blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 28
28 FOSTUDAGUR R 2006 Lay Low fékk gull Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, tær athenta gullplötu til marks um sölu á 5.000 eintökum af frumburði hennar Ple- ase Don't Hate Me í vikunni. blaöiö Porláksmessutónleikar Hljómsveitin Baggalútur heldur veglega Þorláksmessutónleika I Iðnó á Þor- láksmessu klukkan 22:10. Rás 2 útvarpar tónleikunum I beinni útsendingu og verður Ólafur Páll Gunnarsson umsjónarmaður og kynnir. Tónleikarnir verða endurfluttir á Rás 2 að kvöldi jóladags klukkan 22:10. Ragnheiður syngur í Von Ragnhetour Gröndal heldurtón- leika í Von, Efstaleiti 7, á Þorláks- messu. Ragnheiður er lands- mönnum að góðu kunn fyrir söng sinn á undanförnum árum þótt hún sé aðeins 22 ára gömul og hefur hún hlotið verðskuldaða virðinau almennings og gagnrýnenda. A dögunum gaf Ragnheiður út plöt- una Þjóðlög með Hauki Gröndal, bróður sínum, og mun Ragnheiður flytja lög af plötunni á tónleikunum í bland við annað efni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. ;ona Möguleikamir óþrjótandi lerið er ótrúlega heill- andi efni sem býður upp á óendanlega möguleika. Ég get ekki almennilega út- skýrt töfrana sem efnið býr yfir en eftir að ég kynntist því árið 2001 hef ég lítið unnið með annað,“ seg- ir Hildur Símonardóttir glerlistak- ona en hún opnaði á dögunum nýtt glerlistagallerí að Miklubraut 68 þar sem hún selur eigin verk. „Ég býtil allt mögulegt, bæði nytjahluti og ýmsa skrautmuni, til dæmis vasa, kertastjaka, diska og heilmik- ið af myndum.“ Hildur vann áður mikið í leir en hún segir þá vinnu töluvert frábrugðna glervinnunni enda taki glerhlutirnir mun styttri tíma í allri vinnslu. „Ég byrja á því að búa til mín eigin mót, mér finnst það miklu skemmtilegra en að kaupa þau tilbúin. Svo sker ég glerið í mótið og brenni það í sérstökum ofni sem fer upp í 700- 8oo°C. Við allan þennan hita bráðn- ar glerið og mótast í forminu," seg- ir Hildur og bætir við að það sé heilmikil kúnst að brenna glerið rétt. „Glerið er mjög vinsælt um þessar mundir og nokkuð margir listamenn hér á landi sem eru að fást við það. Ég á alltaf verk á lag- er en mér finnst skemmtilegra að búa til hlutina jafnóðum. Ef fólk biður um eitthvað sérstakt þá hef ég reynt að verða við þeim óskum. Sumir sjá kannski einhvern hlut sem þá langar í hérna hjá mér en langar kannski að eiga hann í öðr- um lit og þá er það ekkert mál.“ Hildur segir hugmyndirnar koma úr öllum áttum. „Það er erf- itt að rekja nákvæmlega uppruna þeirra en þær detta oftast inn hjá mér nokkuð fyrirhafnarlaust,“ seg- ir Hildur að lokum og býður alla velkomna í Gallerí Símón.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.