blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 14
HVAÐ Kláraðist kakan Fll^NST Ögmundur? |_|' 13 3 „Þær voru nú reyndar þrjár talsins, enda dugi JL JLi X\ • minna á 65 ára afmæli. Annars hurfu þær á folk@bladid.net 14 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 Ögmundur Jónason, formaður BSRB. Ögmundurtók að sér að baka kökur fyrir starfsfólk Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í gær sem fagnaði 65 ára afmæli sam- takanna. Ögmundur er þekktari fyrir þingstörf sín, en hann sagðist ekki hafa notið neinnar utanaðkomandi hjálpar við baksturinn. gegn HEYRST HEFUR ORÐRÓMUR er uppi í blogg- heimum um að sjálfur Clark Kent, annað sjálf Ofurmennisins, vaði nú uppi í dómsal Héraðs- dóms Reykjavíkur. Reyndar er aðeins um að ræða Jón Þór Ólason, aðstoðarmann Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. Þykir svipur með honum og Christop- her Reeves heitnum, báðir dökk- hærðir, ____ vatnsgreiddir, þreknir og með gleraugu. Hitt er svo önnur saga, hvort kraftar Ofur- mennisins myndu duga máls- vörn Baugs- veldis- ins... LEIÐRÉTTING barst Blaðinu frá borgarstjóranum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, um Heyrst hefur-molann frá því í gær, þar sem hann var sagður iðka golfæfingar undir hand- leiðslu kennara. Hið rétta er að Vilhjálmur hefur litla sem enga tilsögn hlotið og er það ástæða að- faranna að Básum. a Hinsvegar segist hann gera sér það ljóst að ekki * veitti af að fá smá leiðsögn, sjálfum sér og nær- stöddum til ör- ygg>s- NÝÓGN veður nú uppi í búrum og kex-skápum landsmanna. Þetta er hin ógnvænlega trans- fitusýra, sem finna má í nánast öllu sem bragðgott þykir. Er hún sérstaklega skaðleg heilsunni, helst þeim sem þjást af hjarta- og æðasjúkdómum. Hinsvegar er ljós í myrkrinu. Samkvæmt nýrri könnun minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 6o prósent ef maður leggur sig um miðjan daginn. Þá er nú ekkert að óttast... Kenndur í Kastljósinu Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Andri Freyr Viðarsson afrekaði það í eftirminnilegum Kastljósþætti í vikunni að keyra á hreindýr, bæði allsgáður og undir áhrifum áfengis. Hann kláraði kippu af sterkum bjór og hagaði sér dólgslega í við- tali. Allt var þetta þó gert í þágu vísindanna. En skyldi Andri vera timbraður? „Já, það er ekki laust við það. Samt allt í lagi, þurfti ekki að mæta í vinnu fyrr en um hádegi. Annars verð ég að segja að þetta hafi verið fróðleg lífsreynsla. Myndi gera þetta aftur sko. Alltaf gaman að fá frítt áfengi," sagði Andri kankvís. Skyldu foreldrar hans vera stoltir afstráknum? „Já, mamma var bara ánægð með mig, ég hringdi í hana áðan. Og pabbi? Jú jú, alveg sérstaklega." Viðbragð Andra var mælt í öku- hermi, og borið saman fyrir og eftir neyslu áfengis. „Ég hef nú aldrei drukkið svona sterkan bjór á jafn skömmum tíma, en þetta var ío prósenta Faxe. Fínt stöff, en maður hefur nú alveg náð „Annars náði ég nú að strauja eitt hreindýr alls- gáðursem varfrekar klaufalegt. Segirkannski til um hvemig bílstjóri ég er.“ slíkri ölvun áður held ég. Þó hef ég aldrei notið aðstoðar lögreglunnar fyrr við drykkju! Það er bara verst að á bloggsíðum er ég kallaður hænuhaus, sem ég er nú ekki par sáttur við. Vil ekki hafa það!“ En skyldi reynslan hafa haft eitt- hvert forvarnargildi? „Já já, maður er nú ekkert að keyra eftir fleiri en í til i bjóra. Annars náði ég nú að strauja eitt hreindýr allsgáður sem var frekar klaufalegt. Segir kannski til um hvernig bíl- stjóri ég er. Annars tók ég ekki bíl- prófið fyrr en um tvítugt, mamma átti nefnilega svo ljótan bíl að ég gat ekki látið sjá mig á honum! Á núna Hondu Civic V-Tec, 1500 vél, skilar 114 hrossum. Eðalvagn alveg.“ Áhorfendur tóku eflaust eftir því að eftir að vissu ölvunarstigi var ndð þá talaði Andri næstum ein- BLOGGARINN... Sturlun... „Hvað erþetta eiginiega með Egii Helgason og Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra? Egill skrifar ekki pistil þessa dagana án þess að láta þess getið að Sturla sé samgöngu- ráðherra en verði það örugglega ekki eftir kosningar. Sturla sé einfaldlega ekki ráðherraefni Sjálfstæðisflokks- ins. Með leyfi: Hvað hefur Egill vinur minn fyrir sér íþvf? Ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn standi ágætlega í könnunum. Það þarf þvf ekki ævintýramennsku til að spá honum sæti i ríkisstjórn að loknum kosningum. Og verður ekki Sturla efstur í Norðvestur- kjördæmi, einu sterk- asta vígi fiokks- ins? Hvað er þá eiginlega málið?" ...stjörnuhrap. Hugarflug hana skapaði helstu keppninni tapaði. Hin litríka stjarna lítilla barna logaði upp og hrapaði. ungis engilsaxnesku. Hver ætli sé skýringin á því? „Ha, er það? Já, ég hef nú ekki séð þetta reyndar. En maður er bara svo mikill heimsborgari sko. Vona bara að ég hafi ekki verið að reyna við Ragnhildi samt.“ Andra Frey þekkja margir úr út- varpinu, en hann er kannski betur þekktur sem Freysi á X-inu og X- FM. Þær stöðvar hafa báðar gengið i gegnum breytingar og Andri þurft frá að hverfa. Hvað skyldi hann nú vera að brasa? „Við erum að opna nýja útvarps- stöð. Hún mun heita Reykjavík FM, er það ekki annars Búi?“ kallar Andri hátt og snjallt. Búi svarar: „Jú.“ „Þeir sem standa að þessu eru ein- hverjir kallar með tékkheftið milli sætanna í bílnum, meira get ég ekki gefið upp. Annars förum við í loftið í byrjun mars vona ég. Það er að minnsta kosti stefnan hjá okkur,“ sagði Andri. En skyldi Andri œtla að fá sér í aðra tána um helgina? „Auðvitað, maður. Það er lítið annað að gera í þessari helvítis borg,“ sagði Andri Freyr spekings- lega að lokum. Gísli malbein.net ...klámvæðing Hvað er kiámvæðing? Er klámvæð- ing af hinu illa? Á hún eitthvað skylt með jafnréttisbaráttunni? Femínist- inn telur ástæðu til að svara þessum spurningum. Þegar kona eða karl ákveður að ganga um í efnislitlum fatnaði af fúsum og frjáisum vilja, er það neikvætt? Er eitthvað neikvætt við að konur og karlar skuli af fús- um og frjálsum vilja velja að leika í erótískum kvikmyndum? Er eitthvað neikvætt við fegurðarsamkeppnir? Er eitthvað neikvætt að konur og karlar leiki í auglýsingum á seiðandi hátt? Femínistinn svarar þessu öllu neitandi. Allt eru þetta dæmi um frelsi hvers einstaklings til athafna og síðast en ekki síst frelsi einstaklings yfir eigin likama. Femínistinn telur neikvæða umfjöllun um frelsið og tilraunir til að breiða yfir það klámvæðingarkápu ekki á neinn hátt tengjast jafnrétti- sumræðunni. Femínistinn feministi.blog.is Su doku 7 8 1 2 4 3 9 4 1 6 8 9 5 7 8 3 6 3 7 9 6 1 5 9 5 4 3 2 4 2 5 7 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers nfu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Andaðu nú djúpt inn og sjáðu reikninginn

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.