blaðið - 06.01.2007, Page 33
blaftiA
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 33
inum var ég alltaf að hanna bakarí
sem ég vildi opna. Ég var búinn að
leita í nokkur ár að rétta staðnum
þegar húsnæði á Kleppsveginum
kom upp í hendurnar á mér. Ég var
mjög ánægður með staðsetninguna
því í dag er tími fólks af svo skornum
skammti að það er best að vera við
góða umferðaræð þannig að fólk geti
stokkið inn,“ segir Jói og bætir við að
velgengni sín sé tilkomin vegna þess
að hann leggur metnað sinn i það
sem hann er að gera. „Besta auglýs-
ingin er þegar fólk fær góða vöru og
langar í hana aftur. Það hjálpar líka
til að ég og kona mín, Unnur Helga
Gunnarsdóttir, erum bæði að vinna
við fyrirtækið auk þess sem starfs-
fólkið er frábært. Bróðir minn hefur
líka staðið með mér allan tímann en
hann er lærður bakari og sér um bak-
aríið. Svo er ég voða duglegur að ýta
sjálfum mér áfram. Þótt það sé mikið
að gera í bakaríinu þá stendur konan
við bakið á mér svo ég geti skrifað
bækur og verið með sjónvarpsþætti."
Alltaf haft áhuga á eldamennsku
Eldsnöggt með Jóa Fel hefur verið
á dagskrá í fjögur ár og fyrir jól var
51. þátturinn sýndur. „Ég er þannig
að ég vil alltaf taka næsta skref, alveg
sama í hverju það er og þegar ég byrj-
aði með þættina var bakariið komið
á gott ról. Ég vildi því gera þátt þar
sem ég færi ekki beint inn á svið
kokkanna heldur inn á það sem fólk
væri að gera heima hjá sér í eldhús-
inu. Ég ákvað að búa til mat sem ég
geri dagsdaglega og ég held að þáttur-
inn sé góður út af því að fólk horfir
á hann, getur farið út í búð, keypt
allt hráefnið og farið heim að elda án
þess að þurfa að spá mikið í því. Ég
hef alltaf haft áhuga á eldamennsku,
ég er ekkert endilega góður kokkur
en ég er góður að elda. Ég elda mikið
heima hjá mér, konan er mjög góður
kokkur og eldar stundum en ég er
svo frekur að ég tek bara upp pottana
og hnífana. Við eldum hollan, góðan
og einfaldan mat á virkum dögum
en svo leikum við okkur svolítið um
helgar og þá leyfum við okkur hvað
sem er,“ segir Jói og bætir við að þætt-
irnir séu allir teknir á heimili hans
og Unnar. „Ég er orðinn vanur því
að vera með kvikmyndatökuvélar
heima hjá mér og heimilið er algjör-
lega undirlagt þegar verið er að taka
upp. Við tökum upp einn þátt á dag
og það er ekkert annað gert á heimil-
inu þann daginn enda eru þetta um
8-9 klukkustunda tökur fyrir einn 30
mínútna þátt.“
Er svolítill sprellikarl
Aðspurður hvort sólarhringurinn
nægi honum til að gera allt sem þarf
að gera segir Jói að svo sé. „Ég og
konan skipuleggjum okkur saman.
Allt sem við erum að gera gerum við
saman, hvort sem það eru sjónvarps-
þættirnir, bakaríið, heimilisstörfin
eða maturinn. Við nýtum tímann
mjög vel, ég vinn vel fram í tímann
og er alltaf vel undirbúinn enda
erum við skipulögð. Það er reyndar
aðallega konan sem er vel skipulögð
og hún skipuleggur þetta allt fyrir
mig. Ég er svolítill sprellikarl, vil fara
og gera allt og vera alls staðar en hún
heldur okkur niðri á jörðinni,“ segir
Jói sem viðurkennir að hann fái oft
spurningar um hvernig sé að vinna
saman allan daginn. „I dag gæti ég
ekkert annað og ég gæti ekki hugsað
mér að hafaþetta öðruvísi. Mér finnst
þetta rosalega gott því við vinnum
svo vel saman og höfum bæði áhuga
á því sem við erum að gera. Auðvitað
getur vinnan stundum verið erfið en
hún er aðallega erfið þegar ég þarf
að vinna mikið á nóttunni. Bakarar
mæta kl. 3:30 að morgni, þótt ég sé
hættur því í dag þarf ég stundum að
gera það og þá get ég gleymt því að
fara snemma að sofa. Það getur verið
erfitt að halda utan um svona stórt
batterí, við erum með tæplega 40
manns í vinnu en ef það er orðið of
mikið að gera hjá okkur þá setjumst
við niður og finnum út úr því.“
Ást við fyrstu sýn
Jói heldur glæsilega afmælisveislu
í kvöld í World Class og þau hjónin
hafa skipulagt heljarinnar dagskrá af
því tilefni. „Alltaf þegar við höldum
veislu þá gerum við það vel,“ segir Jói
oghlær. „Þegar við kynntumst þávar
að ást við fyrstu sýn af beggja hálfu.
g opnaði bakaríið mitt á Kleppsvegi
og hún kemur að versla á fyrsta degi.
Ég fór strax að tala við hana, það
hittist þannig á að við vorum bæði á
lausu og upp frá því byrjuðum við að
vera saman. Það má segja að þetta séu
örlögin, ég opnaði bakarí til að finna
konuna og í dag eigum við fjögur
börn,“ segir Jói og bætir við að hann
sé ekki viss um hvort eitthvert þeirra
muni feta í fótspor hans. „Ég held að
maður sjái þetta ekki alveg strax en
ég vona það. Ég held að börnin muni
örugglega mennta sig vel og fara í
það sem þau langar að gera en svo
munu þau vera hjá okkur með aðra
höndina og vera okkur innan handar
í þessu sem við erum að gera.“
Konan er besti vinur minn
Jói segist því vera mjög vel giftur
og einstaklega heppinn. „Eg var hepp-
inn því ég fann konu
af gömlu kynslóðinni. Eins og fólk
hefur séð í þáttunum þá er alltaf
hreint og fínt í kringum mig en það
er ekki það að ég hafi þrifið heldur
gerir konan það. Heimilishaldið er
alveg í föstum skorðum og hún vill
ekki sjá mig í þvottahúsinu. Það
er orðið þannig í dag að sumt þarf
ég ekkert að hugsa um, hún sér um
þá hluti', hvort sem það er í bakarí-
inu eða hér heima. Það sem ég er
ánægðastur með er hvað við erum
samstiga með það sem við erum að
gera. Mér finnst það skipta mestu
máli og ég finn það að konan mín er
besti vinur minn,“ segir Jói og bætir
við að lífið sé mjög gott. „Ég er með
ákveðið mottó sem ég heyrði um dag-
inn. Vinur minn Þráinn Bertelsson,
leikstjóri og rithöfundur með meiru,
spurði mig af hverju ég opnaði ekki
veitingahús, pítsustað og fleiri bak-
arí. Ég sagði að ég nennti því ekki, ég
hefði það svo gott heima hjá mér og
þyrfti ekkert meira. Þá sagði hann
þessi fleygu orð: Ánægður er sá sem
er glaður með það sem hann á. Allt
sem við erum að gera í dag gengur
mjög vel og við þurfum ekki meira
því ég er svo ánægður með það sem
égá.“
svanhvit@bladid. net
Subaru er á sérlega gódu verdi þessa dagana og ad sjálfsögdu
fylgja frí vetrardekk med. Komdu og reynsluaktu Subaru 1' dag!
Sedan verd frá 2.490.000,- Wagon verd frá 2.640.000,- Cross Wagon verd frá 2.760.000,-
SUBARU
WKKk
„Ég á ættingja út um allt land þannig
ad madur er oft á ferdinni. Vegirnir geta
verid svakalegir, ekki síst íjanúar og
febrúar. Ég vil vera vid öllu búinn."
Þeir sem kaupa sér Subaru einu sinni,
halda áfram ad kaupa sér Subaru. Þeir
vita ad hann er allt ödruvísi en adrir bílar.
Boxer vélin liggur lárétt í vélarrýminu
svo þyngdarpunktur bílsins er mjög lágur
sem gerir hann miklu stödugari í öllum
akstri. AWD sídrifid tryggir þad ad aflid
dreifist jafnt og örugglega til hjólanna.
„Ég vil hafa eins mikla stjórn á adstæd-
um og hægt er. Madur rædur bara vid
svo margt á Subaru."
Subaru hefur verid seldur á Islandi í yfir
30 ár. Reynslan af bílnum vid þær erfidu
og óvenjulegu adstædur sem hér eru
hefur gert Subaru ad samnefnara fyrir
endingu, hörku og úthald. Raunar er
hvergi selt meira af Subaru midad vid
höfdatölu en einmitt á Islandi.
Þad ætti enginn ad kaupa sér bíl án þess
ad koma fyrst og reynsluaka Subaru.
Spyrdu bara Subarueigendur. Þeir vita
af hverju Subaru eru sennilega gáfu-
legustu bílakaup sem þú gerir:
„Hey, þetta er ísland!"
Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 Slmi 525-8000 Opið: Mán. - fös. kl. 9:00 - 18:00. Lau. 12:00 -16:00.
Umboðsmenn Akureyri Njarðvík Höfn I Hornafirói Reyðarfirói
um land allt 464-7940 | 421-8808 478-1990 474-1453
JÓNSSON S LE'MACKS • jl.is