blaðið


blaðið - 21.02.2007, Qupperneq 4

blaðið - 21.02.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 bla6iö INNLENT REYKJANESBÆR Lögregla lagði hald á fíkniefní Þrjár ungar konur og karlmaður voru handtekin í fyrrinótt grunuð um vörslu og neyslu fíkniefna. Fund- ust efnin við leit í heimahúsi þar sem hald var lagt á lítilræði af fíkniefnum og neysluáhöldum. Fólkinu var sleppt að loknum skýrslutökum. SNÆFELLSBÆR Lögreglan fær nýtt lasertæki Lögreglumenn á Snæfellsnesi hafa fengið í sínar hendur nýtt lasertæki sem mælir hraöa ökutækja. Tækið er hand- hægt og einungis 1,6 kíló að þyngd en það getur mælt hraða bifreiðar af mikilli nákvæmni á innan við sekúndu. Tækið býður einnig upp á nákvæmar fjarlægðarmælingar. GUÐMUNDUR I BYRGINU Ekki búinn að kæra „Hann hefur enn ekki lagt fram kæru hjá okkur. Kærurnar sem komnar eru fram snúa allar að því sama, meintri kynferðislegri misnotkun," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Lagðar hafa verið fram sjö kærur vegna kynferðisbrota Guð- mundar Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins. Konur af erlendum uppruna: Fordæma klámið „Full ástæða er til að fordæma komu þessa hóps til landsins og hvetjum við stjórnvöld til að fylgjast grannt með ferðum hans og athæfi meðan á heimsókninni stendur," segir Amal Tamini, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss og stjórn- armaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma að haldin sé klámráðstefna hér á landi búið verði Klámráðstefna haldin á Hótel Sögu Blaðið 16. feb og telja likur á því að til klámfengið mynd- efni meðan á ráðstefnu- haldi stendur. „Það fer ekkert á milli mála að af- rakstur síðustu sam- kundu þessa hóps var klámefni. Félag kvenna af erlendum uppruna harmar það að framleiðendur kláms skuli velja Is- land sem samkomu- stað,“ segir Tamini. Kraftaverkabarn 1 Bandankjunum: Vó 284 grömm Kraftaverkastúlkan Amillia Ta- ylor hefur verið útskrifuð af sjúkra- húsi í Miami í Bandaríkjunum og er komin heim til foreldra sinna. Amillia er sögð vera það barn sem hefur verið styst allra barna í móð- urkviði, eða tæpar 23 vikur. Hún kom í heiminn þann 24. október síðastliðinn og var þá 241 milli- metri að lengd og 284 grömm að þyngd. Almennt er talið að Hfs- líkur barna sem eru léttari en 400 grömm þegar þau koma í heiminn séu litlar sem engar. Amillia hefur átt í erfiðleikum með öndun og meltingu, en læknar telja horfurnar nú vera mjög góðar. Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara LATIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóörun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is Traustur bakhjarl f Vöröu á 50% afsl ISLEIUSKI DAIUSFLOKKURIIU FRUMSYNIR 23. FEBRUAR mt SOFT DEATH OF A SOLITARY MASS eftir André Gingras IN THE NAME OF THE LAND eftir Roberto Oliván AÐRAR SYNINGAR: 25.02 - 04.03 - 11.03 MIÐASALA: s. 568 8000 - www.id.is 18.03 25.03 _ Ágúst Ólafur Ágústsson um breytingar á kynferðisbrotalögum: Leyfa kynlífskaup hér en ekki ytra ■ Ótrúlegur tvískinnungur ■ Til umræöu hjá allsherjarnefnd ■ukaaon | Kul bUtteon lér tU Higntu tU •« I mai ofl kyniu tyrtz h.imjmonmim nhm islensktr erindrekar á erlendri grund: Bannað að kaupa kynlíf ■ Jáfnréttlsstofa krefst nýrrs reglna ■ S|álfsagöur hhitur ■ Ustl yflr kUmfrl tiótel M fM # I IMdMii im IfW. IM i M. iIm, .» Blaðið 20. febrúar 2007 Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hvort setja eigi reglur sem banna opinberum starfsmönnum að kaupa kynlífsþjónstu á ferðum erlendis er til umfjöllunar hjá alls- herjarnefnd Alþingis hvort gera eigi kaup og sölu á kynlífi hér á landi refsilaus. Áfram er lagt til að milli- ganga verði refsiverð. „Ég skil ekki hvernig ráðherrarnir geta tekið vel í erindi sem fer fram á að opinberir starfsmenn kaupi ekki kynlíf þegar þeir eru erlendis á sama tima og þeir leggja fram frum- varp sem gerir ráð fyrir að þessir sömu starfsmenn, og í raun allir, geti keypt kynlíf hér á landi. Þetta er ótrúlegur tvískinnungur og lítið göf- ugt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Engin niðurstaða Dómsmálaráðherra skipaði sér- staka vændisnefnd til þess að fara sérstaklega yfir tillögur að breyt- ingum á kynferðisbrotalögum. Áður en nefndin skilaði niðurstöðu lagði ráðherra fram frumvarpið. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var einn af meðlimum vændisnefndarinnar. „Sá sem leiðist út í vændi á ekki að eiga refsingu yfir höfði sér heldur á að gera kaupin refsi- verð. Þetta er eina raunhæfa leiðin að mínu mati,“ segir Kolbrún. „Lögin verða að vera Þetta er ótrúlegur tvískinnungur og titi» göfugt Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarlnnar Kúnninn hefur völdin í þessum viðskiptum Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaðurVinstri grænna. skýr og að útiloka refsingu fyrir kaup og sölu á vændi býður aðeins hættunni heim. Kúnninn hefur völdin í þessum viðskiptum og lög- reglan á mun betur með að sækja gegn þeim einstaklingum." Einstakt tækifæri Aðspurður segir Ágúst Ólafur að sú leið sem farin var í Svíþjóð hafi reynst vel. Þar hafa kaup á vændi verið gerð refsiverð og opinberum starfsmönnum bannað að kaupa kynlíf erlendis. „Besta leiðin til að útiloka vændi er að einbeita sér að kaupandanum, hann hefur valið og ræður eftirspurninni,“ segir Ágúst Ólafur. „Vonandi sýna ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilja sinn í verki og gera kaup á vændi hérlendis refsiverð. Þeir hafa núna einstakt tækifæri til þess.“ Slaka ekki á klónni Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd, er mótfallinn sænsku aðferðinni. Wð viljum nátt- úrlega ekki siaka á klónni Slgurður Kárl Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur sjálfsagt að setja bann við kaupum opinberra starfsmanna erlendis. „Við viljum náttúrlega ekki slaka á klónni í þessum efnum hér á landi. Með frumvarpinu er fyrst og fremst verið að auka refsi- vernd þeirra sem lenda í kynferð- islegu ofbeldi og þeirra sem leiðst hafa út í vændi,“ segir Sigurður Kári. „í Svíþjóðhafaaðstæðurvænd- iskvenna versnað til muna þar sem starfsemin hefur færst í undirheim- ana. Ég er því í harðri andstöðu við þá leið.“ Framkvæmdir í Lækjargötu: Malbikað þegar veður leyfir Lagnavinnu vegna byggingar tónlistarhúss og fjögurra annarra stórbygginga í miðbæ Reykjavíkur miðar vel að sögn Friðgeirs Indr- iðasonar, verkefnisstjóra hjá fram- kvæmdasviði borgarinnar. „Það fer eftir tíðinni hvenær tekst að malbika og breikka aftur Lækj- argötuna og Kalkofnsveginn með fram Seðlabankanum. Ástandið í Lækjargötunni á bara eftir að batna,“ greinir Friðgeir frá og fullyrðir að truflunin vegna fram- kvæmdanna hafi í raun verið ótrú- lega lítil miðað við hversu umfangs- miklar þær eru. Búið er að rífa öll hús á svæðinu sem átti að fjarlægja nema Esso-bens- ínstöðina sem mun fara á næstu dögum. Næsta stóra verkefni er að færa Geirsgötuna til bráðabirgða. „Þá verður farið að grafa fyrir bíla- kjallaranum, sem verður undir öllu svæðinu nema tónlistarhúsinu, og nýrri Geirsgötu sem fer upp í brú til að hægt sé að ganga undir götuna.“ Hluti af botnplötu tónlistarhússins hefur verið steyptur og verið er að undirbúa kjallaraveggi og súlur í kjallaranum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.