blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 11
blaðið FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 11 Bandaríkin: Setti prósak í súpu barna William Allen Cunninghan hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn börnum eftir að hafa látið börn sín borða súpu sem hann hafði bætt ýmsum efnum út í til að reyna að hafa peninga af Campbell-súpufyrirtækinu. Þriggja ára sonur og átján mánaða dóttir Cunninghams voru tvívegis lögð inn á sjúkra- hús í Jonesboro í Georgíuríki effir að Cunningham hafði bætt sterku kryddi, kveikjara- vökva og lyfjunum prósaki og amitriptylíni út í súpu barnanna. Cunningham hringdi í höfuð- stöðvar súpuframleiðandans og hótaði málaferlum. Upp komst um lygar mannsins skömmu síðar, en hann gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Túrkmenistan: Nýr forseti í embættið Tannlæknirinn Kurbanguly Berdymukhamedov hefur verið settur í embætti forseta Túrk- menistans. Yfirvöld segja hann hafa fengið 89 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Fjölmargir hafa gagnrýnt framkvæmd kosning- anna og segja úrslitin hafa verið fyrirfram ákveðin, Einungis fulltrúar eins stjórnmálaflokks máttu bjóða fram. Berdymuk- hamedov hefur gegnt starfi for- seta til bráðabirgða allt frá dauða Saparmurat Niyazov, sem gekk einnig undir nafninu Túrlönenb- ashi, f desember síðastliðnum. Rússneskir hermenn: Neyddir til að stunda vændi Rússneski herinn rannsakar nú ásakanir um að nýliðar í hern- um hafi neyðst til að starfa sem vændiskarlar í St. Pétursborg. Mannréttindasamtökin Mæður hermanna segja að mæður ný- liða hafi haft samband og sagt að yfirmenn sona sinna í hernum hafi neytt þá til að stunda vændi og hafi svo hirt peninginn sjálfir. Máhð er það síðasta í röð hneykslismála sem upp hafa komið í tengslum við rússneska herinn. Á síðasta ári var óbreytt- ur hermaður svo illa barinn af félögum sfnum að drep mynd- aðist í fótleggjum og kynfærum þannig að læknar neyddust til að fjarlægja þau. Hermaðurinn fyrrverandi hyggst gefa út bók um reynslu sína í hernum. Tillaga Vinstri grænna: Frítt leikskóli í stað skattalækkunar „Þetta var eitt af okkar helstu bar- áttumálum fyrir síðustu kosningar og við stöndum á því enn þá. Við höfum flutt málið síðan þá en það hefur aldrei komið til annarrar um- ræðu,“ segir Þuríður Backmann, þingmaður Vinstri grænna, um þingsályktunartillögu flokksins um gjaldfrjálsan leikskóla. Til- lögunni var vísað til félagsmála- nefndar Alþingis nú í vikunni. f tillögunni segir að ljóst sé að það muni óhjákvæmilega taka nokkurn tíma að gera leikskóla- stigið í heild gjaldfrjálst og gera ráðstafanir til að fullnægja eftir- spurn í takt við réttindi íoreldra. p Eittafokkar fptfjggl*'';, helstu 1 ' baráttumálum Þuríður Backman, þing- maður Vinstri grænna Ljóst þyki jafnframt að bæta þurfi fjárhag sveitarfélaganna, til dæmis með hlutdeild í fleiri og breiðari tekjustofnum en nú. „Við vorum með tillögu um að í stað þess að lækka tekjuskatt fengju sveitarfélögin þann tekju- stofn. Þetta skiptir fjölskyldurnar í landinu miklu máli og ekki síst börnin. Það er búið að taka dálít- að þetta sé raunverulegt, mögulegt inn tíma fyrir fólk að kveikja á því og líka kjarabætur,“ segir Þuríður. 31x10,SRIS Tilboð kr. 11.900 Pro Comp 33xl2,SR17 Tilboð kr. 19.990 35x12,5R17 Tilboð kr. 23.990 35x12,SR18 Tilboð kr. 28.990 32x11,5R15 Tilboð kr. 13.900 33x12,5R15 Tilboð kr. 14.900 35x12,5R15 Tilboð kr. 15.900 u BFGoodrich 0 285/65R18 ir Tilboð kr. 25.990 265/75R16 Tilboð kr. 12.900 i'Ma Mótorhjólavörutw 30% ofslámíB r T ASV á LAZER *■—* Hjdlmar 40% afsláttur ^iafglvrðir^ílariRWiltyði f5 Gott úrval af álfelgum undir flesta bíla. 13-17 r Allir RC aukahlutir f 20% afsláttur Allir RC varahlutir 50% afslattur S Mikið úrval af 16" & 17 % álfelgum á fólksbíla. Borgartún 36 - s: 588 9747 - www.vdo.is Gildir 7.2.07-16.2.07 eða meðan birgðir endast

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.