blaðið - 06.01.2007, Side 27
blaöiö
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 27 -
Nú er runninn upp
sá tími þegar fólk
leggur mikið upp
úr því að ná af sér
aukakílóunum
sem það nældi
sér í yfir jól og
áramót. Þessa dagana leggur þjóðin
því í auknum mæli leið sína í lík-
amsræktarstöðvar. „Það er kannski
í eðli fslendingsins að taka allt með
stæl, fara allt eða ekkert leiðina.
Á þessum árstíma þegar fólk var
kannski tvær vikur í veisluáti þarf
breytingin hins vegar ekki að fel-
ast í algjörum viðsnúningi heldur í
varanlegum litlum breytingum hér
og þar. Það þýðir ekkert að fara í
skyndihjálp í janúar og slaka síðan
á fram að næstu jólum," segir Ág-
ústa fohnson, líkamsræktarþjálfari
og framkvæmdastjóri líkamsrækt-
arstöðvarinnar Hreyfingar. „Oft er
það þannig að fólk týnir sér í góðgæt-
inu og fer út yfir skynsamleg mörk.
f kjölfarið fer því að líða illa og vill
breyta mataræðinu. Þá fer það að
fylla matarkörfuna af gulrótum og
káli og ætlar að byrja nýtt líf en það
gengur yfirleitt ekki því hið mikil-
væga jafnvægi skortir. Það fer að
síga á ógæfuhliðina og fólk fer aftur
í sama farið. Ég boða hins vegar
skynsömu leiðina því það er hún
sem virkar til lengri tíma.“
Ertu ekki meinlœtakona í
matarœði?
„Nei, ég er alls ekki meinlætakona.
Ég hef mikinn áhuga á hollustu í
víðum skilningi. Það er lífsnauðsyn
fyrir mig að hreyfa mig reglulega
en ég hef ekki gaman af því að æfa
á öfgafullan hátt þannig að ég sé
sífellt undirlögð af strengjum og
þreytu. Ég vil hreyfa mig fyrst og
fremst til að mér líði vel.
Ég hef haft að leiðarljósi að allt er
best í hófi. Ég er hins vegar nautna-
seggur og það er ekki síst þess
vegna sem ég leiddist í upphafi út í
líkamsræktina. Ég fann að ég varð
að hreyfa mig til að geta borðað það
sem mig langaði í. Á hverjum ein-
asta degi fæ ég mér súkkulaðimola.
Ég fæ mér dökkt súkkulaði sem mér
finnst langbest og fæ mér lítið. Þegar
ég var yngri átti ég til að klára allan
nammipakkann. Svo eldist maður
og þroskast og lærir að það er nóg
að fá sér lítið til að líða vel. Maður
finnur að maður getur ekki boðið
líkamanum upp á hvað sem er.“
Jarðbundin kona
Þú ert ekki bara líkamsræktar-
þjálfari heldur líka framkvæmda-
stjóri stórs fyrirtækis. Er viðskipta-
heimurinn ekki harður heimur?
„Harður heimur en skemmtilegur.
Ég kenni tvisvar í viku þannig að
aðalstarf mitt er sem framkvæmda-
stjóri. Það á vel við mig. Ég er komin
af viðskiptafólki, faðir minn er fyrr-
verandi forstjóri Heimilistækja. Við-
skiptaáhuginn er kannski svolítið
í blóðinu. Ég stofnaði líkamsrækt-
arstöð árið 1986 þegar sú starfsemi
var að hefjast á íslandi. í dag er þessi
vakning komin á mjög skemmtilegt
stig og er orðin að alvöru bisness en
þegar ég var að hefja starfsemina var
litið á hana eins og kjánalegt sprikl
hjá einhverjum stelpum.“
Við höfum verið að tala um mik-
ilvægiþess að rækta líkamann en
hvað með sálina?
KAUPA
5ELJA
GíEFA
ÞIGGXA
5KJPTA
blaöið'-
SMAAUQLYSINQAR@8LAD1IXNET
„Að rækta líkamann hjálpar sálar-
ástandinu. Við hjá Hreyfingu höfum
unnið með Geðrækt og öðrum sam-
tökum þar sem fólk glímir við and-
lega erfiðleika. Við sjáum hversu
mikil áhrif líkamleg hreyfing hefur
til batnaðar. Margir geðlæknar og
sálfræðingar eru beinlínis farnir að
beina því til skjólstæðinga sinna að
hreyfa sig reglulega. Ég er sannfærð
um að með því að hreyfa sig reglu-
lega þá stuðlar maður að auknu
andlegu heilbrigði. Sjálf hef ég alltaf
verið mjög bjartsýn og í góðu and-
legu jafnvægi. Ég held að hluti af því
að ég er þannig sé vegna þess að ég
hef alltaf hreyft mig mikið.“
Ertu mjögjarðbundin kona?
„Já, ég er það. Ég á til mína róm-
antísku hlið en mér finnst róman-
tík ekki þurfa að vera í einhverjum
ákveðnum búningi. Notalegar sam-
„Þegar ég var að hefja
starfsemina var litið á
hana eins og kjánalegt
sprikl hjá einhverjum
stelpum."
verustundir með þeim sem maður
elskar finnst mér vera rómantík,
hvar sem þær eru. Ég þarf ekki á
því að halda að samverustundir séu
fullkomnaðar með rósum og kerta-
ljósi, þótt það geti auðvitað verið
yndislegt."
Vinátta sem varð að ást
Þú ertgift Guðlaugi Þór Þórð-
arsyni, alþingismanni Sjálfstæðis-
flokksins. Hefurðu mikinn áhuga á
stjórnmálum?
„Já, ég hef mikinn áhuga á stjórn-
málum sem þátttakandi í gegnum
Gulla en ekki sem beinn þátttakandi.
Ég var um tíma varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
og uppgötvaði þá að þetta pólitíska
pex átti ekki við mig. Þegar maður
rekur fyrirtæki þá er maður í um-
hverfi þar sem hlutirnar gerast hratt
og lögð er áhersla á framkvæmdir.
Þar er ekki staðið í pexi við stjórnar-
andstöðu. Ég kæri mig ekki um að
starfa í stjórnmálaumhverfi en mér
finnst gaman að fylgjast með pólit-
íkinni af hliðarlínunni. Ég sé hvað
Gulli hefur ótrúlega gaman af þessu
og fyrir vikið verður áhugi minn
meiri.“
Það var mikið fjölmiðlafárþegar
þið tókuð saman. Hvernigfannstþér
sú umfjöllun?
„Auðvitað hefði ég viljað losna við
þá umfjöllun en hún hafði engin
djúpstæð áhrif á okkur Gulla. Við
tókum henni mátulega hátíðlega
og vissum að hún myndi ganga yfir
sem hún gerði. Þetta var ekkert sem
við höfðum áhyggjur af.“
Vissirðu snemmaþegarþú kynnt-
ist honum að hann væri maður fyrir
þig?
Nei, alls ekki. Við kynntumst
fyrir löngu síðan og þá var ég gift
kona. Við urðum góðir vinir og með
tímanum þróaðist vináttan í ástar-
samband. Ég kom með tvö börn inn
í sambandið. Það hefur gengið vel og
þau hafa náð mjög góðum tengslum
við Gulla. Ég held að það gæti ekki
gengið betur. Stelpan er 15 ára og
er að ganga í gegnum gelgjuskeiðið
og auðvitað koma upp minni háttar
árekstrar en það er kannski ekkert
öðruvísi en myndi vera hvort sem
fósturpabbi eða alvörupabbi ætti í
UTSALA UTSALA UTSALA UTSALA
rafmagnsrúm
dunsœngur & koddar
z ► ?
^v
nattbord
5"'..
eldhúsborð
eldhússtólar
barstolar
borðstofa
sjónvarpsherbergið
stofa
svefnsófar
sofasett & hornsófar
stolar / casper
www.toscana.is
Ui»
OPIÐ
mán - föst 10-18
laug 11-16
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FAST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535