blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 Fjolgun 1 framhaldsnami Fjóldi nemenda i grunnnami við islenska haskola hefur staðið í stað frá árinu 2003 en nemendum í framhalds- námi (meistara- og doktorsnámi) hefur aftur á móti , fjölgað ár frá ári. g menntun@bladid.net blaðið Lögverndun raddar Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, heyrnar- og talmeinafræðingur, flytur fyrirlesturinn „Á að lögvernda rödd" í salnum Bratta í Kennaraháskóla íslands í dag kl. 16. Fyrirlesturinn er fluttur í tilefni Evrópudags talmeinafræðinnar. Islensklr skólar í evrópskum eTwinning verkefnum: Yfir lönd og höf Islenskir þattakendur i eTwinning Hópur íslendinga sem hafa tekiö þátt i eTwin- ning á stórri eTwinning hátíð i Belgíu fyrir skemmstu. Leikur einn er fyrir íslenska grunnskóla- eðaframhalds- skólakennara að koma á samstarfi milli nemenda sinna og nemenda annars staðar í Evrópu fyrir tilstilli eTwinn- ing-áætlunar Evrópusambandsins. Henni er ætlað að styrkja almennt skólastarf í Evrópu með nýtingu tölvutækninnar og gefa ungu fólki á aldrinum 6-20 ára aukin tækifæri til náms. Nemendur og kennarar vinna að ákveðnu verkefni í samstarfi við nemendur og kennara í skóla í einu eða fleiri Evrópulöndum. Yfir 23.000 skólar í Evrópu eru skráðir í eTwinning og eru verkefn- in yfir 3.600. Hér á landi eru um 70 kennarar úr um 50 grunn- og fram- haldsskólum skráðir í eTwinning og hafa 19 verkefni verið stofnuð. Verðlaunaverkefni Eitt verkefnanna, „Anicient Paths of Europe“ sem Guðlaug Ósk Gunn- arsdóttir, kennari í Varmárskóla, stóð að ásamt spænskum kennara, fékk sérstaka gæðaviðurkenningu eT- winning í fyrra. Þá hlaut verkefnið Eurogeography sem Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, tók þátt í ásamt nemendum sínum viðurkenningu í Tékklandi síðastliðið haust. Tilgangur verkefnisins var að safna saman upplýsingum um nem- endur þátttökuskólanna, skólana sjálfa og nánasta umhverfi þeirra svo nokkuð sé nefnt. Nemendur nýttu sér síðan kosti tölvutækninnar til að miðla upplýsingunum áfram og eiga í samskiptum sín á milli. Hans Rún- ari finnst einmitt eTwinning ganga svolítið út á að nota þá möguleika sem Netið býður upp á. „Það er til svo mikið af tækjum í dag og það er svo auðvelt að gera þetta. eTwinning hjálpar til með því að vera með sameiginlegt svæði, eT- winning-vefinn,“ segir Hans Rúnar. Einfalt og auðvelt Evrópusambandið hefur lengi haft á sér ímynd skrifræðis þar sem allt er frekar þungt í vöfum og flókið. Sú er þó ekki raunin með eTwinning þar sem mikið er lagt upp úr einfald- leika og sveigjanleika og því að kenn- arar og nemendur sýni frumkvæði. Hans Rúnar telur einmitt helsta kost eTwinning vera hversu auðvelt sé að taka þátt í því. „Ef þú ert kennari á íslandi í dag og vilt komast í samskipti við aðra skóla eða aðra bekki eða ert með hugmynd að skemmtilegu verkefni þá skráirðu bara þig og skólann á eTwinning. Það eru um 3.000 verkefni í gangi í eTwinning og þau eru um allt milli himins og jarðar og alveg frá yngstu stigum, jafnvel leikskóla, og upp á framhaldsskólastig. Ef þú finnur engin verkefni þar þá stofnarðu bara verkefni og leitar að einhverjum sem hafa kannski svipaðar hugmyndir eða kenna svipað námsefni,“ segir Hans Rúnar. Samþætt námsáætlun Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í eTwinning-verkefni þurfa þó að huga að því í tæka tíð þannig að það falli vel að námsáætlun skólans. „Við erum einmitt að fara að vinna verkefni um veður með tékk- neskum skóla. Verkefnið byrjar formlega í haust og þá getum við verið búnir að setja það inn í okk- ar áætlun. Það er því ekkert mál að finna stað í námskránni fyrir þetta og það er meðal annars kveðið á um það í aðalnámskrá að nemend- ur eigi að eiga samskipti við nem- endur erlendis,“ segir Hans Rúnar og bætir við að eTwinning sé frá- bær vettvangur til að uppfylla þau ákvæði. Nánari upplýsingar um eTwinn- ing má nálgast á vefsíðu Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins ask.hi.is/ page/etwinning. Nám í útrás Nokkur íslensk útrásarfyrirtæki vinna með Háskólanum í Reykjavík að þróun og framgangi nýs meist- aranáms í alþjóðaviðskiptum sem hleypt verður af stokkunum næsta haust. í náminu verður lögð áhersla á jafnvægi milli fræðilegrar þekk- ingar og hagnýtrar þjálfunar og er því ætlað að undirbúa fólk undir ný og spennandi tækifæri í íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Námið tekur fjórar annir og verður hægt að stunda það með vinnu eða sem fullt nám. Allir nemendur fara utan eina önn þar sem þeir vinna annað hvort hjá íslensku fyrir- tæki eða í sendiráði eða verða við nám í erlendum háskóla. Nemendum býðst einnig að sérhæfa sig í mismunandi mark- aðssvæðum í Evrópu, Asíu eða Ameríku. Peim býðst enn fremur að sérhæfa sig í rannsóknum í viðskiptafræði eða í alþjóðamark- aðsfræði. í ráðgjafanefnd námsins er fólk sem er í fremstu röð í íslensku viðskipta- og atvinnulífi og má þar nefna Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, Lýð Guðmundsson, stjórn- arformann Bakkavarar, og Ragn- hildi Geirsdóttur, forstjóra Promens. Forstöðumenn meistaranáms í alþjóðaviðskiptum eru dr. Jón Ormur Halldórsson og dr. Margrét Jónsdóttir. Vectnk’ krem ef afinfaríkt lyf III meðleföaf á fninsu af vöfdum Herpes Simplex. Veclavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá stlng eða æðasláftar til blöðru. I Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang vcirunnar. Vectavir ef ætlað tuHofðnum og tómum eidri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klsl fresti 14 daga. Berið á rétt fynr svefn og um leið og vaknað cr. Dæmigert er að frunsa konti tram við ofreynslu, kvct eða inflúensu eða í mikilli sðl (t.d á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvir. famciklðvlr eða íjðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir mmnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel tóðbemingar sem fylgja lyfinu, Geymð þar sem höm hvorki ná til né sjá. OMvin nelúðinn og nefdropamir ínnihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu. nelstiflu og slímmyndun vegna kvefs og braðrar bólgu i ennls- og kinnholum. Otrivin virkar fljðtt og áhrifin vara í 6-10 klst. Otrivín getur valdið aukaverkunum, s.s. ertlngu í slimhúð og svðatlfmningu. Einníg ögleði og höfuðveik. Otrivin má nota jjrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga i senn. Varúð: tangtlmanotkun Otrivin getur leltt til þunks I nefslímtuið. Sjúklingar með gláku eða peir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ektó að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeíningar sem fylgja lyf mu. Geymið þar sem höm hvorki ná til né sjá. Strepsfc töftur etu látnar tema í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást tram staðbundin sótthremsandi áhrif í munni og koki.Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrit sem siá á ertingu. Venjulega er eín tafla látin leysast hægt uþp i munni á 2-3 kist fresli. Lyfið þatf venjulega að nota i 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Emntg má leysa upp 1 -2 toflur i heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsíns hefur engin áhrit á önnut lyf sem notuð eru samtimis. Otnæmi eða ofnæmisBi vðþrögð geta komið fytir en eru afar sjaldgæt. Hver pakki at Strepsils innMdur 24 munnsogstoflur, sem eru i hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu tytgja viðurkemdat leiðbeiningar á íslensku um notkun tyfsins, sem gott er að kynna sér vel, Geymið þar sem böm bvorki ná til né sjá. Itottaren Dolo® (diklófenak kaltum) 123 mg toflur. ftotoöar við vægum eða frekar vægum vetkjum. svo sem höfuðvetk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar eimig hilalækkandr. Oragi ektó úr einkemum á nekktum dógum. skal lelta til læknis Þeir sem eru með eða hafa hafl sógu um maga- eða ekeitugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lylið er notað. Þer sem þola ekki acelýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eigaekki að ncita Vottaren Ooto®. Nobð lyfið ekki á meðgöngu nema i samráði við lækni, en akfrei á siðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða iyfjafræðings um millivetkanr vlð önnur lyf, Lesa skal vandlega leiðbenngar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem böm hvorki nátilnésjá. VERKJALYF FRUNSUKREM Lyf sheilsa Viö hlustum! Otrivm NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR Það er engin ástæða til að láta sér liða illa. Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur. iwtl-' Nýr leikskóli í Norðlingaholti Megináhersla verður lögð á leik- inn og skapandi hugsun í nýjum leikskóla sem tók til starfa í Sanda- vaði 7 í Norðlingaholti í síðustu viku. Einnig verður lögð áhersla á öflugt foreldrasamstarf í skólan- um og umhverfismennt og verður hann til dæmis í samstarfi við Norð- lingaskóla um útileikstofu. Skólinn hefur stóra lóð til umráða sem er hönnuð þannig að hún verði hluti af villtri náttúrunni sem börn og starfsmenn geta notið. Leikskólinn er hannaður af Manfreð Vilhjálms- syni arkitekt. Fyrst um sinn verða tvær deildir opnar í skólanum en þegar starf- semin verður komin á fullan skrið kemur skólinn til með að taka inn 88 börn í fjórum deildum. Norð- lingaholtshverfi er í hraðri upp- byggingu og má því eiga von á að börnum fjölgi mjög á næstunni. Leikskólastjóri er Guðrún Sól- veig Vignisdóttir og aðstoðarleik- skólastjóri er Aðalheiður Björk Matthíasdóttir. Nýi skólinn hefur ekki enn hlotið nafn og nú stendur yfir samkeppni meðal foreldra og starfsfólks um nafn á hann.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.