blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 27
Klisjur um karlinn FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 35 blaöið Steríótýpur eru algengar í banda- rískum kvikmyndum. Þá er um að ræða ákveðnar týpur sem koma fyrir aftur og aftur sem aðalkvenpersóna kvikmyndar- innar fellur fyrir. Þetta kallast klisjur en þar er af nógu að taka eins og svo oft í myndum frá Holiywood. Draumastefnu mótið Konan hittir mann sem hún er eitt- hvað efins um en hann býöur henni á draumastefnumótið. Þetta sést til dæmis í myndum eins og Pretty Wo- man og fjölda annarra rómantískra kvimynda. I Pretty Woman flýgur ------- -i RichardGere með ástkonu sína sem er leikin af Juliu Roberts í einkaþotu til annarrar borgar þar sem þau eiga saman stund í óperunni. Eftirsjáin Þegar mynoarlega karlpersónan hefur misstigið sig agalega og sér rosalega mikið eftir því biður hann myndarlegu aðalkvenpersónuna afsökunar á dramatískan hátt, helst : þannig að allir taka eftir. Þá jafnast ekkert á við sameiningu persón- anna tveggja í lok myndarinnar þar sem hún fyrirgefur honum og þau kyssast og allir klappa i kringum þau. Slíkt atriði má til dæmis sjá í I JerryMagu- [ ire þegar Tom Cruise játar ást sína á Renée Zellweger inni í stofu sem er full af þitrum konum. \____________ ^ C \ Blindaður af ást Þessi karakter kemur fyrir í myndum eins og Serendipity, Sweet November og The Wedding Planner ásamt fjölda annarra. Karlpersónan er þá mjög metnaðargjörn týpa sem er oft alveg að fara að ganga í það heilaga með konu sem er að sjálfsögðu ekki aðalkvenpersóna myndarinnar. Sagan er svo yfirleitt þannig að maðurinn kolfellur svo svakalega fyrir þeirri sem er aðal að hann ákveður að hún sé konan í lífi sínu þrátt fyrir að hafa aðeins eytt nokkrum mínútum með henni. Yfir- leitt er hann ekki lengi að losa sig við kærustu sína til margra ára og blæs af brúðkaupið eins og ekkert sé eða hann yfirgefur starf sitt til þess að geta eytt öllum sínum tíma með nýju konunni í lífi sínu. V Kvennabósinn Fjöldi kvenna fellur fyrir hálfvitanum sem hangir í pilsfaldi hverrar konu.' kvikmyndum er ekki óalgengt að sjá kvennabósann sem er yfirleitt rosa kúl og vill ekki binda sig en sefur hjá nýrri konu á hverri nóttu en man aldrei hvað þær heita. Þá kemur til sögunnar aðalkvenpersónan sem fyrirlítur kvennabósann og þau rífast í öllum atriðum frá byrjun myndar. Svo finnst honum hún voða sæt en hún reynir að falla ekki fyrir honum þó að hún hafi löngu gert það. Kvennabósinn breytir hegðun sinni svo að sjálfsögðu þegar hann uppgötvar að hann elskar bara hana og enga aðra. Þessi týpa er dæmigerð fyrir leikara eins og Matthew McCon- aughey og má sjá hana myndum eins og How to Loose a Guy in Ten Days og Failure to launch. *-'■ - Hinn fullkomni elskhugi Samband aðalpersónanna einkenn- ist af mikilli ástríðu og maðurinn er hinn fullkomni elsk- hugi sem þekkir kvenmannslíkam- ann eins og handar- bakið á sér. Sést til dæmis í myndum eins og 9'/2 Weeks og Ghost.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.