blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaöið REYKJAVÍK Keyrt á gangandi vegfaranda INNLENT Keyrt var á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykja- víkur síðdegis á mánudag. Hann var fluttur á slysa- deild en slapp við alvarleg meiðsl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ökumaður stakk af en lögreglan hafði uppi á honum. HÓLMARDRANGUR Lokun blasir við Allt bendir nú til að hætta þurfi vinnslu hjá rækjuverksmiðj- unni Hólmadrangi ehf. á Hólmavík í næstu viku vegna skorts á hráefni. „Við sendum fólk ekki á atvinnuleysisskrá heldur verður það á launum. Við fáum endurgreiðslu frá Atvinnuleys- istryggingasjóði," segir framkvæmdastjórinn. REYKJAVÍK Handboitinn orsakaði hraðakstur Sautján ára gömul stúlka mældist á 125 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á þriðjudagskvöld. Skýr- ing hennar á hraðakstri sínum var sú að hún var að hlusta á lýsingu á viðureign fslands og Danmerkur í útvarpinu og gleymdi sér. Niðurstöður réttarkrufningar: Áttu ekki þátt í dauða mannsins Mbl.is Samkvæmt niðurstöðu rétt- arkrufningar, sem gerð var í kjöl- far þess að karlmaður lést eftir að hann var handtekinn í Reykjavík á síðasta ári, bendir ekkert til þess að lögreglumennirnir sem önnuð- ust handtökuna hafi átt þátt í and- láti hans. Dánarorsök mannsins sam- kvæmt krufningarskýrslunni er svokallað æsingsóráðsheilkenni og hefur neysla kókaíns og amfet- amíns orsakað æsingsóráðið. Ekki fannst hins vegar mikið magn af efnunum í blóði hans. Talið er að þetta óráð hefði ekki endað jafn illa og það gerði ef maðurinn hefði ekki verið með undirliggj- andi hjartasjúkdóm. Rannsókn málsins telst lokið og hefur málið verið fellt niður því ekkert kom fram við rannsóknina sem þótti gefa tilefni til frekari að- gerða af hálfu ríkissaksóknara. Ríkislögreglustjóri vildi ekki veita Blaðinu upplýsingar þegar eftir þeim var leitað. Greiðsludreifing — einföld og þægileg! • engin stimpilgjöld • engin lántökugjöld • aðeins eitt símtal til útgefanda! Láttu ekki áhyggjur af fjármálum íþyngja þér að óþörfu - hringdu núna! / -------------V ÚTSÖLULOK GÖTUMARKAÐUR Slökkviliðsstjóri um blandaða byggð í Orfirisey fæstir Hugmyndir að byggð við Órfirisey Þyrping vill byggja á landfyllingu við olíubirgðastöðina í Örfirisey. Alvarleg umhverfisslys hafa orðið við olíutanka. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það kom mönnum á óvart hversu mikill skaði varð eftir brunann á Bretlandi. Miklu máli skiptir hversu þétt byggðin er og hvernig byggð þetta verður. Það segir sig sjálft að æskilegasta formið er byggð með sem fæst af fólki í nágrenni stöðvarinnar því stórskaði gæti orðið við bruna þarna,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðis- ins. Hann er formaður nefndar sem metur áhættuna af þvi að reisa byggð í kringum olíubirgðastöðina í Örfí- risey og hvort hún geti farið saman með íbúðabyggð. Þyrping hf. hefur lagt fram tillögu fyrir borgaryfirvöld um nýtt íbúðahverfi í Örfirisey fyrir allt að 4.500 íbúa. Getur vonandi farið saman Fyrir rúmu ári urðu miklar spreng- ingar í Buncefield-olíubirgðastöðinni í útjaðri London. í nágrenni stöðv- arinnar voru fjölmennar skrifstofu- byggingar og mikil mildi var talin að bruninn varð um helgi þegar fáir voru við störf í hverf- inu. Þrátt fyrir það slösuðust fjörutíu manns, þar af tveir alvarlega. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og formaður starfshóps um framtíð Orfiriseyjar, segir ljóst að atburðurinn muni hafa áhrif víða í veröldinni á skipulag hverfa nærri olíustöðvum. „Við erum að skoða það hvort og hversu nálægt tönkunum íbúðabyggðin getur verið. Sérfræð- ingar á okkar vegum þekkja mjög vel brunann á Bretlandi og að sjálfsögðu skoðum við þær niðurstöður alveg sérstaklega. Það liggur fyrir að við ætlum að skipuleggja íbúðabyggð í eyjunni og vonandi getur þetta allt farið saman,“ segir Björn Ingi. Faglegt mat Dönsk verkfræðistofa hefur verið fengin til að meta áhættuna og jafn- framt áhættuna við reglulegan akstur olíuflutningabíla í gegnum hverfið. Jón Viðar segir ýmsa aðra mögu- leika koma til greina ef flytja þurfí olíustöðina en segir það ákvörðun borgaryfirvalda. „Við munum meta áhættuna á fag- legan hátt. Við erum lika að skoða lausnir og Stórskaði gæti orðið 1rið bruna þama Jón Viðar Matthfasson, slökkviliðsstjóri kostnað við aðra möguleika, ef nið- urstaðan verður sú að olíustöðin og byggðin geti ekki farið saman. Lagðar hafa verið fram hugmyndir um fjölda annarra staðsetninga 1 nágrenni höf- uðborgarsvæðisins," segir Jón Viðar. Eftirsótt hverfi Björn Ingi bendir á að verið sé að þróa blandaða byggð í Færeyjum nærri oliubirgðastöð og bruninn í Buncefield hafi ekki komið i veg fyrir nálægð við stöðina. Hann segir meg- ináhersluna vera blandaða byggð í Örfirisey. „Margt í hugmyndum Þyrpingar finnst mér vera skemmtilegt og í anda þess sem við höfum verið að kynna okkur erlendis, vatnabyggðir með síkjum og ekki of þétt byggð,“ segir Björn Ingi. Bl Tankarnir í Örfirisey Ljóster að íbúðabyggð verður skipulögð í Örfirisey og áhætta vegna nálægðar oliu- stöðvarinnar er nú metin og von er á niðurstöðum í vor. Fræðsla í öllum árgöngum Laugarnesskóla: Dömuskór, barnaskór, töskur og belti, mikið úrval og enn meiri verðlækkun. Ekki missa af þessum síðustu og bestu dögum opiðtilkl. 21 rPo/mM skóverslun Kringlunni 8-12* sími 5532888 \_________________________-____________/ Varaðir við barnaperrum „Það þarf auðvitað að fræða börnin og eðlilegt að við brýnum þetta fyrir börnunum þegar svona kemur upp. Við itrekuðum fyrir kennurum að taka þetta upp með nemendum í lífsleiknitímum. Enn fremur hvetjum við foreldra til að ræða málin með börnum sínum,“ segir Vilborg Runólfsdóttir, aðstoð- arskólastjóri Laugarnesskóla. ÁgústMagnússon.dæmdurbarna- níðingur, sýndi nýverið einlægan brotavilja gegn ungum tálbeitum á Netinu á meðan hann afplán- aði fimm ára fangelsisdóm fyrir gróf kynferðisbrot gegn ungum Varað við perrum Nemendur Laug- arnesskóla hafa verið varaðir við barnaníðingum. drengjum. Hann var vistaður á áfangaheimilinu Vernd í Laugar- neshverfinu og kennarar Laugar- nesskóla hafa undanfarið varað nemendur sína við barnaníðingum. Vilborg ítrekar að einstaklingar hafi hvorki verið nafngreindir né sýndar af þeim myndir. Tinna B. Guðmundsdóttir, for- maður foreldrafélags Laugarnes- skóla, tekur undir mikilvægi þess að fræða nemendur um málið. Að hennar mati er eðlilegt að vara við mönnum sem hætta stafar af. „Mér finnst reyndar allt í lagi að birta myndir og nöfn á svona fólki. Það hefur ekki verið gert, ekki í skólanum að minnsta kosti,“ segir Tinna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.