blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 13
blaðið Undarleg gagnrýni í marga áratugi var það ein af helstu kröfum verkalýðshreyfing- arinnar að lán til hóflegs húsnæðis launafólks yrðu 90% af kaupverði eða byggingarkostnaði íbúðarhús- næðis. Þessi gamla krafa verkalýðs- hreyfingarinnar hefur ekki verið af- lögð svo eftir því væri tekið. Ég held að hún sé í fullu gildi í dag. Krafan náði hins vegar ekki almennt fram fyrr en á þessu kjörtímabili er félags- málaráðherra Framsóknarflokksins ákvað að lán íbúðalánasjóðs skyldu vera allt að 90% af verðmæti hús- eigna með vissum skilyrðum. Nokkrum mánuðum áður en íbúðalánasjóður hóf að lána sam- kvæmt 90% reglunni hófu bankarnir að lána fyrir allt að 100% verðs hús- næðis með mun rýmri skilyrðum en íbúðalánasjóður. Um 120 millj- örðum króna, mikið til 40 ára, var dælt úr bönkunum án annarra skil- yrða en tryggðs veðs. Margir tóku þannig há lán, greiddu upp Ibúða- lánasjóðslánin og höfðu vænan afgang til neyslufjárfestinga. Þetta ráðslag átti mikinn, ef ekki mestan, þátt í verðbólguskotinu sem á eftir fylgdi. Bankarnir og andfélagslegi hluti ríkisstjórnarinnar gerði kröfu um að íbúðalánasjóður yrði lagður niður og afhentur bönkunum. Slík ráðstöfun hefði að sjálfsögðu þýtt enn meiri fákeppni á íbúðalána- markaði og meira vaxtaokur. Hörð andstaða almennings og almennra flokksmanna Framsóknarflokksins kom í veg fyrir að af slíkum gerningi yrði. Hins vegar var það knúið fram í ríkisstjórninni að lán íbúðalána- sjóðs, sem þá voru orðin 90% með 18 milljóna króna hámarki, voru lækkuð tímabundið í 80% með 17 milljóna hámarki. Látið var heita að sú ráðstöfum væri liður í því að lækka verðbólguna, sem er mjög vafasamt að hafi haft nokkra þýð- ingu til minnkunar verðbólgunnar vegna þess hve hámarkslánveitingar íbúðalánasjóðs voru fáar. Þegar félagsmálaráðherra hefur nú, 1. mars, staðið við fyrirheit sín um að tímabundin skerðing íbúða- lánasjóðslána stæði aðeins yfir um skamman tíma, gerist það að upp- hefst kór ýmissa andfélagssinnaðra aðila, sem telja ákvörðun félagsmála- ráðherra afleik, eða eitthvað verra. Eða komi ekki á stöðugleika eins og framkvæmdastjóri ASÍ orðar það í Blaðinu 2. mars. Þar segir Því er gagnrýni framkvæmda- stjóra ASÍ á hækkun Ibúða- lánasjóðslána nú mjög undarleg. Umrœðan Arni Þormóösson framkvæmdastjórinn að ákvörðun ráðherra gagnist mörgum en gefur í skyn að hún tengist komandi kosn- ingum og pólitískri ásýnd fremur en raunverulegum afleiðingum. Það að framkvæmdastjóri ASÍ gagnrýni gerðir ráðherrans með þessum hætti er hvað undarlegast af því sem komið hefur fram í áróðr- inum gegn hinni sjálfsögðu aðgerð félagsmálaráðherra að hækka lán íbúðalánasjóðs til fyrra horfs. Fram- kvæmdastjóri ASÍ á að verja hags- muni síns fólks. Það eru fyrst og fremst hagsmunir láglaunafólks að íbúðalán fáist fyrir sem hæst hlut- fall af verði íbúða og á sem lægstum vöxtum. Framkvæmdastjóri ASÍ getur ekki fremur en aðrir sýnt fram á að lánveitingar íbúðalánasjóðs séu frekar verðbólguvaldandi en lánveitingar bankanna. Staðreyndin er sú að bankarnir stórjuku verð- bólguna með sínum hömlulausu lánveitingum á sínum tíma. Ekki Ibúðalánasjóður. Starfsmenn ASÍ ættu að vita að frá því fyrir miðja síðustu öld var krafan um að láglaunafólkið ætti möguleika á að eignast mannsæmandi húsnæði ein af aðalkröfum verkalýðshreyfing- arinnar. Fyrir baráttu hennar voru í áföngum gerðar úrbætur í hús- næðismálum, m.a. lögin um verka- mannabústaði og Byggingasjóð verkamanna, lög um byggingasam- vinnufélög og í framhald af því Hús- næðismálastofnun og hennar lán og síðast Ibúðalánasjóður. Það er því fyrst með hinum nýju 90% lánum Ibúðalánasjóðs sem lána- möguleikar almennings til húsnæð- ismála eru að komast í viðunandi horf þótt enn séu skilyrði fyrir þeim lánum of ströng og raunvextir of háir. Því er gagnrýni framkvæmda- stjóra ASÍ á hækkun íbúðalánasjóðs- lána nú mjög undarleg. Höfundur er öryggis- og næturvörður „Fuil sjáifstrausts ut á v'innumarkaðinn eftir 10 ár heimavið!" „Frábært og hnitmiðað!" lýsir náminu best! Fyrir tíu árum og þremur börnum síðan fór ég af vinnumarkaði. Því fannst mér erfitt að fara að vinna aftur, ég var ekki tilbúin að takast á við nútíma skrifstofuumhverfi. Eftir Skrifstofu- og tölvunámið fékk ég strax góða skrifstofuvinnu þar sem ég er að nýta mér flest það sem kennt var í náminu. Bryndís Gísladóttir - Inpro ehf. SKRIFSTOFU- & TÖLVUNÁM ATH! - Síðasta Skrifstofu- og tölvunámskeiðið á vorönn! í tíu ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum tíma hefur námskeiðið þróast mikið og breyst í takt við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem Ijúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. Námið gefur 10 einingar til stúdentsprófs og skiptist í 4 flokka: Tölvunám - 96 stundir - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Viðskiptagreinar - ios stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjálfstyrking - 30 stundir - Tímastjómun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Lokaverkefni - 24 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Næsta námskeið: NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarfeinnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins" segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. Morgunnámskeið - Alla virka daga frá kl. 8:30-12:30. Byrjar 19. mars og lýkur 30. maí. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 - Kópavogi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.