blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Romario enn aö Brasilíski sniliingurinn fornfrægi, Romario, er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að verða orðinn 41 árs. Hann gekk til liðs við sitt gamla féiag Vasco de Gama í gær og ætlar sér að ná þúsund marka múrnum, en hann hefur að eigin sögn skorað 987 mörk á litríkum ferlí sinum. Aðeins einn maður hefur afrekað að skora yfir 1000 mörk á ferlin- um; landi hans, Pelé. Skeytin inn Alan Curbishley hefiir keypt sinn fyrsta mann til West Ham. Það er fyrrum fyrirliði Fulham, Luis Boamorte, en Eggert Magnússon og félagar náðu að freista þessa 29 ára gamla Portúgala með þriggja og háífs árs samningi ásamt töluvert hærri launum en hann fékk hjá Ful- ham. Stjóri Fulham, Chris Coleman, sagðist ekkigetahaldið leikmönnum sem vilduekkivera hjáliðinu: Hinn gamalreyndi varnarjaxl David Unsworth hefur gengið til liðs við Wigan eftir að hafa verið settur út í kuldann af Neil Warnock, stjóra Sheffield United. Unsworth, sem er 33 ára gamall, er greinilega inni í framtíðarplönum Pauls Jewell hjá Wigan, en lið hans berst hatramm- lega við falldrauginn eftir að hafa komið liða mest á óvart á síðustu leiktíð. Þeir leika gegn Portsmouth í ensku bikarkeppninni í dag og verður spennandi að sjá hvernig Unsworth tekur sig út í hinum bláabúningiWig- an, en hann lék lengst afmeð Ever- ton' Handhafi Gullskósins er eftirsóttur: Hörð barátta um Huntelaar Hinn 23 ára Hollendingur Klaas Jan Huntelaar er einn eftirsóttasti framherjinn í boltanum þessa dag- ana. Lið á borð við Manchester Un- ited, Arsenal, AC Milan og Juventus hafa öll augastað á þessari markama- skínu Ajax frá Amsterdam. Leikmaðurinn hefur sjálfur gefið út að hann hrífist mikið af Manc: hester-liðinu og gefur það Sir Alex Ferguson eflaust forskot á önnur lið. Huntelaar var keyptur til Ajax fyrir síðasta tfmabil á 6,4 milljónir punda frá Heerenveen og sló strax í gegn. Hann skoraði 33 mörk sem nægði til þess að hreppa Gullskó- inn, afrek sem fyrirrennari hans hjá Ajax og núverandi landsliðsþjálfari Hollands, Marco Van Basten, vann einnig. Huntelaar hefur einmitt verið líkt við bæði Basten og Ruud Van Nistelrooy, en þeir hafa allir verið taldir í hópi hinna fullkomnu framherja; hafa bæði styrk, tækni, hraða og markheppni eins og best verður á kosið. □pnunartími Mán - fös... Laugardaga Sunnudaga. Hole in One • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is Steven Gerrard skorar í úrslita- leiknum gegn West Ham Enski bikarinn fer aftur af stað: Risaslagur á Anfield ■ Heimavöllurinn gæti ráöiö úrslitum ■ Henry kominn úr meiðslum Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Bikarmeistarar Liverpool mæta Ar- senal í þriðju umferð ensku bikar- keppninnar í dag. Keppnin er elsta og virtasta útsláttarkeppni heims og má rekja hana til ársins 1871. Þar mætast lið úr öllum stigum deilda- keppna Englands og er keppnin hinn fullkomni vettvangur óvæntra úr- slita, þar sem minni spámenn hafa ítrekað komið stærri liðum í opna skjöldu. Stærstu slagirnir eru vafalaust milli stórliðanna í úrvalsdeildinni en þeir eru fjórir að þessu sinni: Portsmouth - Wigan, Everton - Black- burn, Manchester United - Aston Villa og stórleikur umferðarinnar, Li- verpool - Arsenal. Liverpool er núverandi handhafi titilsins og krafan frá stjóra liðsins, Rafael Benitez, er að vinna hann aftur. Rauði herinn mun njóta stuðn- ings áhorfenda á Anfield Road sem getur skipt sköpum enda Liverpool- liðið með frábæran heimavallarár- angur í gegnum tíðina; hefur ekki tapað gegn ensku liði síðan í október 2005, þá gegn Chelsea 1-4. Síðasti tap- leikur liðsins gegn Arsenal á heima- velli var í október 2003 og því úr vöndu að ráða fyrir Skytturnar. Leikmenn Arsenal eru þó skeinu- hættir enda altalað að á góðum degi spili þeir besta fótboltann á Englandi og þó víðar væri leitað. Fransmað- urinn fótfrái, Thierry Henry, hefur náð sér að fullu eftir hálsmeiðsli og mun leiða sókn Arsenal i leiknum, en hann er leikmaður sem getur og hefur unnið leiki nánast upp á sitt eindæmi. „Henry er frábær leikmaður sem er okkur mikils virði. Hann hefur náð ótrúlega vel saman með Robin Van Persie sem er sífellt að bæta sig og því von- andi að þeir nái að stríða vörn Liverpool í leiknum,“ sagði knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger. Stjórar liðanna berjast báðir við meiðsli leikmanna í herbúðum sínum. Hjá Liverpool eru Zenden, Sissoko og Harry Ke- well frá en Craig Bellamy mun verða klár í slaginn eftir að hafa tognað á hásin. Af SIGURSÆLUSTU LIÐIN Lið Sígrar Manchester United 11 Arsenal 10 Tottenham Hotspur 8 Liverpool 7 Aston Villa 7 SIGURVEGARAR SÍÐUSTU 19 ÁRA 2005-06 Liverpool 2004-05 Arsenal 2003-04 Manchester United 2002-03 Arsenal 2001-02 Arsenal 2000-01 Liverpool 1999-2000 Chelsea 1998-99 Man Utd 1997-98 Arsenal 1996-97 Chelsea 1995-96 Manchester United 1994-95 Everton 1993-94 Manchester United 1992-93 Arsenal 1991-92 Liverpool 1990-91 Tottenham Hotspur 1989-90 Manchester United 1 1988-89 Liverpool 1987-88 Wimbledon 1986-87 Coventry Arsenal-leikmönnum er helst að telja Emmanuel Adebyor, Johan Djourou, Emmanuel Eboue, Freddie Ljung- berg og Willliam Gallas, en þeir Julio Baptista og Theo Walcott verða að öllum líkindum í hópnum eftir minniháttar meiðsli. Það er ljóst að Arsenal líður meira fyrir meiðsl leik- manna, sérstaklega í vörninni. Li- verpool getur þó stillt upp sínu j sterkasta liði þó margir gráti fjarveru Sissoko sem hefur verið vinnusamur fyrir liðið. Benitez þarf þó ekki að kvíða miklu enda ekki amalegt að geta stillt þeim Steven Gerr- ard og Xabi Alonso saman á miðjunni: „Þeir búa báðir yfir frábærum skotum og send- ingum og munu leitast við að mata framherjana í sókn- inni,“ sagði Benitez á blaðamannafundi. Leikurinn hefst klukkan 17:15 í dag að ís- lenskum tíma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.