blaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006
blaðið
HVAÐ MANSTU?
1. Hvers vegna reisti Þorvaldur Stefánsson bóndi Óskari Björnssyni níöstöng?
2. Hvenær fékk ísland heimastjórn?
3. Hverjum gerði Alex Ferguson tilboö sem hann gat ekki hafnað?
4. Hvað heitir flutningaskipið sem strandaði við Sandgerði?
5. Hvaða litir eru í fána Álandseyja?
GENGI GJALDMIÐLA
Svör:
J5 ^ r o
i—■ SZ. C\J CO LO
Bandaríkjadalur
Sterl ingspund
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Evra
KAUP
69.56
136,63
12,28
11,25
10,20
91.57
SALA
69,05
137,29
12,35
13,31
10,26
92,09
Bókhald fjármálastofnana í evrum:
GEORG jENSEN
Glæsilegt úrval -v ?V
úra og skartgripa
ÚRSMÍÐAMEISTARl
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
KAUPA
/SELJA
blaðiðn
SMAAUGLYSINGAR@BLAOID.NET
Ekki kjarabót í bráð
■ Aðeins fyrsta skrefið ■ Auðveldara fyrir Straum-Burðarás en stóru bankana ■ Hangir allt saman
.n
ti í bráð Evrópuvæðing
bankanna er talin skila kjara-
bótum til neytenda þegar til
lengri tíma er litið.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Stækkandi bankar og útrás þeirra
kemur til með að skila kjarabótum
til ney tenda. Sú þróun hefur þegar átt
sér stað. Þetta er aðeins fyrsta skrefið
af mörgum sem bankarnir taka i út-
rás sinni,“ segir Ingólfur Bender hjá
Greiningu Glitnis. Straumur-Burð-
arás hefur tilkynnt að framvegis
verði bókhald bankans fært í evrum.
Ingólfur telur líklegt að aðrir við-
skiptabankar fylgi í kjölfarið og þar
verði Kaupþing fyrst i röðinni
Meira mál
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður Greiningardeildar Lands-
bankans, er ekki jafn sannfærð
um að aðrir viðskiptabankar muni
fara að dæmi Straums-Burðaráss.
„Að Straumur ákveði að fara yfir í
evrur veldur því ekki endilega að
aðrir fari yfir. Hann er tiltölulega
lítill banki og fyrir hina bankana er
þetta miklu meira mál,“ segir Edda
Rós. „Munurinn liggur einkum í
því að meirihluti viðskipta þeirra er
í erlendum gjaldmiðli en hinir lúta
ákveðnum reglum varðandi lausa-
Aukin útrás,
stærri einingar
og bókhald
í evrum mun
halda áfram
Ingólfur Bender,
hjá Greiningu Glitnis
Ákvörðun
Straums veldur
ekki endilega að
aðrir fari yfir.
Edda Rós Karlsdóttir,
forstöðumaður
Landsbankanum
fjárstýringu og gjaldeyrisjöfnuð.
Stóru bankarnir þurfa að hugsa
þetta lengra þar sem þeir eru með
það mikið eigið fé að ákvörðunin
hefur gríðarleg áhrif á markaðinn."
Hangirallt saman
Aðspurð telur Edda Rós að mun
fleiri atriði þurfi að koma til svo
að vextir hér á landi fari lækkandi.
Hún ítrekar að vextirnir tengist
þeim gjaldmiðli sem hér er.
„Vextir lækka ekki við það að bank-
arnir færi bókhald sitt í evrum en
það er hins vegar hluti af heildarferl-
inu. Bankarnir hafa áhuga á að færa
sig yfir í evrur, það er engin spurn-
ing. Það þarf hins vegar meira að
koma til og þetta hangir allt saman,“
segir Edda Rós. „Því stærri sem
fyrirtækin eru því vandasamara er
ferlið vegna þess að stóru fyrirtækin
hafa áhrif á allt kerfið I heild. Þetta
er ekki að fara að gerast á morgun."
Mun skila sér
Ingólfur segir aukna hagræð-
ingu og stærri einingar til þess
fólgnar að auka þjónustustig og
bjóða betri kjör. „Utrás bankanna
mun halda áfram og jafnvel munu
erlendar fjármálastofnanir fjár-
festa hér. Aukin útrás, stærri ein-
ingar og bókhald í evrum mun
halda áfram að skila kjarabótum
til neytenda, líkt og verið hefur.
Sú þensla sem hér ríkir mun hins
vegar áfram hamla vaxtalækk-
unum,“ segir Ingólfur.
Jólin koma. Ættingjar og vinir hittast og gleöjast saman
yfir margskonar jólagóðgæti. Hellmann's® majónes er
eitt af því sem fullkomnar jólamatreiðsluna og gerir
árangurinn ómótstæðilegan. Flauelsmjúk áferð, besta
hráefni og ósvikin bragðgæði. Gleðileg jól.
Efþúátt afgang af kalkúna um
jólin geturðu gertþetta góða salat.
Kalkúna-waldorf-salat
'/2 bolli Hellmanns's® Mayonnaise
1 msk sltrónusafi
'/2 tsk salt
2 bollar af elduðum kalkúna eða
kjúklingi i teningum
1 stórt epli, afhýtt
og kjarnahreinsað
/2 bolli sellerí, sneitt
1/3 bolli rúsínur eða þurrkuð
trönuber
'A bolli laukur, fínt sneiddur
(má sleppa)
Ristaðar valhnetur, saxaðar
(má sleppa)
Hrærið majónes, sítrónusafa og
salt í skál. Blandið öllu öðru en
hnetum vel saman við. Stráið
hnetum yfir salatið. Kælið ef vill.
Göt á botninum Nú þegar hefur svartolía lekið úrtönkum flutningaskipsins
en ekki er vitað hversu mikið magn.
Olíuleki eftir strandið við Sandgerði:
Ovíst hve mikið
hefur lekið út
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Fullt af liði er á staðnum að meta að-
stæður en lætin í veðrinu trufla veru-
lega. Einhver olía er byrjuð að leka.
Öll strandlengjan og fiskimiðin í
kring eru mjög dýrmæt og því gíf-
urlegt umhverfisslys ef þetta fer á
versta veg,“ segir Reynir Sveinsson,
slökkviliðsstjóri Sandgerðis. Reynir
telur að ef skipið þolir áhlaup næt-
urinnar þá geti menn andað rólegar
en óneitanlega valdi það áhyggjum
hversu mikið verkið tefst.
Tómas J. Knútsson, varaformaður
umhverfisráðs Sandgerðisbæjar,
telur mikilvægt að framkvæmdum
verði flýtt eins og auðið er. „Að-
gerðir hér má ekki flækja neitt því
það verður að koma olíunni frá
borði hið fyrsta. Fiskimiðin hér
eru ein af þeim ríkustu og það yrði
hreint stórslys ef olían rynni út. Ég
vil ekki sjá þetta grotna hérna niður
í fjörunni," segir Tómas.
Hávar Sigurjónsson, upplýsinga-
fulltrúi Umhverfisstofnunar, segir
óljóst hvenær hægt verður að hefja
dælingu úr tönkum skipsins. Nú
þegar er byrjuð að myndast olíu-
brák á sjónum. „Úr lofti má greina
tvo bletti þar sem svartolía hefur
lekið út. Það eru göt á botninum
þar sem svartolían er geymd og
eitthvað af henni hefur lekið út.
Hversu mikið vitum við ekki,“ segir
Hávar. „Vonandi náum við að kom-
ast að þessu fljótlega. Brimið núna
er kostur hvað varðar olíubrákir og
veðrið er þannig að fjöldi fugla er í
lágmarki."