blaðið - 06.01.2007, Page 45
blaðið
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 45
Á Skjá einum mánu-
dag klukkan 21.00
Hikandi hetjur
Bandarísk þáttaröð sem hefur
slegið í gegn og er vinsælasta
nýja þáttaröðin í bandarísku
sjónvarpi í vetur. Hún hefur
fengið frábæra dóma og gríð-
arlegt áhorf. Heroes er fersk
og spennandi þáttaröð um
venjulegt fólk með óvenjulega
hæfileika. Aðalsöguhetjurnar
héldu að þær væru eins og
allir aðrir þar til þær vöknuðu
einn daginn með yfirnáttúrlega
hæfileika. í fyrstu virðist fátt
sem tengir þetta fólk en smám
saman tvinnast sögur þess
saman. Þetta er þáttaröð sem
enginn ætti að láta fram hjá
sér fara og er óhætt að lofa
spennu strax frá fyrsta þætti.
Sýn laugardagur
klukkan 17.10
Meistaraslagur
á Anfield
Bein útsending frá sannköll-
uðum stórviðburði í ensku
bikarkeppninni þar sem
Liverpool tekur á móti Arsenal
á Anfield Road. Sjaldan eða
aldrei hefur verið boðið upp á
slíkan stórleik strax í 3. umferð
en Liverpool er handhafi bikars-
ins og Arsenal vann keppnina
árið áður. Liverpool-menn hafa
verið að rétta úr kútnum eftir
slaka byrjun og sitja nú í þriðja
sæti ensku deildarinnar en
Arsenal-menn eru í því fjórða.
Það er því von á hörkuleik í
Liverpool.
RÚV sunnudag
kl. 15.20
Fróðleikur um
astma og ofnæmi
Mynd þessi er framleidd af
Astma- og ofnæmisfélaginu
en mikill skortur hefur verið
á myndrænu fræðsluefni um
astma og ofnæmi hér á landi. I
myndinni er fjallað um eðli og
einkenni astma og ofnæmis
og hvernig helst er hægt að
draga úr áhrifum þessara
sjúkdóma.
[ myndinni svara læknarnir
Davíð Gíslason og Gunnar
Jónasson nokkrum áleitnum
spurningum um þessa sjúk-
dóma. A undanförnum árum
hafa fullkomnari lyf komið á
markað og ýmis önnur með-
ferðarúrræði.
Rob Schneider:
Vingjarnlegi aulabárðurinn
Grínistinn Rob Schneider er orð-
inn flestum vel kunnur þó svo að
hans sérstæði húmor eigi ekki við
alla. Hann hóf feril sinn eins og
flestir aðrir bandarískir grínistar í
uppistandinu. Um siðir vakti hann
athygli stjórnenda hins vinsæla sjón-
varpsþáttar Saturday Night Live og
hóf hann störf þar árið 1989. Fyrst
um sinn vann hann einvörðungu
sem brandarasmiður en á skömm-
um tíma tókst honum að vinna sér
inn fast sæti í leikarahópnum og á
árunum 1990 til 1994 var hann ein
aðaldriffjöðrin íþáttunum. Persónu-
sköpun hans þar vakti mikla athygli
og sérstaklega varð skrifstofumað-
urinn Rich vinsæll en hans atriði
var að hitta hina frægu gestaleikara
þáttarins við ljósritunarvélina og
finna upp fáránleg gælunöfn fyrir
þá
Árið 1994 yfirgaf Schneider her-
búðir þáttarins og tók til við að
byggja upp kvikmyndaferil sinn.
Fyrst um sinn lék hann hin ýmsu
smáhlutverk í bíómyndum á borð
við Judge Dredd, Down Periscope
og Muppets in Space. Það var síð-
an árið 1998 sem Schneider lék í
myndinni Waterboy ásamt öðrum
fyrrum Saturday Night Live-leik-
ara, Adam Sandler. Sú mynd mark-
aði viss tímamót á ferli hans því
Rob Schneider hefur birst í nánast
hverri einustu Adam Sandler-mynd
eftir það. Ári seinna lék hann sitt
fyrsta aðalhlutverk í kvikmynd-
inni Deuce Bigalow: Male Gigolo
þar sem hann fór með hlutverk mis-
heppnaða fylgdarsveinsins Deuce.
Eftir þá mynd hafa aðrar vinsælar
myndir fylgt í kjölfarið á borð við
The Animal og The Hot Chick.
Þó svo að Rob Schneider njóti
mikilla vinsælda meðal almennings
falla kvikmyndir hans yfirleitt ekki
í kramið hjá kvikmyndagagnrýn-
endum. Hann mun því seint hljóta
Óskarsverðlaun en hann getur þó
huggað sig við það að hafa unnið
hin frægu Razzie-verðlaun árið 2005
fyrir leik sinn í myndinni Deuce Bi-
galow: European Gigolo. Þess ber þó
að geta að Razzie-verðlaunin voru í
flokknum versti leikarinn.