blaðið - 01.02.2007, Síða 19

blaðið - 01.02.2007, Síða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 27 - Grænmeti á hverjum degi Mælt er með því að fólk neyti grænmetis og ávaxta á hverjum degi enda hafa rannsóknir sýnt að neysla á þeim hefur fyrirbyggjandi áhrif gegn ýmsum alvarlegum sjúkdómum. Þar að auki eru græn- meti og ávextir full af nauðsynlegum vítamínum sem mannslíkam- anum eru mikilvæg. Skórnir skipta máli Á þessum árstíma þegar allra veðra er von og hálkan á til að gera mönnum skráveifu er brýnt að fólk hugi vel að skóbúnaði sínum. Margir hrasa illa í hál- kunni og hljóta slæm meiðsli af og oftar en ekki er slæmum eða óviðeigandi skóbúnaði um að kenna. heilsa@bladid.net heilsa Fjallgöngur fyrir alla Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson sem hefur klifið ótal fjöll bæði hér heima og ertendis segir að fjallamennska sé íþrótt fyrir alla en fólk verði að velja fjall við hæfi. vdtt/éé ,Tr-' v í "'' 'jJfSc . ^* Fjallgöngur eru upplögð leið til að halda sér í formi Velur fjall viö hæfi Að ganga á fjöll er einföld og góð leið til að halda sér í formi og stunda útivist í góðra vina hópi. Þorvald- ur Lúðvík Sigurjónsson sem hefur stundað fjallamennsku um árabil segir að fjallamennska sé íþrótt sem henti öllum og fólk verði einfaldlega að velja sér verkefni við hæfi. „Það sem er svo gott við fjalla- mennskuna er að fólk getur valið sér erfiðleikastuðul eftir líkamlegu ástandi hverju sinni og þeim hópi sem það er með,“ segir Þorvaldur og bendir á að hann og göngufélagar hans velji fjöll eftir þvi hvernig formi menn eru í. „Við metum ástandið á mannskapn- um áður en við veljum fjöllin. I sum- um ferðum fara makar með og þá er valið út frá þvf að allir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi og að þetta verði góð samvera í góðra vina hópi. Það er aðallega félagsskapurinn, samveran og heilbrigð skemmtun sem stendur upp úr,“ segir hann. Ekkijaxlasport Á íslandi er nóg af fjöllum af öllum stærðum og gerðum sem hægt er að klífa og telur Þorvaldur að margir geri sér ekki grein fyrir þeim mögu- leikum sem landið býður upp á til að stunda fjallamennsku. „Ég held að ímynd fjallamennskun- ar sé mikið sú að þetta sé bara eitt- hvert jaxlasport sem hún er alls ekki. Það geta allir stundað hana en menn verða bara að velja sér viðfangsefni eftir getu hverju sinni. Til að mynda eru Fjallaleiðsögumenn með mjög fjölbreyttar ferðir með mismunandi erfiðleikastuðla. Það sama má segja um hinar ferðaskrifstofurnar sem sérhæfa sig í þessum ferðum. Ég held að fólk sé bara of hrætt við að kynna sér málin og fara af stað,“ segir Þor- valdur og bendir jafnframt á að stofnkostnaðurinn í þessari íþrótt sé ekki svo hár. „Þú getur endalaust bætt við og búnaðinn sem þú notar í þessu sporti geturðu líka notað á skíðum, í daglega lífinu og f ýmsu öðru,“ seg- ir hann. Á Esjuna þrisvar í viku Að mati Þorvaldar býður fjalla- mennskan upp á góða hreyfingu og er því ágætisleið til að halda sér í formi. „Það er jöfn og góð hreyfing að ganga upp á fjall og niður aftur. Sem dæmi má nefna að þegar við vorum að undirbúa okkur fyrir síð- ustu ferðina okkar gengum við á Esj- una þrisvar til fjórum sinnum í viku í nokkra mánuði á undan. Það eitt og sér er náttúrlega mjög góð hreyf- ing,“ segir hann. A síðasta ári fór Þorvaldur ásamt félögum sínum með Islenskum fjallaleiðsögumönnum á Kilimanj- aro sem er hæsta fjall Afrfku. Áð- ur hefur hann meðal annars klifið Mont Blanc og í vor er stefnan sett á fjallið Elbrus í Rússlandi. Þorvaldur mun segja frá leiðan- grinum á Kilimanjaro í máli og myndum í húsi Flugbjörgunarsveit- arinnar við Flugvallarveg í kvöld og eru allir áhugasamir velkomnir. „Þetta var virkilega gaman og mjög vel skipulagt og haldið utan um öll framkvæmdaratriði. Það er mjög gott að fara í svona ferð og þurfa ekki að hugsa of mikið sjálf- ur. Maður þarf bara að hugsa um að ganga og að halda sér í formi og reyna að passa að verða ekki hæðar- veikur,“ segir Þorvaldur. Ljóskeðja upp fjallið Að sögn Þorvaldar eru oft margir hópar fjallgöngumanna á leið upp helstu tindana í einu en það fer þó eftir því hvort menn eru á ferð á há- annatíma eða ekki. „Oft eru þessi fjöll krökk af fólki sem er að fara upp. Það er til dæm- is ógleymanlegt þegar við vorum að leggja af stað upp úr miðnætti á Mont Blanc að sjá Ijóskeðjuna upp allt fjallið. Það var vegna þess að það voru svo margir hópar að ganga upp með höfuðljós. Þetta er alveg ógleymanleg sýn,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson að lokum. Myndakvöldið hefst kl. 20 í kvöld og er aðgangur ókeypis og allir áhugasamir boðnir velkomnir. Eftir hlé verður fjallamaðurinn Hallgrím- ur Magnússon með stutta kynningu á fjallaskíðaferðinni Haute Route í Ölpunum. Nánari upplýsingar um ferðirnar og ferðadagskrá íslenskra fjallaleiðsögumanna má nálgast á vefsiðunni mountainguide.is. Reyklaus Allsherjarbanni við reykingum á opinberum svæðum svo sem á veitingahúsum og á vinnustöðum verður komið á í öllum 27 aðildar- ríkjum Evrópusambandsins nái hugmyndir Markos Kyprianou, heilbrigðismálastjóra sambands- ins, fram að ganga. Kyprianou kynnti hugmyndir sínar um reyk- ingabann á þriðjudag og sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna að auk heilsufarslegs ávinnings hefði bannið fjárhagslegan ávinning í för með sér fyrir aðildarríkin. Kyprianou treysti sér ekki til að segja hvenær slíkt bann gæti tekið gildi en vonast til þess að það verði eins fljótt og auðið er. Búist er við að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins leggi fram tillögur sínar um reykinga- bann í byrjun næsta árs. Um 650.000 Evrópubúar láta líf- ið vegna sjúkdóma sem rekja má til Evrópa Reykingabann í Evrópu Uppi eru hugmyndir um að setja á bann við reykingum á opinberum stöðum í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. reykinga á ári hverju samkvæmt töl- um frá Evrópusambandinu. Þar á meðal er talið að um 19.000 manns látist af völdum óbeinna reykinga. Sól & He s: 555-2600 Lækjarhvj 220 Hafir Heilsu Kaffi með lækni Slender Kaffið er háþróað norskt fæðubótaefiii sem inniheldur engin gerviefiii og inniheldur hið einstaka lífræna efni Svetol sem unnið er úr ferskum kaffibaunum og hindrar kolefhi í að breytast í fitu. Kaffið styrkir, skýrir hugsunina og bætir minnið Glerungseyðing vaxandi vandamál Glerungseyðing er vaxandi vanda- mál hjá íslenskum börnum og ung- mennum og mælist hún í einhverri tönn hjá nærri þriðja hverjum 15 ára unglingi. Niðurstöður nýrrar lands- rannsóknar á tannheilsu íslenskra barna og ungmenna á aldrinum 6, 12 og 15 ára sýna að tannheilsuvandi er mikill hjá þessum hópi. Gosdrykkir aðalástæðan Ein helsta orsök glerungseyðing- ar er mikil og tíð neysla gosdrykkja með og án sykurs en neysla slíkra drykkja er mjög mikil hér á landi. Vatn, ferskt og kolsýrt, veldur aftur á móti ekki glerungseyðingu. Glerungurinn ver tennurnar og þegar hann eyðist þynnast þær og verða viðkvæmari fyrir kuli og hætta á tannskemmdum eykst. Gler- ungseyðing er enn fremur óaftur- kræf og lagfæringar eru oft erfiðar og kostnaðarsamar. Drekkum vatn Lýðheilsustöð stendur þessa dag- ana fyrir árlegri tannverndarviku og er þema hennar að þessu sinni „Drekkum vatn“ en með því vill stofn- unin minna á að vatn er besti svala- drykkurinn en ekki gosdrykkir. Þá hefur Lýðheilsustöð einnig lát- ið útbúa fræðsluefni um tannvernd barna í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins/miðstöð tannverndar. Fræðsluefnið er gef- ið út á sjö tungumálum: albönsku, ensku, pólsku, rússnesku, serbnesku, taílensku og víetnömsku. Efnið er aðgengilegt á heimasíðu Lýðheilsu- stöðvar lydheilsustod.is. Niðurstöður doktorsrannsóknar Linn Anne Bjelland Brunborg við Háskólann í Bergen sýndu að Selolía linar liðbólgur og liðverki hjá þeim sjúklingum sem haldnir eru IBD (tiarmasjúkdómar sem valda bólgum), og hefur áhrif á bata á þarmabólgu. Niðurstöður rannsóknar hafa sýnt, að omega-3 fitusýrur í selolíu geta haftfyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúk- dóma. hefur framkvæmt margar rannsóknir á I sjúklingum með liðvandamál sem orsakast af bólgum í þörmum. Hann lýsir rannsóknarniðurstöðum þannig: „Olían hefur ekki einungis áhrif á verki hjá sjúklingum á árangursrikan hátt, heldur kemur árangurinn mjög fljótt I Ijós. Viö höfum séð sjúk- lingana ná góðum bata eftir ein- ungis viku meðhöndlun " *■•* ” • Gottfyrir: • Liðina • Maga- og þarma- starfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið ^Sölustaðir: lían fæst i apótekum, um og Fjarðarkaupum ^

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.