blaðið - 21.02.2007, Page 26

blaðið - 21.02.2007, Page 26
 blaðið Ástarævintýri Eitt rómantískasta par sögunnar virðist hata verið mjög ófrítt fólk að sögn fornleifafræðinga sem fundu nýlega 2.000 ára gamlar myntir með myndum af þeim Markúsi Antoníusi og Kleópötru sem rugl- uðu saman reytum fyrir tíma Krists. Ástarævintýri þessara valdamiklu einstaklinga hefur veitt fjölda listamanna innblástur en egyþska drottningin var leikin af hinni fögru Elizabeth Taylor á sínum tíma. tíska Elva Dögg Árnadóttir hefur alltaf haft gaman af gömlum fötum og henni finnst mjög skemmtilegt að gramsa á mörk- uðum og finna þar einstakar flíkur og faldar gersemar. Hún er svo heppin að fást við áhugamál sitt alla daga þar sem hún rekur verslunina Glamúr á Laugavegi en verslunin selur einmitt gömul föt og fallega fylgihluti. Eins og nafn verslunar- innar ber með sér stílar hún upp á fínni dömur og glamúr og glæsileika. Orðlaus komst að því hvaða merku fundir leynast í fataskáp Elvu Daggar og hvað einkennir hennar fatastíl. ELSKUM... Þá staðreynd að vorið er að koma. Nú er bjartara ‘lengur og sólin skín. Það léttir lund, eykur hreysti og eflir útlit. Vet- urinn hefur verið langur og dimmur og nú sjáum við loksins fyrir endann á honum. LANGAR... í stór sólgleraugu sem eru í anda skordýra og sjöunda áratugarins. Þau eru í tísku enn eitt árið og nauðsynleg nú þegar vorið er að koma. Það er líka ekkert eins gott og að fela sig á bak við risastór gleraugu og þá er meira að segja hægt að leggja aftur augun og hvíla sig í ör- fáar mínútur án þess að nokkur verði var við. LÍKAR VIÐ... Skemmtileg tímarit. Því miður er það svo á [slandi að álagning á tímaritum er gríðarleg og því ekki á allra færi að njóta þeirra. Það væri svo indælt að geta rölt í bókabúðirnar á föstudagseftimiðdögum og splæst í eins og tvö stykki án þess að þurfa að sleppa tveimur mál- tíðum í kjölfarið. VITUM EKKI MEÐ... Rosalega miklar týpur sem horfa bara á myndir eftir látna rússneska kvikmyndagerðarmenn og hlusta á tónlist eftir menn og konur sem enginn kannast við. Eru þeir sem leggja mesta áherslu á að vera öðru- vísi líka rosalega spes þegar þeir eru einir heima hjá sér á kvöldin? Hafið það í huga að það er óhollt að vera of kúl. Maður gæti dáið úr leiðindum. BLESS BLESS... Létt 96,7. Það er komið nóg af rólegu og róm- antísku enda hlýtur almennileg rómantík að Nafn? Elva Dögg Árnadóttir Aldur? 26 Starfsheltl? Verslunareigandi. Kvaöa fllk iangar þig mest í ? Mig langar mikið í þægilegan, víðan bómullarkjól sem hægt er að nota kósý heima. Hann má vera með einhverju fallegu mynstri og í flottum litum. Mesti fundur Það flottasta sem ég hef fundið á markaði er hvít Chanei-taska og ekki spillti fyrir að hún kostaði bara 40 dollara, alger gersemi. Hvaða flíkur notar þú mest? Kjóla. Ég er algert kjólafrík og nota kjóla við öll tækifæri hvort sem er yfir buxur hversdags eða þegar ég að fara eitthvað fínt. Af hverju er mest í fata- skápnum þínum? Það eru kjólar, ég á örugglega um 40 kjóla. Annars er ég nýbúin að grisja aðeins úr skápnum mínum. Síðan á ég líka mjög mikið af allskonar peysum. Hverju faerðu ekki nóg af? Þessa dagana er ég mjög hrifin af kímonóum og held mikið upp á þá. Ég er nýbyrjuð að selja kímonóa í búðinni og þá fæ ég frá Japan. Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þá er hversu fjölbreyttir þeir eru og úr fallegum efnum með flottum mynstrum. Enginn einn er eins og það er hægt að nota þá bæði spari og.dagsdaglega. Fylgihlutur Chanel-eyrnalokkar. Ég var haldin smá Chanel-æði og þessa varð ég að eignast. Hvaða verslanir eru f uppá- haldi? Ég versla að sjálfsögðu mikið í minni eigin búð. Ég er mikið fyrir notuð föt og lifi og hrærist svolítið í þeim heimi og mér finnst mjög gaman að versla og gramsa á mörkuðum. Annars kíki ég yfirleitt í H og M þegar ég er er- lendis og einnig hef ég gaman af því að skoða í hönnunarbúöir. Mr Nota mikið Þessa dagana er ég mikið í svartri loðslá sem ég fékk f Glamúr. Hún er búin að ylja mér á köldum dögum i vetur. Uppahaldsflíkin mín Kímonó sem ég keypti líka á markaði i New York. Ég hefátt hann lengi og finnst hann alltafjafn . fallegur. Hvað skllur þú aldrei vlð þlg? Giftingarhringinn minn, hann er ég alltaf með á mér. Hvað gerirðu til þess að Ifta vel út? Ég mæli með því að fara í sund og gufu, það er alltaf hressandi. Síðan finnst mér Ifka gott að fara í andlits- bað, það gerir góða hluti. En svona venjulega þá læt ég það duga að greiða hárið og mála mig. Kjóllinn minn Laxableikur 80’s-kjóllsem ég eignaðist fyr- ir einu og hálfu ári síðan. Ég fæ aldrei nóg afþessum kjól og nota hann mjög mikið. felast í einhverju öðru en að hlusta á Michael Bolton. Og af hverju halda dagskrárgerðar- menn stöðvarinnar að allar konur veltist um með ást í hjarta og séu stöðugt að reyna að setja rólega og róman- tíska tónlist á fóninn. Nei takk, það er ýmislegt annað hægt að gera. - n ÞOLUM EKKI... Risabfla. Feitir yfir- byggðir risapallbílar frá Ameríku henta ekki fyrir litlar götur í Reykjavík og sérstaklega ekki miðbæinn. Rassarnirá bílunum standa út úr öllum stæðum og hefta þannig almenna umferð. Hættið nú að troðast Íum á risavöxnum k fjallabílum með upp- B hækkuðum skrilljón V tomma dekkjum. Allt um Hjördísi Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, dansari hjá (slenska dansflokknum, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga en hún hefur verið upplekin á æfingum með dansflokknum fyrir sýninguna í okkar nafni sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag. Hvað ertu að gera núna? Aðallega bara að æfa, æfa og aftur æfa. Við frumsýnum sýninguna I okkar nafni á föstudaginn. Hvaða flfk langar þlg mest I? Mig langar mest í flottar svartar buxur, sem mér hefur ekki enn tekist að finna. Aukahluti? Eg elska skartgripina frá Pilgrim. Hvernig lætur þú gott af þér leiða? Ég læt gott af mér leiða með því að reyna aö vera jákvæð í viðmóti. Það smitar út frá sér og það er bara svo miklu auðveld- ara að lifa þegar fólk er jákvætt. Uppáhaldsverslanlr? Yfirleitt versla ég mest þegar ég fer til útlanda og þá eru Zara og Mango-búðir í uppáhaldi þar sem ég finn mér alltaf eitthvað þar. Netverslanir? Ekki verið mikið í þeim pakkanum. Ertu með ðr? Það fylgir nú bara starfinu, sérstaklega á fótleggjunum. Fegurðarráð? Heilsusamlegt liferni og sjálfsöryggi. /3\ Uppáhaldsveítingastaður? Vegamót eru með góðan mat á viðráðanlegu verði. fr X Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna? Ég hlusta alltaf bara á sitt lítið af hverju. W Uppáhaldsstaður f Reykjavfk? Get ekki sagt að einhver einn staður sé meira uppáhald en annar, en stundum finnst mér gott að ganga niður að sjó við Laug- arnestangann. Getur verið mjög friðsælt að kvöldi til. t- Hvaða bókum mælir þú með? Ég mæli með Sagnfræðingnum. Það er frábær bók. Uppáhaldshlutur? Nýja úrið mitt sem ég fékk i jólagjöf. Tek það ekki af mér. Fyrir hvað hrósar fólk þér oftast? Ætli fólk hrósi mér ekki oftast fyrir að vera fljót að læra nýja hluti. Hjördís Lilja Örnólfsdóttir Uþþtekin á æfingum með Islenska dansflokknum um þessar mundir BlaliD/Frikkl

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.