blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007
blaðið
íþróttir
ithrottir@bladid.net
Meistari
Nýr breskur þungavigtarmeistari var krýndur um helgina þegar Danny
Williams endurheimti titilinn eftir bardaga við hinn eitursnögga Scott
Gammer. Var bardaginn stórskemmtilegur og þurfti níu lotur áður en
úrslit fengust. Áttu báðir möguleika fram að því.
Skeytin inn
Orðatiltækið skin
og skúrir á
líklegahvergi /
beturviðenum
leik West Ham og
Tottenham um helg-
ina. Þrisvar sinnum
leit út fyrir að West Ham
væri að sigra og næla sér í
dýrmætustu stig þessarar leik-
tíðar en jafhóðum kom babb í bát
og Tottenham jafnaði og vann að
lokum. Besti maður West Ham ann-
an leikinn í röð var Carlos Teves
sem aðeins var að spila sinn annan
leik í byrjunarliðinu frá því í haust.
Saga mannkyns sýnir að oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa
Rómverjar farið illa að ráði sínu. Það gerðu þeir sannarlega í fyrsta
leiknum á heimavelli gegn Lyon þar sem þeir léku ólíkt sjálfum sér
fremur varnarsinnaðan bolta og vonuðu að eldfljótir framherjar
næðu að setja eitt eða tvö með skyndisóknum. Leikmenn Lyon sáu
við því og sjá nú sæng sína uppreidda enda liðið sókndjarft á heima-
velli. Hefur liðið aðeins tapað einu sinni á
heimavelli í deildinni í vetur og er með níu
mörk í plús. Staðan er enn betri í Meistara-
deildinni. Þar hefur liðið ekki tapað og hafði
markatöluna 12-3 í riðlakeppninni með Real
Madrid í riðli.
Rómverjar með Francesco Totti í fylkingar-
brjósti eru svo gott sem búnir að missa af
titli heima fyrir og ætli þeir að lyfta dollu
þessa leiktíð verður að sópa Lyon undir
teppið. Mikið má ganga á til að það megi
verða. Liðið hefur riðið heldur horuðum hesti
frá útileikjum Meistaradeildarinnar í vetur og
aðeins unnið einn.
TOLFRÆÐIN:
(meðaltal)
Lyon
1.71 skoruð mörk
0.43 mörkásig
6.29 skot á mark í leik
6.29 skot framhjá í leik
Roma
1.14 skoruð mörk
0.57 mörk á sig
3.57 skot á mark í leik
4.71 skotframhjá í leik
Sennilega eini leikur dagsins sem yfirgnæfandi meirihluti spark-
spekinga telur vart ástæðu til að veðja mikið á. Sigur Mourinho og
stórstjama hans sé nánast formsatriði og jafnvel missir fyrirliðans
og varnarjálksins John Terry breyti litlu þar um. Vissulega er Þorto
í hlutverki Davíðs gegn Golíat en endaði sú saga ekki einmitt með...
sigri Davíðs?
Lið Porto hefur engu að tapa. Liðið er sókndjarft og stappfullt af
góðum sóknarmönnum og þeir lærðu sína lexíu gegn Arsenal í und-
anriðli sömu keppni þegar leikmenn portúgalska liðsins settust niður
með popp og kók í vítateignum allir sem einn í 90 mínútur án þess
að nátilætluðum árangri. Þráttfyrir það 2-0
tap var Porto jafnt Arsenal í riðlinum og liðið
skoraði fleiri mörk.
Chelsea hefur eins og Barcelona misst neist-
ann þessa leiktíðina. Didier nokkur Drogba
hefur verið bjargvættur liðsins meðan ein-
hverjar stærstu stjörnur boltans, Ballack og
Shevchenko, hafa verið farþegar sem lítið
hafa haft sig í frammi. Það er auðvelt að van-
meta andstæðing hvers helsta stjarna heitir
Ricardo Quaresma og enginn veit hver er.
En Mourinho veit sínu víti og hann veit einnig
að tölfræðilega er Porto að mestu á pari við
Chelsea í Meistaradeildinni í vetur.
TÖLFRÆÐIN:
(medaltal)
Chelsea
1.57 skoruö mörk
0.71 mörkásig
5.43 skot á mark í leik
6.14 skot framhjá í leik
Porto
1.43 skoruð mörk
0.71 mörkásig
6.43 skot á mark í leik
6.29 skot framhjá í leik
Stærri verða knattspyrnuleikir vart þessa dagana. Pressan er öll á
Barca eftir tap heima fyrir meðan Liverpool er þegar komið lengra
í keppninni en flestir bjuggust við. Samuel Eto'o hefur hótað öllu
illu fái hann ekki að spila en ólíkt öðrum hrokagikkjum í boltanum
stendur Kamerúninn oft undir nafni þegar mest þarf á að halda.
Fyrsta tap Liverpool á heimavelli í fleiri mánuði um helgina fyrir
Manchester mun sitja (leikmönnum og
engar fregnir hafa borist af barsmíðum liðs-
manna sem gætu þjappað hópnum saman.
Barca glímir einnig við djöfla. Liðið féll úr
fyrsta sætinu á Spáni á sunnudaginn eftir
tap fyrir Sevilla og neisti sá er gerði liðið að
besta sjónvarpsefni síðasta árs fjaraði út
með meiðslum Samuel Eto'o fyrr í vetur og
hefur ekki fundist aftur. Rijkaard ætlar hins
vegar að beita 3-4-3 leikaðferðinni gegn
Englendingunum og sé eitthvert lið með
mannskap til þess eru það þeir rauðbláu frá
Katalóníu.
Eiður Guðjohnsen er með í hópnum.
TÖLFRÆÐIN:
(meðaltal)
Liverpool
1.86skoruð mörk
0.86 mörk á sig
6.00 skot á mark í leik
6.00 skot framhjá í leik
Barcelona
1.86 skoruð mörk
0.86 mörk á sig
6.43 skot á mark í leik
5.29 skot framhjá í leik
( spænskum orðabókum er jafnan mynd af liði Valenciu undir orðinu
duglegur, en dugnaður þessa liðs gegnum tíðina er með ólíkindum.
Þar á bæ eru vinnuhestar teknir fram yfir stjörnur og sú taktík gefið
góða raun.
Það var einmitt hrein vinnsla sem tryggði liðinu stig á sennilega erf-
iðasta útivelli sem um getur um þessar mundir gegn spútnikliði Inter
en forysta þess liðs á Ítalíu er nánast orðin neyðarlega mikil. Enginn
þarf að velkjast í vafa um að sami kraftur
muni einkenna leik liðsins á Mestalla og
fótfimar stjörnur Inter munu finna fyrir stífri
pressu frá fyrstu stundu.
Vonandi nær Inter forystu fljótlega því ella er
hætta á að heimamenn bakki um of og reyni
að komast áfram á útivallarstiginu. Það er þó
mögulega óskhyggja því þrátt fyrir einokun á
Ítalíu skorar Inter aðeins eitt mark að meðal-
tali í leik í Meistaradeildinni í vetur. Það væri
ekkert til að skammast sín fyrir nema hvað
liðið fær einnig á sig eitt mark að meðtali
og ekkert félag með slíka tölfræði er að fara
mikið lengra í keppninni.
TÖLFRÆÐIN:
(meðaltal)
Valencia
2.00 skoruð mörk
1.14 mörkásig
6.42 skot á mark í leik
3.57 skot framhjá í leik
Inter Milan
1.00 skoruð mörk
LOOmörkásig
6.43 skot á mark í leik
3.71 skot framhjá í leik
T> eal Madrid varð fyrir
blóðtökuumhelginaþegar
XVbæði Juan Antonio Reyes
og David Beckham urðu
frá að hverfa í leik gegn
Getafevegna
meiðsla.Að-
eins náðist jafntefli í
leiknum en framundan
erleikurgegnBayern
í Meistaradeildinni á
miðvikudag og um næstu
helgi fer fram stærsti leikur
ársins þegar Madrid-liðið
töltir inn á Nou Camp í Barcelona.
Gyllingin er að
mestu farin
afFabioCa-
pello.þjálfara Real,
enhanseinasvar
við jafntefli stór-
liðsinsnúvarhið
sama og í síðasta
leik,næstsíðasta
leik og leiknum
þaráundan;
dómaraskandall.
Virðastdómararfá
sérstaka kennslu
í að vera hliðhollir
andstæðing-
um Real að mati ítalans.
Finninn Sami
Hyypia telur
ástæðu til að
varafélagasína
hjáLiverpoolvið
Barcelona í dag. Metur
hann stöðuna sem svo að
Spánverjarnir geti komið
á óvart og jafnvel unnið
leikinn í kvöld og komist
áfram. Fyrst hann er á ann-
að borð að benda á hið aug-
ljósa hefur hann vonandi
einnig útskýrt að ellefu leikmenn
spila að jafnaði í hveiju fótboltaliði.
Henrik Larsson mun spila
einn leik til með djöflunum
frá Manchester og er svo
farinn hjem til Sver- / ige.Engin
óskhefur
borist frá
Alex Fergu-
son um að fram-
lengjalánssamning
hans þrátt fyrir
framherjaskort í
herbúðum liðsins.
Eggert okkar Magnússon
sinnir vart öðru þessa dagana
en að semja nýjar stuðningsyf-
irlýsingar til handa Alan Curbis-
hley, þjálfara West Ham. Birtast afar
reglulega yfirlýsingar þess efnis að
Curbishley sé rétti maður-
inn og hann fái frið til
að koma liðinu á skrið
þrátt fyrir hörmulegt
gengi liðsins. Hefur liðið
ekkiunniðleikfrá
desember síðastlið-
inumogerliðiðá
barmi falls úr ensku
úrvalsdeildinni.
16-liða úrslit í Meistardeild Evrópu
Duga eða drepast
■ Barca þarf sigur á útivelli ■ Eiður með í hópnum ■ Mourinho án John Terry