blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. JANUAR 2007 blaöiö folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Konu sem forsætisráð- herra í vor? „Ég er alltaf fylgjandi góðum árangri kvenna þannig að það er allt mögulegt í þessum efnum. En þetta er seinni tíma spursmál." Katrín fakobsitóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar — græns fratnboðs Vinstri grænir boða kvenfrelsi sem eitt af sínum aðalstefnumálum. Hér á landi hefur kona aldr- ei gegnt stöðu forsætisráðherra, en fari svo eftir kosningar næsta vor að stjórnarandstöðu- flokkarnir myndi meirihluta, gerir Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tilkall til forsætisráðherrastólsins. I Kryddsíldinni síðastliðið gamlárskvöld vildi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hins vegar meina að hann væri ekki síður vel að honum kominn. hjmw Inga María er nýráðin til starfa hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mest heillandi við lögreglustarfið er hversu fjölbreytt það er. Mynd/Steimmn Astmindsdóttir Vv- ■ - Jk " T' * „ SÉsSIÉÍÍÍSlfg „Langaði alltaf að verða lögga" HEYRST HEFUR... \T ý auglýsingaherferð X N Kaupthings hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, meðal annars hafa verið vangaveltur um hversu marga peninga auglýsingin með John Cleese kunni að hafa kostað. Fólk virðist vera orðið frekar þreytt á glansmynd- arímynd- arsköpun bankanna sérstaklega í ljósi þess að flestir eru hvort sem er bundnir bankanum sínum órjúfanlegum böndum í formi skulda. Nú gengur manna á milli kostulegur fjöldapóstur þar sem búið er að gera stílfæringar á annars smekklegum auglýsingum Kaupthings. Auglýsingarnar sýna grátandi fólk og slag- orðin segja til dæmis: Torfi Halldórsson skuldar milljónir hjá Kaupþingi. Grínið gerir kannski skuldahala og þunga vaxtabyrði eilítið léttari að bera. Eitt vinsælasta áramóta- mótaheitið um þessi áramót er eins og árin sem á undan fóru: Að taka heils- una í gegn. Þrátt fyrir að Islendingar séu alltaf fleiri og fleiri að gera heils- una að „lífsstíl“ eru átökin enn til staðar og janúarmán- uður sá vinsælasti í þeim efnum. Heilsuátakið teygir sig yfir í netheima þar sem vefritarar blogga um sigra og vonir í tengslum við átökin. Sigmar í Kastljósinu er meðal þeirra sem eru í heilsuátaki og er þegar farinn að finna mikla breytingu á sér eftir fyrsta dag- inn í átakinu og er það öðrum mikil hvatning til að taka sig á og setja heilsuna í fyrsta sætið. Það er draumastarf margra í æsku að verða lögga þegar þeir verða stórir. Inga María Warén Arnadóttir átti sér þann draum þegar hún var lítil en lagði hann reyndar á hilluna og lærði tækniteiknun og starfaði við það. Það var síðan fyrir rúmu ári að hún fann að draumurinn um að starfa sem lögreglumaður blund- aði enn með henni og hún dreif sig í Lögregluskólann í byrjun árs 2006. „Eg ákvað að prófa að fara í inn- tökuprófið og komst inn og þá var ekki aftur snúið. Námið er mjög skemmtilegt og þetta var frábær tími þar sem maður fær tækifæri til að prófa ýmsa hluti sem maður hefur aldrei fengið tækifæri til að prófa áður,“ segir Inga María. I sumar starfaði hún hjá lögreglunni í Hafnarfirði í fjóra mánuði sem hluta af námi sínu. Inga María segir að það hafi einu sinni komið fyrir að hún hafi efast um hvort starfið hent- aði henni en það var þegar hún var, nú í sumar, farþegi í lögreglubifreið sem valt á leið í útkall. Inga María ákvað þó að láta slíkt ekki á sig fá og hún útskrifaðist 8. desember sl. I framhaldinu réð hún sig til starfa hjá lögreglunni á Egilsstöðum. „Ég hóf formlega störf 3.janúar og er búin að vinna tvær vaktir. Mér líst mjög vel á starfið og það er bæði fjölbreytt og spennandi auk þess sem samstarfsfólk mit.t er einstak- lega hjálplegt og skemmtilegt.“ Hnífstunga á fyrsta degi Inga María hefur þegar fengið að kynnast ýmsu í nýja starfinu og á sinni fýrstu vakt má segja að hún hafi stokkið beint í djúpu laug- ina. „Ég tók að mér aukavakt á gamlársdag og fyrsta útkallið sem ég sinnti var hnífstungumál á Kára- hnjúkum. Það hafði orðið rifrildi á milli tveggja manna sem endaði með hnífstungu. Við fórum fjögur á vettvang, þannig að ég fékk að fylgjast með, enda erfitt að takast á við svona alvarleg mál. Þetta er nú ekki daglegt brauð þegar kemur að löggæslu í umdæminu en lær- dómsríkt og verður sennilega til þess að fyrsta vaktin verður þeim mun minnisstæðari í mínum huga,“ segir Inga María. Rannsóknarstörf heilla Inga María segir að það sem sér hafi fundist einna mest heillandi við lögreglustarfið væri hversu fjöl- breytt það er. „Þú veist aldrei hvað hver dagur ber í skauti sér. Starfið hér á Egilsstöðum er frekar ólíkt því sem gengur og gerist í Reykjavík til að mynda, þar sem umdæmið er mjög stórt og lögreglan sinnir fjöl- breyttum verkefnum, meðal annars í tengslum við tollgæslu.“ Hjá lögreglunni á Egilsstöðum starfa þrjár konur og sex karlar þannig að hlutfall kvenna í umdæm- inu er frekar hátt og Inga María segir að það sé hæsta hlutfall kvenna í lög- regluumdæmi sem þekkist á landinu. Inga María hlær þegar hún er spurð að því hvort draumurinn sé ekki að verða rannsóknarlögregla í framtíðinni og hvort það sé ekki draumur sem blundi í öllum lögreglu- mönnum. „Það er aldrei að vita hvað maður gerir þegar fram líða stundir. Rannsóknir eru mjög heillandi en fyrst um sinn ætla ég að einbeita mér að þessu nýja starfi. Ég er enn að læra þannig að allt getur breyst." Hvað bar hæst í vikunni? Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður TV /Tér þótti niðurstaða Hér- 1.VI. aðsdóms Reykjavíkur í Kjarvalsmálinu vera stórmerki- leg. Þarna er verið takast á um athyglisverða hluti og grunnur heils listasafns stendur og fellur með þessum dómi. Þetta er stórt mál og það verður athyglisvert að fylgjast með framhaldinu." Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins Hæst hjá mér hefur borið að síðustu útvarpsstöðvarnar sem reyndu að þrífast fyrir utan 365 voru keyptar af veldinu. Eina ferðina enn hefur 365 keypt upp alla samkeppni á markaðinum. Að öðru leyti var vikan nokkuð tiðindalaus hvað mig varðar." Örn Árnason, leikari og flugeldasali Mér fannst stórmerkilegt að þeim skyldi takast að klára að dæla olíunni úr flutningaskip- inu Wilson Muuga. Þegar maður sá skipið á strandstaðnum var erfitt að ímynda sér að það væri hægt. En þeim tókst það og afstýrðu með þvi gríðarlegu umhverfisslysi." SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 7 9 5 5 6 9 1 9 2 3 7 8 2 6 2 5 1 6 8 4 5 6 2 3 7 4 3 7 9 5 2 4 6 4 6 1 3 7 2 5 8 9 5 2 8 4 6 9 3 7 1 7 9 3 5 8 1 6 2 4 2 5 4 9 1 3 8 6 7 3 7 6 2 4 8 9 1 5 8 1 9 7 5 6 4 3 2 9 4 2 6 3 7 1 5 8 1 3 5 8 2 4 7 9 6 6 8 7 1 9 5 2 4 3 eftir Jim Unger 3-17__________________© LaughingStock Intemational Inc./dist. by Uniled Media, 2004 Ég er löngu buinn að gleyma hversu gamall ég er, held ég sé um 22 ára.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.