blaðið - 01.02.2007, Side 8

blaðið - 01.02.2007, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaAiö DANMÖRK Þjófur krefst skaðabóta UTAN ÚR HEIMI Að minnsta kosti annar þeirra þjófa sem ógnuðu úrsmið með eftirlíkingu af þyssu við ránstilraun í Kaupmannahöfn og slógu hann í hnakkann heimtar nú skaðabætur. Úrsmið- urinn skaut nefnilega þjófinn sem nú krefst bóta vegna sviða og sársauka og mögulegs missis atvinnutekna. ÍTALÍA Fjölskyldan hættulegri en mafían Það er meiri hætta á að verða myrtur innan veggja heimilisins á (talíu en af mafíunni. Árið 2005 var framið 601 manndráp á (talíu. Nær 30 prósent voru framin á heimilum en 24 prósent af mafíunni. Aðrir glæpamenn eiga sök á afganginum. |H[ , Með augastað á Afríku Forseti Kína, Hu Jintao, heimsækir átta lönd til að ryðja brautina fyrir útflutning Kínverja til Afríku. Eftir þrjú ár munu Kínverjar flytja meira úttil Afríku en Frakkar og Bandaríkjamenn. Þrýst er á Jintao að nota áhrif sín til að koma á friði í Darfúr. Kínverjar kaupa helming olíu Súdana. á laugardögum Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Síml 533 5800 www.si m net. is/strond Vströnd Reykjavík: Kannabis- ræktun lokað Götuhópur fíkniefnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu komst yfir mikla ræktun á kannabis- plöntum í at- vinnuhúsnæði í austurborg- inni á föstu- dagskvöld. Á fjórða hundrað kannabis- plantna fundust. Einn maður var handtekinn en látinn laus að lokinni skýrslutöku hjá lög- reglu. Á síðasta ári náðust 1.203 kannabisplöntur hér á landi, samkvæmt bráðabirgðatölum frá embætti ríkislögreglustjóra. Plönturnar síðasta föstudags- kvöld eru því um það bil fjórð- ungur alls þess magns sem lagt var hald á 2006. Hamborgarasósa Þú þekkir bragðið 48% fituskert og eggjalaus gerir gcefumuninn o VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is Tekiö á húsnæðisvanda Landspítalans við Hringbraut: Heilsuverndarstöðin kemur ekki til greina ■ Tvö mikilvæg skref framundan ■ Góður andi ríkir ■ Vilja ekki bakka Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég gagnrýni það harðlega að yfir- völd beiti sér ekki fyrir þvi að við- halda heilbrigðisþjónustu í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg. Það sýnir vel hversu slæmur húsnæð- isvandi spítalans er orðinn þegar grípa þarf til slíkra örþrifaráða og brýnt er að leysa þessi mál,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í heilbrigðisnefnd. Yfirstjórn Landspítala - háskóla- sjúkrahúss tók nýverið þá ákvörðun að fá gáma á lóð spítalans við Hring- braut til þess að mæta þrengslum í húsakosti. 1 þá verða innréttaðar læknaskrifstofur. Læknaráð mun jafn- framt þrýsta á yfirvöld að taka á leigu Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Góðurandi Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra bendir á að spítalinn hafi áður notast við gáma við Landspítalann í Fossvogi og því sé verið að færa gá- mana á milli innan spítalans. „Eg Sýnir vel hversu slæmur húsnæð- isvandi spitalans erorðinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður skil því vel að þessi umræða eigi sér stað og bendi á tvö mikilvæg verk- efni framundan, færslu Blóðbank- ans og nýbyggingu fyrir barna- og unglingageðdeildina. Stóra verk- efnið er nýi háskólaspítalinn við Hringbraut og árin fram að því verða örugglega erfið,“ segir Siv. „Innan spítalans er mjög góður andi og allir hlakka til að flytja inn í nýja húsið. Fjölmargir innan spítal- ans taka þátt í þeirri vinnu og góð samstaða hefur náðst. Þar til nýr spítali rís mun hann áfram búa við þröngan húsakost og mikilvægt að nýta hann eins vel og hægt er.“ Vilja ekki bakka Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og varaformaður heil- brigðisnefndar, segir mikilvægt að Þar til nýr spítali ris mun hann búa við þröngan húsakost Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra Þetta erauð- vitað spurning um kostnaðinn Ásta Möller, þingmaður Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verði nýtt undir starfsemi spítalans. „Mér finnst að þetta eigi að vera inni í myndinni en þetta er auðvitað spurning um kostnaðinn. Hugsan- lega eiga þeir sem tóku ákvörðun- ina um stöðina í erfiðleikum með að bakka með hana,“ segir Ásta. Aðspurð segir Siv engin áform uppi um að leigja eða kaupa aftur Heilsuverndarstöðina. Hún bendir á að kaup og sala á eignum ríksisins sé á verkefnasviði fjármálaráðuneytis. Bakkavör skilar goðri afkomu: Hagnaðurinn 9,4 milljarðar Bakkavör Group hf. birti í gær uppgjör frá síðasta ári þar sem í ljós kom að hagnaður félagsins fyrir skatta nam 9,4 milljörðum króna. Þetta er 111 prósenta aukning frá fyrra ári. Sala félagsins nam 171,9 milljörðum króna og rekstrarhagn- aður í fyrra var 16,1 milljarður. Góð afkoma félagsins skýrist einkum af styrkingu á lykilvöru- flokkum með fjórum yfirtökum í Bret- landi auk þess sem afkoma félagsins á meginlandi Evrópu batnaði til muna í kjölfar hagræðingaraðgerða. Nam rekstrarhagnaður á meginlandinu 198 milljónum króna í samanburði við tap upp á 365 milljónir árið áður. „Við erum mjög ánægð með góða afkomu á árinu 2006. Árið 2007 verður ekki síður spenn- andi. Við munum styrkja stöðu okkar enn frekar í Bretlandi og nýta okkur hagstæða þróun matvælamarkaðarins á megin- landi Evrópu. Einnig munum við halda áfram að leita tækifæra í Asíu, en þar eru spennandi tímar og mikil gróslva á matvælamark- aðnum,“ sagði Ágúst Guðmunds- son, forstjóri Bakkavarar, en félagið keypti hlut í kínversku salatfyrirtæki á síðasta ári sem var fyrsta skrefið í átt að auknum umsvifum í Asíu. Ánægðir með Bakkavör Árið 2007 verður ekki síöur spennandi, segir Ág- úst Guðmundsson, fostjóri Bakkavarar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.