blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 blaöiA kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms LÚÐVÍK XV. FRAKKAKONUNGUR, 1710 GALILEO VÍSINDAMAÐUR, 1564 ILMURINN Rómuð spennusaga Hja Máli og menningu er komin út í kilju llmurinn - saga af morðingja eftir Patrick w“""> Súskind. Kristján Árnason þýddi. „Á átjándu öld var uppi í Frakklandi maður sem var í hópi allra snjöll- ustu og andstyggi- legustu einstaklinga sinnar aldar, og það þótt hún væri annars engan veginn fátæk af snjöllum og andstyggilegum ein- staklingum. Það er saga hans sem hér verður sögð.“ Þannig hefst sagan af Jean- Baptiste Grenouille sem fæðist undir blóðugu fisksöluborði í París. Nöturleg koma hans í heiminn er þó aðeins upphafið að furðulegu lífshlaupi þessa grimma og einstæða snillings sem er gæddur yfirskilvitlegu lyktarskyni - á hinn bóginn ber hann enga líkamslykt sjálfur. Ilmurinn - saga af morðingja hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá útkomu bókarinnar. Hún var ein þeirra bóka sem rufu múrinn milli spennusagna og fagurbók- mennta og hefur bæði unnið til fjölda verðlauna og setið í efstu sætum metsölulista um heim allan. Kvikmynd eftir bókinni er nú til sýninga i Sambíóum. Metsölulistinn - innlendar bækur ! Ilmurinn - kilja Patrick Siískind ^ Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup j Skólinn hans Barbapabba Annette Tison } Draumalandið AndriSnærMagnason Breytingaskeiðið PPforlag 6 Pétur hittir Svart og Bjart Jón Sveinbjörn Jónsson ? Aldingarðurinn Ólafur Jóhann Ólafsson Vefurinn hennar Karlottu E. B. White 9 Flugdrekahlauparinn Khaled Hosseini H.C. Andersen pakki H.C. Andersen - PPforlag Metsölulistinn - erlendar bækur ThePoeShadow Matthew Pearl 7 On the Run Iris Johansen 3 TheTemplarLegacy Steve Berry 4 Wuthering Heights Emily Bronté „ The Alchemist - Gíft Edition Paulo Coelho 6 Heaven and Earth: Unseen by the Naked Eye Phaidon ? HomeTruths Freya North 8 The Husband Dean R. Koontz 9 TheCell Stephen King 10 Two Little Girls in Blue Mary Higgins Clark Listinn er gerður eftir sölu í Pennanum Eymundsson og bóka- búðum Máls og menningar dagana 07.02 -13.02. Mynd frá hjartanu Teiknim oa skapsveiflixrna komin Hilmar Sigurðsson „Við gerðum myndina á okkar forsendum og það eru for- réttindi í kvikmyndabransa nútímansBim/Frikki kvikmyndahúsum hér á landi er verið að sýna teiknimynd- ina Önnu og skapsveiflurnar í leikstjórn Gunnars Karlssonar. Sjón gerir handrit og tónlistin er eftir Julian Nott. Caoz hf. er fram- leiðandi en áður hefur það sent frá sér hina vinsælu teiknimynd Litla lirfan ljóta. „Það eru fjögur ár síðan Sjón kom hingað með söguna og sagði okkur frá því hvað hann væri að gera,“ seg- ir Hilmar Sigurðsson sem er fram- leiðandi myndarinnar ásamt Arn- ari Þórissyni. „Upphafið er þannig að Brodsky-kvartettinn leitaði til Sjóns og Julian Nott og vildi fá frá þeim sögu og tónverk sem átti að höfða til ungs fólks. Sjón skrifaði þessa sögu og Nott samdi tónlist og verkið var flutt á tónleikum í Bret- landi þar sem Sjón var sögumaður og leiklas söguna. Þá vorum við hér í Caoz byrjuð að þróa þessa teikni- mynd og það hefur tekið fjögur ár, sem er nokkuð langur tími. F.g hef oft sagt að í sjónvarpsbransanum sé talað um klukkustundir í fram- leiddu efni á viku. í kvikmynda- bransanum er talað um mínútur á viku og í teiknimyndabransanum tölum við um sekúndur á viku. Þetta lýsir ferlinu. Hjá Caoz gerum við þá kröfu til okkar kvikara, eins og við köllum teiknarana, að þeir skili okkur fimmtán sekúndum á viku." í efstu deild Spurður hvernig honum þyki myndin segir Hilmar: „Mér finnst myndin frábær og viðtökur hafa ver- ið einstaklega góðar. Við þurftum ekki að lúta valdi erlendra sérfræð- inga, dreifingaraðila eða annarra heldur fengum tækifæri til að gera hana eins og við vildum hafa hana. Allir sem unnu að henni settu hjarta sitt í verkið. Við gerðum myndina á okkar forsendum og það eru forrétt- indi í kvikmyndabransa nútímans. Oftar en ekki eru svona verkefni framleiðsla milli tveggja til þriggja aðila." Um dreifingu á myndinni er- lendis segir hann: „Markaðurinn fyrir mynd eins og þessa er þröng- ur. Myndin fer aðallega í sjónvarps- dreifingu erlendis því það er ekki algengt að hálftímamynd sé dreift í bíó, þó er verið að skoða það á tveim- ur stöðum. Það er búið að selja hana á allar Norðurlandastöðvarnar og Þýskaland, Frakkland og Bretland hafa sýnt áhuga. Svo er hún á leið á kvikmyndahátíðir. Þótt við reikn- um með að myndin skili sér í kostn- aði á endanum þá verður hún aldrei stór tekjulind. Ef við náum henni á núllið þá verðum við glöð og miðað við undirtektir er ég er nokkuð viss um að það tekst. Sjálf teljum við að við séum með henni komin í efstu deild í þrívíddarteiknimyndagerð." Teiknimynd um Þór Nú vinnur Caoz að teiknimynd í fullri lengd þar sem aðalpersónan er guðinn Þór. „Við höfum verið í tvö ár að skrifa og þróa það verk- efni og veitir svo sem ekki af. Við höfum líka kallað til erlenda sér- fræðinga til að lesa og gefa álit og erum að rembast við að gera þetta rétt. Við munum kynna það verk- efni á erlendri teiknimyndaráð- stefnu nú í rnars," segir Hilmar. „I þessari mynd munum við taka fyrir þá fjölmörgu skemmtilegu karaktera sem eru í goðafræðinni, ekki bara goð og jötna heldur líka Fenrisúlf og Miðgarðsorm og fleiri sérkennilega karaktera. Þetta er sér- deilis skemmtilegt og spennandi verkefni og við vonum að myndin komi út fyrir jólin 2010.“ Hellman stefnir McCarthy menningarmolinn A þessum degi árið 1980 fór leikrita- skáldið Lillian Hellman í meiðyrða- mál við rithöfundinn Mary McCarthy og krafðist 2.2 milljóna króna skaða- bóta. Báðar nutu konurnar mikillar virðingar í bókmenntaheiminum. Hellman var áhrifamikill vinstrisinn- aður leikritahöfundur og samdi með- al annars leikritin The Little Foxes og The Children’s Hour. McCarthy var gagnrýninn og kaldhæðinn rithöfund- ur, þekktust fyrir bók sína The Group (Klíkan). McCarthy hafði í spjallþætti sagt Hellman vera slæman, ofmetinn og óheiðarlegan höfund. Lengi hafði verið kalt á milli þeirra tveggja eða í rúm þrjátíu ár þegar þær rifust á ljóða- þingi I bandarískum háskóla. Rithöfundar og stuðningsmenn tjáningarfrelsis komu McCarthy til varnar. Þar á meðal var auðkona nokkur sem borgaði lögfræðikostnað fyrir McCarthy og bjargaði henni frá gjaldþroti. Hellman lést áður en mál- ið kom fyrir dóm og í kjölfarið var því vísað frá. Lillian Hellman

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.