blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 blaðið VEÐRIÐ í DAG Hlýjast syðst Norðan 18 til 23 á Vestfjörðum seint í dag en lægir mjög annars staðar. Rigning eða slydda norðan- en einkum austan- lands, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum, hlýjast syðst. Á FÖRNUM VEGI Hvað bar hæst á Framsóknarþinginu? Laufey Waage, tónlistarkennari „Ég fylgdist nú ekki með, hef takmarkaðan áhuga.“ Ásgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri „Framsóknarmenn eru ansi brattir. Margt bar hæst, meðal annars það að þeir skildu sig frá Sjálfstæðisflokknum." Sigfríður Þorsteinsdóttir „Ræða formanns.” Indriði Viðar Pálsson, lestarvörður „Ég bý nú erlendis og fylgist ekki mikið með.“ Guðbjörg Þorvaldsdóttir, ræstingastjóri „Ég fylgdist ekki með þessu." ÁMORGUN Skúrir Suðaustan og austan 5 til 8 og skúrir eða slydduél, en norðaustan 8 til 13 á Vest- fjörðum. Hiti 1 til 6 stig. VÍÐA UM HEIM I Algarve 15 Amsterdam 10 Barcelona 18 Berlín 10 Chicago 0 Dublin 9 Frankfurt 12 Glasgow s Hamborg 10 Helsinki 3 kaupmannahbfn 4 London 11 Madrid 15 Montreal -6 New York o Orlando g Osló 4 Palma 20 París 13 Stokkhólmur 4 Þórshöfn 6 Formaður Verkalýðsfélags Akraness 0MÍ iTv' -‘l Vill skattlausa forvarnarstyrki ■ Styrkirnir hugsaðir sem hvatning ■ Mismunun í kerfinu Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Nýverið sendi Verkalýðsfélag Akra- ness áskorun til allra formanna stjórnmálaflokkanna þess efnis að afnema eigi skatt á forvarnarstyrki sem stéttarfélög veita. Styrkirnir veita styrkþegum tækifæri til lík- amsræktar og heilsufarsrannsókna í forvarnarskyni, til dæmis varðandi krabbamein og hjarta- og krans- æðasjúkdóma. Enn hafa engin svör borist til félagsins frá formönnum flokkanna. „Forvarnarstyrkir stéttarfélag- anna skipta gríðarlega miklu máli fyrir félagsmenn okkar, ekki síst þá sem lægstar hafa tekjurnar. Að mínu mati er það með öllu óeðlilegt að styrkirnir skuli vera skattskyldir eins og raunin er,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness. Lítið sem ekkert Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, er sammála því að óeðlilegt sé að sty rkirnir séuskattlagðir. Hann segir markmiðið vera að hvetja fólk til að hugsa vel um heilsuna. „Ég er ferlega á móti þessu. Styrkirnir eru ekki háir og þegar ríkið hefur tekið sinn skerf verður þetta nánast ekki neitt sem við náum að veita fólki,“ segir Garðar. „Við erum að reyna að hvetja fólk til að gera eitthvað fyrirfram fyrir heilsuna þannig að það léndi síður inni í heilbrigðiskerf- inu. Mér fyndist ekkert óeðlilegt ef að minnsta kostir sumir þessara styrkja væru skattfrjálsir." Samfélaginu til hagsbóta Vilhjálmur segir hér afar brýnt mál á ferðinni sem gagnist ekki að- eins þeim sem á styrkjunum þurfa að halda heldur samfélaginu öllu. „Forvarnarstyrkir stéttarfélaganna hafa sparað rikinu umtalsverðar upp- hæðir þar sem náðst hefur að greina alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi. Þetta er alveg borðleggjandi," segir Ég er ferlega ámóti þessu Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar Vilhjálmur. „Síðan má ekki gleyma því að forvarnarstyrkir stéttarfélag- anna stuðla að bættriheilsu félags- manna, öllu samfélaginu til heilla." Mismunun íkerfinu Garðar bendir á skekkju í kerfinu þar sem skjólstæðingar Trygginga- stofnunar rikisins njóti skattfrelsis í samskonar styrkjum. „Það er ákveðin mismunun eftir því hver veitir styrkina. Þannig að ríkið sjálft er í raun að gera þetta með öðrum hætti, þegar því hentar,“ segir Garðar. Arni M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir þetta margsinnis hafa verið til umræðu á Alþingi. Hann vill lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Moody's: í þakíbúð í fílabeinsturni Fyrirtækið CreditSights Inc. í New York er hætt að fara eftir einkunnum sem lánshæfis- matsfyrirtækið Moody's gefur evrópskum bönkum þar sem þær séu ekki í takt við skilning fjárfesta. Samkvæmt nýrri aðferðafræði Moody's er tekið tillit til mögu- legs utanaðkomandi stuðnings við einkunnagjöfina og hafa þrír stærstu íslensku bankarnir þess vegna fengið hæstu einkunn, hærri en hollenski bankinn ABN Amro Bank NV. Sérfræðingar CreditSights Inc. segja fyrirtæki sem meta lánshæfi stundum vera sökuð um að vera í fílabeins- turni. „Nú virðist Moody's hafa tekið á leigu þakíbúðina þar.“ Þýskaland: Misheppnuð flóttatijraun Þrír fangar slosuðust alvarlega þegar þeir festust í gaddayír í misheppnaðri flóttatilraun úr fangelsi í Bochum í vesturhluta Þýskalands á sunnudag. Föng- unum tókst að klifra yfir girð- ingu áður en þeir reyndu að kom- ast yfir múrvegg fangelsisins þar sem þeir festust í gaddavírnum. Fangaverðir þurftu að kalla til slökkvilið til þess að losa þá úr gaddavírsflækjunni. Fangelsisstjórinn Henning Köster segir að það hafi aldrei verið nokkur hætta á að þeir myndu sleppa úr fangelsinu, en fangarnir þrír afplána allir lanea dóma. r 2007 Benz ML 320 Dísel. Þessir bílar ganga allstabar í heiminum ó yfirverði í dag. Eigum nokkra vel búna bíla til ó lager. Sýningarbíll ó staðnum. Bílarnir eru á 800 til 1.600 þús, undir listaverði. Okkar verð frá 7.138 þús. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 J Mótmæli 1 Kaupmannahöfn: Ungdómshúsið rifið Hafist var handa við að rífa Ung- dómshúsið á Norrebro í Kaupmanna- höfn í gærmorgun. Mikið fjölmenni lögreglumanna varði svæðið og voru nokkur ungmenni handtekin vegna mótmæla. Umhverfisráð Kaupmannahafnarborgar stöðv- aði þó fljótlega niðurrifið eftir að mikið ryk dreifðist um nánasta um- hverfi hússins, en óttast var að það væri asbestblandað. Framkvæmdir hófust þó að nýju eftir að tókst að binda rykið með vatni. Verktakar notuðust við ómerktar vinnuvélar af ótta við aðgerðir mótmælenda, en áætlað er að verkinu verði lokið síðdegis í dag. Talsmenn kristna safnaðarins Faderhuset, sem keypti húsið árið 2001, sögðu á blaðamannafundi í gær að húsið hefði verið í svo slæmu ásigkomulagi að ekki væri nokkuð annað í stöðunni en að rífa það. Ruth Evensen, talsmaður safnaðarins, segir að rottugangur, vatnsskemmdir og brunahætta hafi verið mikil í húsinu, auk þess sem það hafi verið mjög heilsuspillandi. Evensen segir að til standi að reisa menningarhús á lóðinni. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Kaupmannahöfn síðustu daga vegna Ungdómshússins. Um 650 manns hafa verið handteknir síð- ustu daga og er áætlað að eignatjón af völdum óeirða víðs vegar um borgina sé vel á annað hundrað milljóna króna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.