blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞÉR? Borgar þessi umfjöllun sig? „Það borgar sig að fá sannleikann fram þegar um er að f0|k@bladid net ræðaliffólksogfjármunialmennings." Þórir Guðmuitíisson, Fréttastjóri Stöðvarl Umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss um starfsemi Byrgisins hefur verið áberandi undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Stjórnendur þáttarins hafa verið sakaðir um að borga viðmælendum sínum með pen- ingum og eiturlyfjum. HEYRST HEFUR... Jónas Kristjánsson fjallar um Byrgismálið svokallaða og vinnubrögð fréttaþáttarins Kompáss á heimasíðu sinni. Jónas segir meðal annars að þau vinnu- brögð sem aðstandendur þáttarins notuðu séu alls ekki nógu vönduð og að hann sjálfur myndi alla vega ekki kenna slík vinnubrögð á námskeiði sem hann kennir í rannsóknarblaðamennsku í Háskólanum í Reykjavík. Jónas veltir fyrir sér hvort tilgang- urinn helgi meðalið þegar kemur að því að borga fyrir uppljóstranir. Hann segir líka að samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum rýrni fjölmiðlar i áliti við notkun á slíkum vinnubrögðum. Iólatónleikar Xins 977, Xmas 2006, voru haldnir á miðviku- dagskvöld á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Dr. Spock, Dikta og Lay Low voru aðeins hluti af þeim listamönnum sem fram komu en tón- leikarnir eru löngu orðnir aðárlegumvið- burði. Flestar afhelstu rokksveitum landsins hafa komið þar fram og spilað jólalög með sínu nefi, en aðgangseyrir tónleikanna rennur ávallt til BUGL. Veðurofsinn virðist hafa aftrað fólki frá því að flykkjast á staðinn á miðvikudag, en mæt- ingin þótti heldur dræm. Það var ekki fyrr en undir lok tónleik- anna sem áhorfendahópurinn fór að þéttast, en hljómsveitirnar létu það ekki á sig fá og þóttu standa sig mjög vel. Þuríður Helga Jónasdótt- ir gefur góð ráð um allt sem viðkemur heimilinu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matseld og lausn- um fyrir heimili. ■ Starfið mitt Ráð fyrir allt sem viðkemur heimilinu „Ég var að gefa ráð við því hvernig best er að ná tjöru úr gólfteppi," segir Þuríður Helga Jónasdóttir sem starfar á Leiðbeiningastöð heimil- anna þegar Blaðið hafði samband við hana. Þuríður stendur þessa dagana vaktina á stöðinni en framkvæmda- stjóri hennar er Hjördís Edda Brodda- dóttir en hún er nú í fæðingarorlofi. Það er Kvenfélagasamband Islands sem rekur Leiðbeiningastöðina og hefur gert síðan 1963. Helsta hlutverk hennar er að veita fólki ráðleggingar um ýmislegt sem viðkemur heimil- inu og matseld auk þess sem stöðin veitir einnig ráðgjöf þegar kemur að því að fjárfesta í heimilistækjum. Alltaf meira að gera fyrir stórhátíðir „Fyrirspurnirnar sem við fáum eru mjög árstíðabundnar og það er alltaf meira að gera fyrir stórhátíðir,” segir Þuríður. „Á haustin er mikið spurt um sultu og sláturgerð og nú fyrir jólin um meðferð jólasteikarinnar og hvernig best sé að glíma við bletti.” Þuríður er menntuð sem innan- hússarkitekt en hefur alltaf haft áhuga á matseld og lausnum fyrir heimilið. Á Leiðbeiningastöðinni hefur safnast upp mikið magn upp- lýsinga og þegar hún veit ekki svarið er lítið mál að fletta því upp. Gæði heimilistækja og ráð á póstkortum Leiðbeiningastöðin veitir líka þeim sem eru að fara að fjárfesta í heimilistækjum ráð. Stöðin er með neytendakannanir og gæðaprófanir um heimilistæki frá Bretlandi, Þýska- landi og Skandinavíu. „Fólk hringir mikið til að fá upplýsingar um hin og þessi tæki, virkni þeirra og gæði um- fram önnur og ég er stundum hissa hversu mikla hugsun fólk leggur í að velja þvottavél eða uppþvottavél. Við getum svarað því hvernig tæki hafa reynst og hvernig þau hafa staðist gæðapróf" Stöðin hefur einnig gefið út þrjú mismunandi spjöld með upplýs- ingar um mælieiningar, þvottaleið- beiningar og geymsluþol matvæla. Síðan hafa nýverið verið gefin út póst- kort sem eru með sérhæfðari upplýs- ingum um matargerð, bakstur ogþrif. Eitt kortið er t.d. með upplýsingar um sósugerð og svarar spurningum eins og hvað á að gera þegar sósan brennur við eða er of sölt.” Það er gamalt húsráð að setja hráa skrælda kartöflu ofan í sósu eða súpu sem er of sölt, kartaflan sýgur í sig saltið og lagar þannig sósuna. Þegar sósan brennur við er mikilvægt að hræra ekki upp í botninum og hella því sem bjargað verður í annan pott og hita upp við vægan hita,“ svarar Þur- íður og bætir við að hún hafi mikla ánægju af því að geta aðstoðað fólk með vandamál sín eða fyrirspurnir. Númerið á Leiðbeiningastöð heim- ilanna er 9082882 og síminn er op- inn alla virka daga milli 9.00 og 12.30 nema á föstudögum, þá er opið milli 14.00 og 18.00. Á vefnum www.kven- felag.is er líka að finna upplýsingar um Leiðbeiningastöðina. Og til að ná tjöru úr gólfteppi er besta leiðin að mýkja blettinn með olíu eða smjöri og fjarlægja hann síðan með hreinu bensíni. SU DOKU talnaþraut 2 6 9 8 1 3 5 7 4 1 5 3 6 7 4 8 2 9 4 7 8 5 9 2 3 6 1 5 8 1 4 2 9 6 3 7 3 2 7 1 5 6 9 4 8 6 9 4 3 8 7 1 5 2 7 1 6 9 4 5 2 8 3 8 4 5 2 3 1 7 9 6 9 3 2 7 6 8 4 1 5 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri llnu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers n(u reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 1 6 2 8 5 3 6 4 7 9 1 5 6 8 9 4 7 5 4 5 2 8 1 5 3 6 4 7 3 9 4 1 7 Ég hélt að ég hefði gert þeim Ijóst að þeir þurftu að skila sér í skálina fyrir klukkan átta! Á förnum vegi Borðar þú skötu? Áróra Pálsdóttir, eldri borgari „Já, já, ég borða hana meira að segja oft á ári.“ Hafsteinn Jónsson, eldri borgari „Já, hún er alveg fyrsta flokks fæði.“ Andrea Fanney Ríkharðsdótt- ir nemi „Ég borðaði skötu í fyrra en veit ekki hvort ég borða hana í ár.“ Atli Örn Egilsson nemi „Nei, ég hef smakkað hana og fannst hún vond.“ Víkingur Guðmundsson nemi „Já, mér finnst hún fín.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.