blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 8
GCI ALMANNATENGSl - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007
blaöiö
Umferðin:
Þrjú óhöpp
í hálkunni
Þrjú umferðaróhöpp urðu með
stuttu millibili á Vesturlands-
vegi í gærmorgun. Engin alvar-
leg slys urðu á fólki en ökumenn
voru allir einir í bifreiðunum,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrsta óhappið átti sér stað
á Vesturlandsvegi norðan við
Grundarhverfi en ökumaðurinn
hafði misst stjórn á bifreið sinni
og endað utan vegar þar sem hún
valt. Hin tvö óhöppin urðu einnig
vegna þess að ökumenn misstu
stjórn á bifreiðum sinum og höfn-
uðu utan vegar. Þau áttu sér stað
við Saltvík á Kjalarnesi og rétt
sunnan við Hvalfjarðargöngin.
Átján fórust og fjölmargir
særðust þegar sprengja sprakk
nærri rútu í íranska bænum Za-
hedan nálægt afgönsku og pak-
istönsku landamærunum í gær.
Flestir hinna látnu voru íranskir
Iranskir embættismenn hafa
áður sakað bresk og bandarísk
stjórnvöld um stuðning við þjóð-
ernissinnaða uppreisnarmanna
á svæðinu kringum landamæri
landanna þriggja.
hermenn og er þegar búið að
handsama menn sem grunaðir
eru um verknaðinn.
Talsmaður hersins kenndi
uppreisnarsveitum öfgasinn-
aðra súnnímúslima um ódæðið.
ÍBSj
%■']
jgjÉg
Veldu þann sem
þér líkar best
Mazda hefur lægstu bilanatíðni allra bíla samkvæmt
rannsókn tryggingafélagsins Warranty Direct. Helmingi -ÆStr ÍfiSS%re Spurðu um endursöluverð á Mazda.
lægri en Toyota. Hagsýnn íslendingur velur praktískan Komdu í nýjan og glæsilegan
og fallegan bíl. Þess vegna eru gæði Mazda góður ^n.Mjírn Mazda h*a Brimbor9
kostur fyrir þig. Veldu þann sem þér Ifkar best. "Bl so a 8
Uppgötvaðu nýja og betri þjónustu Mazda á íslandi.
Veldu sportlega og praktíska hönnun. Núna Mazda3.
Spurðu Mazda eigendur
um þjónustu Brimborgar.
Komdu í Brimborg og
reynsluaktu Mazaa3.
‘Brimborg og Mazda áskilja sér rétt tit að breyta verði og búnaði án fyrirvara og aö auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á myndum eru þokuljós og 17" álfelgur. Nánari upplýsingar veita söluráðgiafar Brimborgar.
Suður-Afríka:
Glæpatíöni
verði lækkuð
Thabo Mbeki, forseti Suður-
Afríku, hefur tilkynnt að hann
muni fjölga verulega í lögreglu-
liði landsins í þeirri von að lækka
glæpatíðni í landinu. Mbeki
sagði að lögreglumönnum yrði
fjölgað um 30 þúsund á næstu
árum og verði orðnir 180 þúsund
talsins árið 2010.
Mbeki hefur verið sakaður um
aðgerðaleysi í baráttunni gegn
glæpum. Morðtíðnin í Suður-Afr-
íku hefur þó farið lækkandi á
síðustu árum, en hún er enn ein
sú hæsta í heiminum. Rúmlega
18 þúsund morð voru framin í
landinu á síðasta ári.
Skýrsla Unicef um aðstæður barna:
Hagur barna verstur í Bretlandi
Niðurstöður rannsóknar Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (Un-
icef) benda til þess að í iðnvæddum
ríkjum líði börnum í Bretlandi og
Bandaríkjunum verst. Bretar lenda
í neðsta og Bandaríkjamenn í næst-
neðsta sæti í rannsókninni sem tekur
til heilsu, fátæktar og samskipta
barna við fjölskyldu og vini í 21 iðn-
væddu ríki. Samkvæmt niðurstöðum
Unicef búa hollensk, sænsk, dönsk og
finnsk börn við bestar aðstæður.
Bretland mældist neðarlega í
öllum þeim þáttum sem rannsak-
aðir voru og kemur fram að fátækt
breskra barna hefur nær tvöfaldast
frá árinu 1979. Þá segir að þau séu
óhamingjusamari, neyti meira
áfengis og fíkniefna, auk þess að
stunda óöruggara kynlíf en jafn-
aldrar þeirra í öðrum iðnvæddum
ríkjum. Jonathan Bradshaw, einn
höfunda skýrslunnar, segir að
ástæður hrikalegrar útkomu Bret-
lands séu þær að bresk stjórnvöld
hafi varið allt of litlum fjármunum í
menntunar- og velferðarmál.
George Osborne, þingmaður Ihalds-
flokksins í Bretlandi, gagnrýndi
Gordon Brown, fjármálaráðherra
landsins, harkalega í gær og sakaði
hann um að hafa brugðist börnum
Bretlands. „Eftir tíu ára stefnumótun
hans í velferðar- og menntamálum
er hagur breskra barna sá versti í
hinum iðnvædda heimi.“
Börn Unicef rannsakadi
fátækt, heilsu og samskipti
barna við fjölskyldu og vini.