blaðið - 01.02.2007, Page 16

blaðið - 01.02.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaöið Ég hræðist ekki stor- ma því ég er að iæra að sigla skipi mínu. Louisa May Alcott kolbrun@bladid.net Metsölulistinn - innlendar bækur VefurinnhennarKarlottu E.B.White j H.C. Andersen pakki H.C. Andersen 3 Sagnfræöingurinn Elizabeth Kostova Asíuréttir PPforlag , Tertur PPforlag fslensk orðabók l-ll Edda útgáfa Breytingaskeiðið PPforlag g Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseiniy Meðlæti PPforlag 10 Konungsbók Arnaldur Indríðason Listinn var gerður út frá sölu dagana 24.01 - 30.01 í Pennan- um Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Metsölulistinn - erlendar bækur TwoLittle Girlsln Blue Mary Higglns Clarks The Alchemist - Gift Edition Paulo Coelho On the Run Iris Johansen The Husband Dean R. Koontz 5 TheTemplarLegacy Steve Berry , Valley of Silence (Cirde Trilogy 3) Nora Roberts Sea Change Robert B. Parker GraveTattoo Val McDermid 5 WhattoWeartoaSeduction Sari Robins 3U AThousandSuns Alex Scarrow Listinn vargerður út frá sölu dagana 24.01.07 - 30.01.07 / Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Tími - Afstæði - Gildi Laugardaginn 3. febrúar kl. 13:30 verður haldið Sjónþing um myndlistarmanninn Rúrí í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Stjórnandi Sjónþingsins er Laufey Helgadóttir listfræð- ingur, en spyrlar Gunnar J. Árnason listheimspek- ingur og Halldór Björn Runólfs- son listfræðingur. Að Sjónþingi loknu kl. 16 verður opnuð sýning á sýnishornum verka frá 33 ára listferli Rúríar. Sýningin stendurtil 15. apríl 2007. Síðasta sýning- arhelgi hjá Hildi Nú um helgina, á sunnudag, lýkur sýningu myndlistarkon- unnar Hildar Bjarnadóttur; „ígildi” í Safni, samtímalistasafni við Laugaveg 37. Hildur sýnir þar textílverk, sem hún vefur úr akrýlmáluðum strigaþráðum og veltir þannig upp áleitnum spurningum um málverkið sem slíkt, um opinbera listhefð, flokkun í handverk og fagurlistir, hámenningu og lágmenningu. Selma Björnsdóttir ,Þetta varmikill skóli og mjög skemmtileg vinna en um leið erfið.“ Mynd/Frikki Gleði, grín, söngur og dans kvöld verður nemendasýning Verzlunarskólans, söngleik- urinn Sextán frumsýndur í Austurbæ. Nemendur skólans fara með öll hlutverk, handrits- höfundur er Gísli Rúnar Jónsson og leikstjóri er Selma Björnsdóttir en þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni hennar. „Ég var í Verzlunarskólanum á sínum tíma og þar er leiksýningin stærsti viðburður félagslífsins. Nokk- uð sem maður fór að hlakka til strax fýrsta skóladaginn. Ég ákvað að taka að mér leikstjórn þessa söng- leiks því þetta er leikhúsform sem ég þekki mjög vel. Þarna er gleði og grín, söngur og dans,“ segir Selma. Hún segir það hafa verið ákaflega skemmtilega reynslu að vinna með nemendum skólans. „Sumir þessara krakka eru á atvinnumælikvarða og jafnvígir á söng, dans og leik. Það er komin upp söngleikjakynslóð sem sækir gjarnan í Verzlunarskólann. Þetta hefur verið afar skemmtilegt ferli allt frá því í haust.“ Barnsfæðing fyrir frumsýningu Selma var ófrísk þegar vinna að sýningunni fór af stað og eignaðist dóttur fyrir viku. „Þar sem ljóst var að barnið myndi fæðast fyrir frum- sýningu fór ég að vinna að sýning- unni fremur snemma og hún var nokkurn veginn tilbúin snemma í janúar, fyrir utan tæknileg atriði sem þurfti að útfæra. Ég fékk mann- inn minn, Rúnar Frey, og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikkonu til að hlaupa í skarðið fyrir mig síðustu dagana,“ segir Selma. Systur Selmu, Birna og Guðfinna, eru danshöfund- ar sýningarinnar. „Það er frábært að fá að vinna með systrum sínum og það má segja að við bætum hver aðra upp. Þær koma með reynslu úr dansheiminum og ég hef mína leik- húsreynslu." Nútímaástarsaga Þegar Selma er spurð hvernig sýn- ingu hún hafi viljað búa til segir hún: ,Fyrst og fremst sýningu sem nem- endur gætu náð sambandi við því þetta er fyrst og fremst sýning fyrir þá. Reynslan hefur þó sýnt að þessar sýningar hafa notið vinsælda út fyrir raðir skólans og grunnskólanemend- ur hafa til dæmis sótt þær. Við töluð- um okkur saman um efnið ég, Gísli Rúnar og krakkarnir og ákváðum að hafa íslenskt þema. íslensk tónlist leikur stóran þátt í sýningunni, allt frá Björgvini Halldórssyni til Tra- bants. í grunninn er þetta nútíma- ástarsaga í Verzlunarskólanum en þarna er líka verið að leika sér með staðalímyndir sem fólk hefur haft af Verzlunarskólanemum í gegnum tíð- ina og þær færðar upp á ýkt plan.“ Um leikstjórastarfið segir Selma: „Þetta var mikill skóli og mjög skemmtileg vinna en um leið erfið. Ég hef komið að mörgum þáttum í söngleikjagerð en aldrei verið með alla ábyrgðina. Ég held að ég hafi lært mjög mikið af þessu en ég var líka að vinna með mjög flinkum krökkum." menningarmolinn Sluðurdrottning kveður Á þessum degi árið 1966 lést Hedda Hopper, slúðurdrottningin í Holly- wood. Hún hóf feril sinn sem leik- kona í þöglu myndunum og lék í um 120 myndum á tveimur áratugum. Ár- ið 1938 hóf hún að skrifa slúðurdálka um Hollvwoodstjörnur í Los Angeles Times. Ári seinna hóf hún eigin út- varpsþætti þar sem slúður var sett á oddinn. Hún varð á skömmum tíma þekkt og reyndar alræmd því hún sveifst einskis til að ná fréttum og var þekkt fyrir að rægja þær stjörnur sem henni þóttu ekki nægilega sam- vinnufúsar. Á McCarthy-tímanum var hún dugleg við að saka frjálslynt fólk í Hollywood um kommúnisma. Hopper auðgaðist mjög af vinnu sinni sem slúðurdrottning og var stolt af áhrifum sínum. Hún kallaði húsið sem hún byggði sér í Hollywood „hús- ið sem var byggt úr óttanum“.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.