blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 9
blaöiö FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 9 Kennaradeilan rædd á Alþingi: Ríkisstjórnin beiti sér Baráttufundur Kennarar mótmæla Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Háttvirtum þingmanni hlýtur að vera ljóst að launamál og kjarasamn- ingar eru verkefni sveitarfélaga og launanefndar þeirra.“ Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar Björgin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, benti á það i upphafi þingfundar í gær að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á skóla- starfi í landinu og að hún gæti komið í veg fyrir alvarlegt ástand í grunnskólum síðar á árinu ef pólit- ískur vilji væri fyrir hendi. Átti þing- maðurinn við mögulegar uppsagnir grunnskólakennara vegna tregðu í launaviðræðum. Björgvin kvaðst gera sér grein fyrir verkefnum sveitarfélaga. Þess vegna hefði hann spurt hvort forsæt- isráðherra eða annar ráðherra hefðu kynnt sér málið og farið yfir stöðuna með kennurum og sveitarfélögum. Björgvin minnti á að ríkisstjórnin hefði sett lög á síðasta verkfall kenn- ara og sagði forsætisráðherra skjóta sér undan ábyrgð nú. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, benti einnig á að stjórnin hefði blandað sér inn í málið síðast. Jafnframt að meirihlut- inn gengi frá fjárlögum og markaði sveitarfélögumtekjur.„Ríkisstjórnin hefur svelt sveitarfélögin um árabil," sagði þingmaðurinn og bætti þvi við að skeytingarleysið væri ámælisvert. Alvarlegt ástand blasír við Björgvin G. Sigurösson Samfylkingu 55 Verkefni sveítarfélaga GeirH. Haarde forsætisráðherra Auðkennislyklar: Dreifing til loka mars Um 90 þúsund auðkennis- lyklum hefur nú verið dreift til notenda heimabanka. Von er á stórri sendingu lykla til við- bótar í næstu viku en notendur heimabanka, einstaklingar og fyrirtæki, eru um 130 þúsund talsins. „Það kom smá stopp í þessari viku. Lyklarnir eru framleiddir í Asíu og þar varð einhver bilun,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfa- sjóða. Dreifingu á lyklunum verður ekki lokið að fullu fyrr en í seinni hluta mars. @) ITI3ZD3 Veldu rétt Gerðu samanburð á japönsk- um gæðum. Berðu saman gæði og þjónustu Mazda og Toyota. Prófaðu eitthvað nýtt. Mazda keppir við hvern sem er - helst Toyota. Prófaðu aðra eiginleika. Prófaðu önnur þægindi. Núna Mazda3. Skoðaðu góðgætin á lista staðalbúnaðar Mazda3. MAZDA3 TOURING Staðalbúnaður ABS diskahemlar á öllum hjólum EBD hemlajöfnun með EBA hemlahjálp DSC stöðugleikastýring Þriggja punkta öryggisbelti I öllum sætum Stillanlegir höfuðpúðar á öllum sætum Loftpúðar fyrir ökumann og farþega I framsæti ásamt hliðarloftpúðum I sætum Loftpúðagardfnur að framan og aftan Dagljósabúnaður Hreinsibúnaður á framljósum Fjarstýrð samlæsing ISOFIX festingar fyrir barnabllstól I aftursæti Leðurklætt velti- og aðdráttarstýri með útvarpsstillingum Hæðarstillanlegt bllstjórasæti. Rafdrifnar rúðuvindur að framan q4 aftan 15"stálfelgur með heilum koppi Samlitir speglar.hurðarhúnar qrf hliðarlistar Armpúði miíli framsæta meðrnólfi Glasahaldarar milli framsa^tá og Auka hemlaljós að aftan Upphitaðir og rafstýrðir útispeglar Loftkæling Speglar f sólskyggnum Upphituð framsæti Niðurfellanleg aftursætisbök 60/40 Benslnlok opnanlegt innan frá Útvarp með geislaspilara og 4 hátölurum Útihitamælir Ljós f farangursrými Frjókornasía Leðurklæddur gfrhnúður Miðstöðvarblástur afturl Gúmmfmottur að framan og aftan Metallitur MAZDA3 TOURING PLUS Búnaður umfram Touring Aksturstölva 16" álfelgur Dekk 205/55R16 Þokuljós að framan Sjálfvirk loftkæling (air-con) MAZDA3 SPORT Búnaður umfram Touring Plus 6 gfra 17" Álfelgur Xenon framljós Dlóðuafturljós Útvarp með geislaspilara og 6 hátölurum Samlitt grill Sport sflsalistar Sport þokuljós f stuðara Sport stuðarar að framan og aftan Sport sæti og áklæði Vindskeið Regnnemi fyrir rúðuþurrkur Krómstútur á pústkerfi TCS spólvörn Hraðastillir Vertu sj: Veldu annan stíl Núna Mazda3 Mazda3 Touring 5 dyra 1,6i 5 gíra Verð 1.980.000 kr.* Hagsýnn íslendingur velur praktískan og fallegan bíl Núna Mazda3 Frábær í endursölu . Öruggur stadur til ad vera á ■ Brimborg Reykjavík: Bíldshöföa 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.mazdabrimborg.is Lögreglumaður stend- ur vörð Þrjú hundruð þús- und minntust Hariri i gær. Líbanon: Minntust Hariris Allt að þrjú hundruð þúsund Líb- anar söfnuðust saman í miðborg höfuðborgarinnar Beirút til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá morðinu á Rafik Hariri, forsætis- ráðherra landsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnar landsins saka sýr- lensk stjórnvöld um að hafa staðið að baki morðinu. Lögreglan umkringdi hof til minningar um Hariri við Martyrs- torgið í miðbæ Beirút. Þar hafði verið komið upp töflu sem sýndi töluna 730, það er tölu daganna sem hafa liðið án þess að réttað hafi verið vegna morðsins. Hariri var súnnímúslími og vann náið með Sádum og Frökkum. Hann hét fullu nafni Rafik Baha ad- Din Hariri. Var fæddur 1. nóvember 1944. Hann var forsætisráðherra Líbanons á árunum 1992-1998 og svo aftur frá árinu 2000 og þar til hann sagði af sér 20. október 2004.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.