blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 folk@bladid.net HVAÐ Áttu nokkuð bláar Fir^NST myndir í fórum þínum? ÞER? „Nei, en ég á nokkrar bleikar!" blaöiö Sóley Tómasdóttir, ritari Vinstri grænna Sóley hefur verið áberandi í klámumræðunni undanfarið sem hófst á fréttum af komu erlendra klámráðstefnugesta hingað til lands. Sóley segir á heimasiðu sinni að klám sé ekki allt kynferðis- legt ofbeldi heldur sé það ein tegund kynferðislegs ofbeldis. BLOGGARINN... BLOGGARAR Netsins eru duglegir að skjóta föstum skotum að Sig- urði Kára Kristjánssyni fyrir þá kröfu sína að Siv Friðleifsdóttir segi af sér vegna hótana í garð Sjálf- stæðisflokksins um slit á stjórnar- samstarfi. Benda menn gjarnan á að fyrst ekki þótti ástæða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að segja af sér vegna Iraksstríðsins, Baugsmálsins og Byrgismáls- ins, sé nú varla ástæða fyrir Siv að segja af sér... eða hvað ,-M Bankaokrið HÓPUR spígsporandi Skota var mættur út á lífið á laugardags- kvöldið og örkuðu þeir sem leið lá á skemmtistað í miðbænum. Voru þeir allir klæddir þjóðbúningi Skot- lands, sem er að sjálfsögðu skota- pilsið. Er þeir komu að útihurð- inni kom íslenskur maður úr gagnstæðri átt og var á undan þeim að opna dyrnar. En í stað þess að ana inn á undan hersing- unni sagði Islend- ingurinn með heimsborgara- brag og af einstakri kurteisi: „Ladies first“... FEMÍNISTINN Sóley Tómasdóttir fór mikinn í Silfri Egils á sunnu- daginn. Þótti hún verja málstað sinn klaufalega, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Er nú hent að því gaman, að til þess að verja fylgi flokks síns þurfi Steingrímur J. Sigfússon annað- hvort að afsala sér hinni umdeildu femínistanafnbót eða einfaldlega reka Sóleyju úr Vinstri grænum... „Raunvextir Glitnis og Kaupþings eru helmingi lægri á Norðurlöndum en hér. Þetta kom fram í rannsókn Fréttablaðsins og er í samræmi við fyrri fréttir af okri bankanna. Gróði þeirra er að vísu fenginn með ýmsum öðrum hætti en með okri á Islend- ingum. En hugarfarið leynir sér ekki. Þóttþeir auglýsi ást sína á viðskiptavinum, er veruleikinn annar. Vextirá Islandi eru margfalt hærri en á Vesturlöndum. Og menn eru látnir greiða stórfé í refs- ingu fyrir að borga upp skuldir. Það heitir uppgreiðslugjald. Okrið byggist auðvitað á, að viðskiptamenn hafa ekki í önnur hús að venda. “ Jónas Kristjánsson www.jonas.is Kynningarklúðrið Sýningar hafnar á Killer Joe: Erfiðasta hlutverk ferilsins „Hvernig var hægt að klúðra þessu? Eftir að hafa dælt hundruðum þús- unda ef ekki milljónum króna í kynn- ingu á nýju léni fyrir allt ríkisbatteríið, kemur á daginn að forsætisráðuneyt- ið á alls ekki lénið www.island.is held- ur vefþjónustufyrirtækið Netvistun... Hins vegar á forsætisráðuneytið lénið www.island.is. Frá því að kynn- ing á nýja vefnum hófst hefur alltafverið Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Maríanna Clara Lúthersdóttir er rís- andi stjarna í leikhúsum landsins. Hún fer á kostum í leikritinu Killer Joe sem nú er til sýnis í Borgarleik- húsinu og vílar ekki fyrir sér að koma nakin fram. Hún segir hlutverkið það erfiðasta á ferlinum til þessa þar sem kjúklingalæri frá KFC spilar stóra rullu í átakanlegu atriði. Hefur hún enn lyst á þessum leikmun? „Ekki mikla í augnablikinukannski, en við þökkum nú KFC kærlega fyrir stuðninginn samt sem áður! Annars tekur nektin ekkert rosalega á. Það er frekar þetta ofbeldisatriði með kjúklinginn sem ég þarf að leggja mig alla fram við sökum mikillar nálægðar við áhorfendur. Það er ekkert hægt að spara sig í því; það yrði aldrei trúverðugt. Einnig er ég svo heppin að mótleikari minn í því atriði, Björn Thors, er góður vinur minn sem ég treysti fullkomlega. Ég er ekki viss um að ég hefði treyst mörgum öðrum til þess að gera þetta með mér,“ sagði Maríanna. Leikritið er skrifað af Tracy Letts sem er einn handritshöfunda Prison Break-þáttanna sem notið hafa mik- illa vinsælda hér á landi. „Tracy þessi er sjálfur leikari og er mjög næmur fyrir sterkri og áhuga- verðri persónusköpun. Maður er ótrúlega þakklátur fyrir að sökkva tönnunum í svona hlutverk og leik- arar fá að njóta sín til fulls í verkum „Það er frekar þetta ofbeld- isatriði með kjúklinginn sem ég þarfað leggja mig alla fram við sökum mikillar nálægðar við áhorf- endur. Það er ekkert hægt að spara sig í því; það yrði aldrei trúverðugt hans. Þetta verk var frumflutt 1993 og hefur farið sigurför um heiminn í yfir 30 löndum, fengið frábæra dóma. Einnig er unnið að gerð bíó- rnyndar sem byggð verður á leikrit- inu, ásamt fleiri verkum sem Tracy hefur skrifað." Maríanna er Reykvíkingur í húð og hár. Hún varð þrítug nýverið og segir ekkert annað en leiklistina hafa komið til greina sem aðalstarf. „Það var ekkert um annað að velja í rauninni. Ég hafði áhuga á svo mörgu og það sameinast svo margt í leiklistinni. Því var það þjóðráð að drífa sig þetta. Ég fór reyndar fyrst í bókmenntafræði í Hl þegar ég var 22 ára. Þá stofnaði ég ásamt fleirum Leikskólann og settum við upp meðal annars Örlagaeggin sem við sýndum aftur 7 árum síðar þegar við vorum öll orðin atvinnuleikarar. Stefnan er síðan að setja verkið upp á sjö ára fresti! Annars fóru nánast allir vinir mínir úr Austurbæjarskóla í leiklist- arskólann með mér. Ætli við höfum ekki verið um 60 prósent af skól- anum þá! Þaðan útskrifaðist ég svo 2003 og gerðist einn af stofnendum Kvenfélagsins Garps, sem setti t.d. upp Gunnlaðar sögu. Þá hef ég verið í Riddurum hringborðsins, Kaktus- mjólk og Fullkomnu brúðkaupi, svo að ég nefni nokkur atriði.“ Maríanna sækir einnig kúrs i Há- skóla íslands. Hún finnur þó tíma til að sinna sérstöku áhugamáli sínu. „Já, ég ákvað að halda aðeins áfram í bókmennta- og kvikmyndafræð- inni. Ég er að taka kúrs í kvikmynda- aðlögun 19. aldar skáldsagna og líkar vel, þó svo námið hafi þurft að sitja ör- lítið á hakanum undanfarið. Einnig er ég svolítil hljómsveitargrúppía í mér. Ég held mikið upp á Benna Hemm Hemm, Trabant og Stórsveit Nix Noltes og reyni að sækja tónleika þeirra eftir fremsta megni," sagði Maríanna að lokum. talað um www. ísland.is en aldrei nokkurn tima www. island.is. Líklega á einhverjum eftir að bregða í brún í ráðu- neytinu, þegar menn átta sig á klúðrinu. Forsætisráðuneyt- ið á heiðurinn a f PR-klúðri dag'-. 3 Omar R. ms. omarr.blog.is Uppgjörsskandallirtn „365 kynnti eitt glæsilegasta uppgjör sem íslenskt fyrirtæki hefur kynnt undanfarin ár. 7000 milljónir í tap á einu ári og geri aðrir betur. Það þarf virkilega að leggja sig fram til að ná þessum frábæra árangri. Svona til að setja þetta í eitthvert samhengi, í stærðir sem allir skilja, þá lítur talan svona út: kr. 7000.000.000,00 - skrifað; sjö þúsund milljónirl! Tap 365 hf. á dag (365 daga ársins 2006) var kr. 19.170.000. Tap 365 hf. á mánuði var kr. 583.000.000. Tap 365 hf. á hverjum klukkutíma, allt árið um kringvarkr. 799.000.“ Jón Axel Ólafsson www.jax.is www.ynja.is Læknar mæla með þessum haldara Verð kr. 3.990.- Útsölustaðir: Esar Húsavík, Dalakjör Buóardal, Snyrtivöruverslunin Nana Lóuhólum, Heimahornið Stykkishólmi, Smart Vestmannaeyjum, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyðarfirði Su doku 8 5 1 6 9 6 1 8 5 7 9 2 9 6 5 2 5 8 3 6 1 3 4 7 9 3 7 4 2 4 9 8 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Þú fékkst semsagt stöðuhækkunina?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.