. Frumsýning verður
26. desember og er þetta í
fyrsta sinn sem verkið er sýnt á Is-
landi og í nýrri þýðingu Kristjáns
Árnasonar.
I verkimi segir frá því þegar guð-
inn Díónýsos, öðru nafni Bakkos,
kemur til Þebuborgar til að minna
borgarbúa á guðlegan uppruna sinn.
Þegar Penþeifúr, konungur borgar-
innar, neitar að taka Díónýsos í sátt
lætur Díónýsos reiði sína bitna á
konungsfjölskyldunni. Stefán Hall-
ur Stefánsson fer með hlutverk Dí-
ónýsosar og Ólafur Darri Ólafsson
leikur Penþeif konung.
Erfiður viðsnúningur
Meðal annarra leikenda í sýning-
unni er Arnar jónsson sem fer með
hlutverk Kaðmosar, föður Penþeifs.
Hann segir þetta leikrit Evripídes-
ar vera nokkuð óvenjulegt þegar
grísku gullaldarleikskáldin eiga í
hlut. „Þetta er eina verkið þar sem
guðinn sjálfur Díónýsos mætir sjálf-
ur á svæðið í mannslfki. Verkið hefst
nánast sem farsi en spinnur sig síð-
an niður í gífurlegan harm. Að þessu
leyti er það erfitt í meðförum vegna
þess að hættan er sú að ef tekin er
mjög skörp lína í gamanleik og bú-
in til sériega fyndin sýning er hætt
við að menn lendi í verulegum vand-
ræðum með að kúvenda þegar hinn
harmræni þáttur tekur við,“ segir
Arnar. „Sonur minn sagðist hafa séð
sýningu á leikritinu í London þar
sem menn ætluðu að gera það að
farsa en þeir lentu í hreinustu vand-
ræðum þegar lengra var komið inn í
verkið. Þá varð viðsnúningurinn svo
erfiður að það varð fáránlegt. Þarna
er lína sem er mjög erfitt að feta.“
Forvitnileg sýning
Leikstjóri sýningarinnar, Gi-
orgos Zamboulakis, kemur frá
Grikklandi og sömuleiðis Than-
os Vovolis sem er höfundur
leikmyndar, búninga, gerva og
grímna. „Þessir tveir menn ganga
til verksins mjög vel undirbúnir
og vita hvað þeir eru að gera. Þeir
koma með hlutina tilbúna og eru
næstum eins og kvikmyndahöf-
undur sem er búinn að skapa sína
mynd sem leikarar og aðrir verða
að passa inn í.“
Er það ekki erfitt fyrir skapandi
leikara?
„Það er öðruvísi. Þá hefur maður
minna svigrúm en um leið er um
að gera að nýta það mjög vel. Á móti
kemur að maður er ekki í vafa um
hvaða leið Zamboulakis og Vovolis
eru að fara og það er að mörgu leyti
spennandi að fylgjast með vinnu
þeirra, hvað þeir leggja áherslu á
og svo framvegis. Það kom mér
skemmtilega á óvart hvað leið þeir
hafa valið."
Hvað er sérstakt við þessa upp-
fœrslu?
„Þarna nálgast maður hlutina að
sumu leyti utan frá, það er að segja
formið verður til fyrst, bæði í hreyf-
ingu og ytri umbúnaði og síðan
er reynt að ná tökum á öllu þessu
mikla söguefni. Það er heilmikil
saga í gangi og megináherslan er að
koma því trúverðuglega til skila á
okkar timum að guðinn sé mættur á
staðinn og að reiði hans sé að bitna á
manneskjunum. Skilaboðin eru þau
að það sé varhugavert að hafa ekkert
til að trúa á sér æðra og að manneskj-
an geti ekki tekið til sín allt vald.“
Hvernig hefur leikritið elst?
„Ég las þetta leikrit fyrir fjölmörg-
um árum en fannst mjög skemmti-
legt að koma að því aftur. Hvort
það hefur elst vel eða illa, held ég að
fari töluvert eftir því hvernig menn
nálgast það. Ég held að þetta verði
mikil sýning fyrir augu og eyru.
Hún gæti orðið mjög forvitnileg.“
Dreyfus sakfelldur
Á þessum degi árið 1894 var
franski liðsforinginn Alfred Dreyf-
us safelldur af herrétti fyrir land-
ráð en hann var talinn hafa komið
hernaðarlegum upplýsingum til
Þjóðverja. Mál hans skók franskt
þjóðfélag og skipti þjóðinni í tvo
hópa. Á myndinni sést þegar Dreyf-
us var sviptur heiðursmerkjum og
sverð hans tekið af honum og brotið.
Dreyfus hrópaði hvað eftir annað
að hann væri saklaus en mannfjöldi
krafðist dauðarefsingar og blaða-
menn kölluðu hann Júdas. Dreyfus
var dæmdur í lífstíðarfangelsi á
Djöflaeyjunni.
Rithöfundurinn Emile Zola skrif-
aði opið bréf í dagblað undir fyrir-
sögninni: Jaccuse þar sem hann
sagði samsæri vera í gangi í Dreyfus-
málinu og kom því þannig í heims-
pressuna. Seinna játaði yfirmaður
Dreyfus, Esterhazy greifi, að vera sá
seki. Mál Dreyfus var tekið fyrir að
nýju. Dreyfus var fundinn sekur á
ný en var þó látinn laus tíu dögum
síðar, og mannorð hans hreinsað að
fullu.