blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 22
30
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007
blaðið
ferdir@bladid.net
Eldri borgarar
Flugfélag (slands býður upp á sérstaka upplyftingu fyrir eldri
borgara en um er að ræða tilboösferðir fyrir hópa 10 manna eða
fleiri. Með þeim gefst fólki tækifæri til þess að þreyta til og kynnast
landinu sínu betur, eða jafnvel kíkja á frændur vora Færeyinga.
Skíði í Dubai
Þótt ótrúlega megi hljóma er hægt að fara á skíði allt árið í Dubai, höfuð-
borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar er nefnilega fyrsta flokks
skíðahöll með innanhúss-skíðabrautum og manngerðum snjó. Þeir sem
prófa að skíða þar eru jafnan á einu máli um aö upplifunin sé mögnuð.
ca
c>
0
O
o
ANTÍKIAUGARVEGI33
HÆTTIR
Allt að 70% afsláttur
Borð, stólar, skápar, skrifborð, píanó,
klukkur, málverk, pelsar, leðurjakkar,
matarstell, styttur, konunglegt póstulín
og margtfleira.
Antík / Laugarvegi 33 / S: 5618088
Opið 13-18 mán.- lau.
O
0
d?
Tvennutilboð
Tilboðsverð:
69.900
Nardi Ofn &
Gashelluborð
RflFTfEKJflOERZLUN I5LÍINDS Ff
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • ri@ri.is www.ri.is
Valdís Anna Jónsdóttir er sjálfboðaliði á Indlandi:
Kennir börnum á tölvur
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Á ári hverju leggja fjölmargir ævin-
týragjarnir íslendingar í langferð til
framandi landa þar sem þeir gefa
vinnu sína í þágu uppbyggingar og
mannúðarmála. Valdís Anna Jóns-
dóttir, ung Akureyrarmær, er einn
þessara Islendinga þar sem hún er
nú stödd á Indlandi þar sem hún
starfar sem sjálfboðaliði.
„Ég kom hingað til Indlands fyrir
sex vikum á vegum Stúdentaferða og
er grunnskólakennari í sjálfboðaliða-
starfisegir Valdís Anna. „Ég bý í 10
þúsund manna bæ í norðvesturhluta
Indlands og samfélagið er auðvitað
mjög ólíkt því sem ég á að venjast
heima á íslandi. Ég fékk því töluvert
menningaráfall þegar ég kom og
fyrst leið mér eins og ég væri komin
nokkra áratugi aftur í tímann. En
ég er farin að aðlagast núna og er til
að mynda alveg hætt að kippa mér
upp við það þeagar ég er í bíl sem
þarf að nauðhemla út af beljuhjörð
úti á miðri götu, en eins og margir
vita eru kýr álitnar heilagar hér á
Indlandi og af þeim sökum ganga
þær óáreittar um borgir og bæi,“ seg-
ir Valdís og viðurkennir að hún sé
ekki alveg óttalaus. „Ein stelpa sem
er líka sjálfboðaliði hér lenti í því að
naut stangaði hana úti á götu þannig
að ég passa mig alltaf að halda mig
í hæfilegri fjarlægð frá kúahjörðun-
um. Mér finnst samt dálítið leitt að
sjá hvað þær eru illa haldnar, enda
virðast þær lifa fyrst og fremst á rusli
og pappír í stað þess að fá almenni-
lega næringu," segir hún.
Tölvur framandi fyrirbæri
Á morgnana kennir Valdís ensku
í fyrsta bekk grunnskóla og eftir
hádegi kennir hún unglingsstúlk-
um tölvufræði. „Það er rosalega
skemmtilegt að kenna. Litlu krakk-
arnir kunna auðvitað mjög lítið í
ensku og ég tala ekki hindí, en samt
sem áður ganga samskiptin ágætlega
og þetta er mjög gaman. Fyrstu tveir
tímarnir mínir í tölvufræði fóru síð-
an í að kenna stúlkunum að kveikja
og slökkva á tölvum og þjálfa þær í
notkun músarinnar, enda höfðu þær
aldrei áður unnið með tölvur. Ein
úr hópnum kemur alltaf í tíma með
mömmu sinni sem leyfir henni ekki
að koma nálægt tölvunum af því að
hún veit ekki almennilega hvernig
þær virka og treystir þeim því ekki,“
segir hún.
Glöddust yfir Vanish-þvottadufti
Aðspurð segist Valdís Anna ekki
vera komin með mikla heimþrá, enda
sé hún ekki búin að vera mjög lengi i
burtu. „Ég kom hingað fyrir sex vik-
um og á eftir að vinna í tvær vikur í
viðbót. 1 kjölfarið ætla ég að ferðast
um landið í þrjár vikur og meðal ann-
ars skoða Taj Mahal og Mumbai. Svo
hef ég verið styrktarforeldri lítillar
stúlku á vegum ABC-barnahjálpar i
nokkur ár og vonast til þess að geta
heimsótt hana á meðan ég er hérna.
Þannig að það er í nógu að snúast hjá
mér. En þótt ég sé ekki með heimþrá
get ég ekki annað en viðurkennt að
ég sakna almennilegrar sturtu. Hér
er vatnið hálfgruggugt og mér finnst
ég aldrei verða nógu hrein, og ofan á
það þvoum við fötin okkar úr sama
vatni. Um síðustu helgi fór ég ásamt
annarri íslenskri stelpu sem er sjálf-
boðaliði hérna á hótel eitt þar sem
voru góðar sturtur. Það fannst mér
alger himnasending og ég held að
ég hafi staðið undir bununni í svona
klukkutíma. Svo glöddumst við mik-
ið fyrir nokkrum dögum þegar við
vorum í stórverslun í nálægum bæ
og fundum Vanish-þvottaduft, enda
töldum við að nú gætu fötin okkar
loksins orðið tandurhrein,“ segir
Valdís og hlær.
Hún bætir því við að hún sakni
líka umferðaröryggisins á íslandi.
„Hér er fullt af bílum og alger lögleysa.
Ökumenn virðast ekki einu sinni
þurfa að hafa bílpróf til að geta feng-
ið að keyra á götum úti, heldur nægir
að geta stigið á bensíngjöfina. Það
skapar auðvitað mikið öryggisleysi."
Háskólanám næsta haust
Valdís Anna lauk stúdentsprófi
frá Verkmenntaskólanum á Ákur-
eyri um síðustu áramót og stefnir á
frekara nám í haust. „Ég er staðráð-
in í að fara í háskóla en er reyndar
ekki búin að ákveða hvað ég ætla að
læra,“ segir hún. Það er því ekki ljóst
hvort hún stefnir á nám í fagi sem
tengist hjálparstörfum eða ferðalög-
um. „Hins vegar er nokkuð ljóst að
þessi reynsla hefur víkkað sjóndeild-
arhringinn minn og ég á alltaf eftir
að búa að henni,“ segir Valdís Anna
að lokum.
Esther ír ljósmyndari á ferðalagi um Asiu:
Margt óvænt kemur upp
Skömmu eftir að við lentum í
Taílandi fórum við að sækja um
landvistarleyfi fyrir Kambódíu, Ví-
etnam og Laos, en það tók tvo daga.
Við leigðum okkur smárútu með
bílstjóra í gegnum hótelið og vorum
svo heppin að fá leiðsögumann líka.
Um var að ræða konu sem kynnti
sig sem Lucky, en algengt er að Ta-
ílendingar í ferðamannabransanum
taki upp ferðamannavæn gælunöfn.
Hún talaði ágætis ensku þótt reynd-
ar hafi verið dálítið erfitt að skilja
hana á köflum. í Taílandi er alls
ekki óalgengt að fólk kunni ekki
stakt orð í ensku en það k e m u r
sjaldnast að sök af
því að yfirleitt
er hægt að eiga
samskipti með
hálfgerðu tákn-
máli.
Lucky fræddi
okkur um Bangkok
og sögu Taílands sem
var mjög fróðlegt og
skemmtilegt krydd í
bíltúrinn á milli sendi-
ráða fram og til baka. Við
komumst að því að kamb-
ódíska sendiráðið
hafði nýlega flutt
og að víetnamska
sendiráðið var
harðlokað þegar
við komum þangað
í hádeginu og starfsmenn
þar voru hálfmóðgaðir þeg-
ar við létum sjá okkur þar
Filippseyjar jj þejm tjma dagS. Eftir
á þegar við fórum að
lesa okkur til um Ví-
etnam komumst
■ ' S| við að því að þar í
• - Mfjttí
>#*•
Tvær litlar taíienskar stelpur
að spóka sig úti á götu.
Blaðið/Eslherlr
landi er hádegismaturinn í miklum
hávegum hafður og afar dónalegt
þykir að trufla fólk á matartíma.
Mislangan tíma tekur að fá vega-
bréfsáritanir, eða allt frá einum
klukkutíma, ef borgað er sérstakt
express-gjald, og upp í hálfan dag
auk þess sem sendiráðin eru opin á
mismunandi tímum. Þannig að það
er eins gott að vera búinn að kynna
sér þetta sem allra best áður en hald-
ið er af stað.
Framhald í næstu viku...