blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 20
28
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007
blaðið
konan
konan@bladid.net
Góð samviska
Samviskubitið á það til að hrjá konur, en hvi ekki að taka sér frí
frá þeim leiðinlega ávana? Samviskubitið gerir lítið annað en að
draga orku úr þér og þú þarft eflaust á allri þinni orku að halda.
».
|j.
■
* .í. y
Dekur
Konur, gleymið svo ekki að slaka á og leyfa fjölskyld-
unni að dekra við ykkur á konudaginn á sunnudaginn.
Þið eigið það svo sannarlega skilið.
Taktu þér frí!
Flestar þekkjum við það að vera
undir miklu álagi og finna jafnvel
fyrir vanlíðan vegna þess. Helg-
arnar nýtast ekki til að hvíla sig því
þá er mikið um boð, þrif og annars
konar skyldur auk þess sem börnin
þurfa sinn tíma.
Stundum er nauðsynlegt að fá smá
tíma alein til að ná virkilegri slökun.
Það er enginn ómissandi og þú
ættir því að taka þér eins og einn
frídag. Þennan frídag skaltu bara
nota til að slaka á heima hjá þér.
Það er bannað að þrífa eða útrétta
og einungis leyfilegt að liggja í leti,
lesa góða bók eða horfa á góða
kvikmynd. Þú verður enn betri
starfsmaður þegar þú mætir aftur
til vinnu.
Nýr framkvæmda-
stjóri
í lok janúar hélt Kvenréttindafé-
lag íslands upp á 100 ára afmæli
sitt og í kjölfar aukinna styrkja
frá ríkinu réðst félagið í að ráða
framkvæmdastjóra að nýju frá
1. janúar. Nýr framkvæmdastjóri
er Halldóra Traustadóttir. (stjórn
Kvenréttindafélags (slands sitja nú
Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður,
Margrét K. Sverrisdóttir varafor-
maður, Margrét Kr. Gunnarsdóttir
ritari, Margrét Steinarsdóttir
gjaldkeri, Hildur Helga Gísladóttir,
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og
Svandís Ingimundardóttir, sem
skipa framkvæmdastjórn félagsins.
Auk þeirra eru fulltrúar þingflokk-
anna í stjórninni og eru það Helga
Guðrún Jónasdóttir fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, Aðalheiður Franzdóttir
fyrir Samfylkinguna, Silja Bára
Omarsdóttir fyrir Vinstrihreyfing-
una - grænt framboð, María Marta
Einarsdóttir fyrir Framsóknarflokk-
inn og Sólborg Alda Pétursdóttir
sem var fyrir Frjálslynda flokkinn
en er nú óháð.
Vídalinskirkja í Garðabæ
Konur þjóna í helgi-
haldi á konudaginn
Eftir Svanhviti Ljósbjörgu Guðmundsd
svanhvit@bladid.net
í tilefni af konudeginum munu
einungis konur þjóna í helgihaldi í
Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnu-
daginn en það sama var gert á konu-
deginum í fyrra við góðar undirtekt-
ir.
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar-
prestur í Garðaprestakalli, segir
að messan í fyrra hafi tekist glimr-
andi vel.
„Það mættu um 450 manns í kirkj-
una og það var einstaklega gaman.
í ár mun ég leiða messuna ásamt sr.
Önnu Sigríði Pálsdóttur, sr. Irmu
Sjöfn Óskarsdóttur og Nönnu Guð-
rúnu Zoéga djákna. Eva María Jóns-
dóttir sjónvarpskona mun predika
og það er okkur mikið gleðiefni því
hún er kona sem kann að setja sér
mörk og það að hún vilji taka tíma
í þetta finnst okkur vera mikill
heiður. Svo mun Kvennakór Garða-
bæjar sjá um tónlistina í messunni
og það er Ingibjörg Guðjónsdóttir
söngkona sem stjórnar kórnum.“
Meira en hefðbundin messa
Það verður fleira um að vera en
hefðbundin messa í Vídalínskirkju
á sunnudag því Lionsmenn í Garða-
bæ munu bjóða upp á súpu og brauð
í safnaðarheimilinu eftir messuna.
„Þegar allir hafa gætt sér á góm-
sætri súpunni verður tískusýning
frá tískuvöruversluninni Ilse Jacob-
sen í Garðabæ. Að endingu mun
Edda Jónsdóttir, 82 ára gömul kona
úr Kópavogi, sýna töskur sem hún
býr til úr roði og leðri en þær eru á
heimsmælikvarða. Jafnframt verð-
ur hægt að leggja fram frjáls fram-
lög til sunnudagaskólans því börn-
in í skólanum eru að ættleiða börn
á Indlandi í gegnum Hjálparstarf
kirkjunnar,“ segir Jóna Hrönn og
bætir við að bæði karlar og konur
hafi sótt messuna í fyrra.
„Fyrir messuna hugsaði ég með
mér að þó konur þjónuðu helgihald-
inu þá væri það í anda hins kristna
boðskapar að fólk af báðum kynj-
um kæmi og það var það sem gerð-
ist. Þegar svona vel tekst til þá á
maður auðvitað að njóta þess og
halda áfram. Við erum ekki bara
að lofa Guð heldur líka að skapa fé-
lagsauð sem er mjög mikilvægur.“
Allir jafnir fyrir Guði
Jóna Hrönn segir að það hafi ver-
ið mikil gleði I helgihaldinu í fyrra
enda var verið að minnast þess að
Jesús Kristur lagði áherslu á að all-
ir menn væru jafnir frammi fyrir
Guði. „Jesús Kristur braut hefðir
þess samfélags sem hann lifði í til
þess að gefa konum rými. Konur á
þessum tíma gátu ekki verið læri-
sveinar en þær gátu verið það í sam-
„Konur þurfa oft að berjast
fyrir rétti sínum í dag eins
og má sjá á launamisrétti
kynjanna og það er merki-
legt að ímynda sér að fyrir
2000 árum var uppi maður
sem hafði þessa jafnréttis-
sýn en því miður emm við
ennþá að glíma við ójafn-
rétti
félagi við Jesú. Til dæmis gátu konur
ekki borið vitni en Jesús gerir þær
fyrstar að vottum að upprisu sinni.
Það er gott að lesa boðskap Jesús fyr-
ir konur vegna þess að þar er öllum
gefið jafnt rými. Konur þurfa oft að
berjast fyrir rétti sínum í dag eins
og má sjá á launamisrétti kynjanna
og það er merkilegt að ímynda sér
að fyrir 2.000 árum var uppi maður
sem hafði þessa jafnréttissýn en því
miður erum við ennþá að glíma við
ójafnrétti. Þess vegna er samfélagið
og trúin á Krist frelsandi og gefandi
fyrir margar konur sem lifa við kúg-
un og samfélag þar sem þær fá ekki
að njóta sín.“
NÝ SENDING - GABOR SKÓR & TÖSKUR
SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291
GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240
* '-('//'//////a'/ ’ Regína Ósk Óskarsdóttir
Aldur: 29 ára Starfsheiti: Söngkona og söngkennari
1. Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú varst lítil?
Búðarkona.
2. Ef ekki hér, hvar þá?
Kaupmannahöfn. Ég er afar hrifin
afþeirri borg.
3. Hvað er kvenlegt?
Sjálfsöryggi og kókflaska.
4. Er munur á körlum og konum
og ef svo er hver er hann?
Fyrir utan allan augljósan mun á
kynjunum held ég að konur séu
kannski ívið vandvirkari og fágaðri.
5. Er fullu jafnrétti náð?
Nei, jafnrétti er alls ekki náð í heim-
inum. Það eru nú bara nokkur ár síð-
an konur fengu kosningarétt í sum-
um löndum og það er náttúrlega
fáránlegt að lesa um slíkt. En ég hef
trú á að þetta sé allt að koma hérna
á íslandi.
6. Hvað skiptir þig mestu í lífinu?
Börnin og fjölskyldan.
7. Helstu fyrirmyndir?
Mamma mín.
8. Ráð eða speki sem hef-
ur reynst þér vel?
Ég hef alltaf verið alin upp við þá
speki að ekkert kemur upp í hend-
urnar á þér, þú verður að vinna fyrir
því sjálfur.
9. Uppáhaldsbók?
Það er engin ein ákveðin en ég verð
að segja að ég á það til að festast alger-
lega í bókunum hans Arnaldar Indr-
iðasonar. Mýrin og Grafarþögn.
10. Draumurinn minn?
Að halda áfram að vera hamingju-
söm og gera það sem ég hef ástríðu
fyrir.