blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 9
blaðiö
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 9
Stefán Georgsson verkfræðingur um stækkun í Straumsvík:
Mengun ríflega tvöfaldast
„Mér finnst það merkileg niður-
staða að halda því fram að mengun
frá stækkuðu álveri Alcan yrði
svipuð og fyrir stækkun. Losun
flestra mengandi efna meira
en tvöfaldast eftir fyrirhugaða
stækkun," segir Stefán Georgsson
verkfræðingur.
Nú styttist í íbúakosningu í
Hafnarfirði um stækkun álversins
í Straumsvík úr 180.000 tonnum
í 460.000 tonn. Stefán telur að
mengun frá stækkuðu álveri í
Straumsvík aukist umtalsvert frá
því sem nú er. Hann byggir þá
skoðun sína á lægstu gildum sem
MAT STEFÁNS Á BREYTING-
UNNI VIÐ STÆKKUN:
i Losun 2005 tonn/ári
Flúoríð 111
Svifryk 150
Brennist. 2.470
C02-ígildi 283.178
i Áætluð losun eftir stækkun tonn/ári
Flúoríð 253
Svifryk 386
Brennist. 3.450
C02-ígildi 727.720
gefin hafa verið og segir matið var-
færnislegt ef eitthvað er. „Alcan
hefur staðið sig ágætlega í um-
hverfismálum, en að mínu mati á
460.000 tonna álver ekki heima í
Straumsvík," segir Stefán.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, segir því miður
margt rangt koma fram í umræð-
unni um stækkun álversins. Hann
bendir á góðan árangur sem náðst
hefur á síðustu árum hvað varðar
mengun. „Árangur okkar í um-
hverfismálum hefur verið frábær á
undanförnum árum og til dæmis
hefur losun á gróðurhúsaloftteg-
undum frá álverinu minnkað um
sjötíu prósent á hvert framleitt tonn
Stækkað álver Kosið verðurum deiliskipulag vegna
stækkaðs álvers 31. mars næstkomandi. Stefáni Ge-
orgssyni verkfræðingi finnst það merkileg niðurstaða að
halda því fram að mengunin standi í stað við stækkun.
frá 1990 og erum við fyrirmynd
annarra,“ segir Hrannar. „Þynning-
arsvæðið umhverfis álverið mun
einnig minnka um sjötíu prósent
frá því sem nú er og sú staðreynd
segir meira en margt annað um
þann árangur sem hér hefur náðst.
Við munum uppfylla umhverfisleg
skilyrði á okkar eigin lóðamörkum
og því eru bókstaflega engar líkur á
því að gróður í nágrenninu skaðist
af okkar starfsemi og hvað þá fólk.“
Kortasvindl:
Þjónusta sem
eykur öryggi
í tilvikum þar sem viðskipti
eru eingöngu byggð á korta-
númeri og ségulrönd korts er
ekki lesin býðst viðskiptavinum
Mastercard að fá send skilaboð
í farsíma um leið og færsla er
framkvæmd. Jafnframt birtast
þar upplýsingar um upphæðina
sem greidd. Enn sem komið
er hefur VISA ísland ekki
boðið upp á þessa þjónustu.
„Við höfum til margra ára
boðið upp á þessa þjónustu og
hún kostar ekki neitt. Korthafi
getur þannig brugðist strax við
ef hann kannast ekki við færslu
sem tilkynnt er,“ segir Bergþóra
K. Ketilsdóttir, forstöðumaður
upplýsingatækni Kreditkorta.
Nýverið varð afgreiðslumað-
ur uppvís að því að nýta sér
kortanúmer viðskiptavinar
í eigin þágu og greiddi fyrir
klám og veðmál á Netinu
fyrir þrjú hundruð þúsund.
Palestína:
Enginn fjár-
stuðningur
Ismail Haniyeh, forsætisráð-
herra Palestínumanna, segir
að leiðtogar Hamas og Fatah
myndi ekki nýja þjóðstjórn fyrr
en í lok næstu viku. Upphaflega
var gert ráð fyrir að ný stjórn
yrði kynnt í lok síðustu viku.
Benita Ferrero-Waldner, fram-
kvæmdastjóri hjá Evrópusam-
bandinu, sagðist í gær útiloka að
ESB veitti palestínsku heima-
stjórninni íjárhagsaðstoð á næst-
unni þrátt fyrir að samkomulag
næðist milli fýlkinganna.
Stjórnvöld í Frakkalandi
og Sviþjóð hafa lýst stuðningi
við að fjárhagsaðstoð verði
hafin að nýju um leið og ný
stjórn tekur þar við völdum
og önnur aðildarríki hafa lýst
yfir stuðningi við að fjárhags-
aðstoð að hluta að nýju.
Fermingartilbob
PAKKATILBOÐ
Dýnuhlíf, lak og pífa
30% afsláttur
Ný sending
af sængurverasettum
140x200 cm
140x220 cm
200x200 cm
200x220 cm
IQ-CARE heilsudýnur
1 gámur á sérveröi
frá framleiðanda.
Verb á 120 cm rúmum
kr. 89.900,-
Fyrstur kemur fyrstur fœr
Erum meb
IQ-CARE heilsudýnur
Visco X heilsudýnur
Beauty Sleep
Healthy Box
Verb á 120 cm rúmum
frá kr. 34.900,-
HEILSU
KODÐAR
Þrýstijöfnun ér iýkij
—
Ein besta heilsudýna í heimi
Veljum góbar heilsudýnur
fyrir vaxandi fólk!
SVEFN & HEILSA CEGNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI
itifj
.Liö m mm
( Svefn&heilsa )
v
★ ★★★★
AKUREYRI
^áslfiusiitíi jiblfferdar"
EGILL ÞORSTEINSSÖN KIROPRAKTOR
^— ' r*
•.. i ^ ;■ - *-»
Svefn&heilsa
★★★★★
REYKJAVÍK
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00
www.svefn.is