blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Neglt fyrir
gluggana
Út á við hefur ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks virst gott. Stjórnarheimilið hefur um margt minnt á fyrirmynd-
arheimili hamingjusamrar fjölskyldu í úthverfi borgarinnar þar sem
allir fjölskyldumeðlimirnir gera húsverkin saman og borða saman
kvöldmat. Það kom því nokkuð á óvart þegar einn fjölskyldumeðlimur-
inn hóf upp raust sína fyrir helgi. Svo hátt talaði hann að allir gluggar
stjórnarheimilisins fuku upp. í fyrsta skiptið í langan tíma sá fólk að
óeining ríkti á stjórnarheimilinu.
Á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudaginn hótaði Siv Frið-
leifsdóttir heilbrigðisráðherra stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn
stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á
auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þó Jón Sigurðsson, formaður flokks-
ins, tæki ekki jafn djúpt í árinni þá lagði hann samt ríka áherslu á að
samkomulag næðist um málið milli stjórnarflokkanna. Ekki skorti við-
brögðin frá samstarfsflokknum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir afsögn Sivjar vegna orða hennar um
stjórnarslit. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undr-
aðist „upphlaup” framsóknarmanna og sagði Siv hafa talað óvarlega.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði óviðeig-
andi að ráðherra væri með hótanir. Þá sagði Þorgerður Katrín að í stjórn-
arsáttmálanum væri ekkert klárt orðalag varðandi auðlindirnar. Það
er reyndar undarlegt að hún skuli segja þetta því í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar segir orðrétt: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu
sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá.” Það er vand-
kvæðum bundið að skilja þetta orðalag nema á einn veg.
Eins og hjá öllum góðum fjölskyldum þá hittust forystumenn stjórn-
arflokkanna í gær og ræddu þeir meðal annars vandamálið sem kom
upp fyrir helgi. Eftir fundinn gerðu bæði Geir H. Haarde, formaður
Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson lítið úr vandanum. Geir sagði
stjórnarsamstarfið ekki í hættu. „Það er ekkert sérstakt dramatískt í
uppsiglingu ef einhver heldur það,” sagði Geir.
Eins og hjá öllum góðum fjölskyldum þá var vandinn leystur í samein-
ingu eða var kannski bara neglt fyrir gluggana?
Fyrir utan yfirlýsingu Sivjar á flokksþinginu þá vakti ein ályktun
fundarins sérstaka athygli. Framsóknarflokkurinn vill afnema pólit-
ískar ráðningar seðlabankastjóra. Þetta hljóta að teljast mjög gleðileg
tíðindi. Það hlýtur að vera samstaða um þetta mál meðal allra stjórn-
málaflokka landsins.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Heimilisvænar oq qómsætar
FULLELDAÐAR
OG TILBÚNAR
ÁPÖNNUNA
EÐA í OFNINN! - Lostæti með lítilli fyrirhöfn
^^matfiskur^
12
blaöiö
Öfugmæli
Bjartmarz, flokknum sínum,
Framsóknarflokknum, í Silfri Eg-
ils síðastliðinn sunnudag. Ég veit
ekki hvort þetta var sjálfsblekking
eða blekking ætluð kjósendum á
kosningavori. Hvers vegna ætli
stóriðjustimpillinn hafi fest svo
rækilega við Framsóknarflokk-
inn? Það skyldi þó ekki vera vegna
„Álgerðar” og hennar einbeitta
vilja í stóriðjumálum?
Framsóknarflokkurinn er grár
sem ál og það voru ótrúleg öfug-
mæli úr munni formannsins á ný-
liðnu flokksþingi þegar hann sagði
að flokkurinn vildi „umgangast
ættjörðina og auðlindir hennar af
ráðdeild, varúð og virðingu héðan
í frá sem hingað til”! Ég veit ekki
hvar Jón var áður en hann varð
formaður, en tæplega hefur hann
verið að fylgjast með framgöngu
flokks síns í stóriðjumálum úr því
hann talar svona.
Jöfnuður?
Sömuleiðis sagði formaður-
inn: „Nýlegar upplýsingar stað-
festa að jöfnuður er mikill á ís-
landi miðað við langflestar aðrar
Evrópuþjóðir.”
Það er nefnilega það. Aðrar upp-
lýsingar sýna hins vegar svo ekki
verður um villst, að hvergi í Evr-
ópu hefur ójöfnuður aukist eins
mikið og hér á landi í tíð þeirrar
ríkisstjórnar sem nú situr við völd.
Fólkið í landinu sér hvernig ójöfn-
uðurinn hefur vaxið. Sumir eru á
einkaþotum og hafa hundraðföld
verkamannalaun. Aðrir eiga vart
til hnífs og skeiðar. Það er óhrekj-
anleg staðreynd, jafnvel þó ójöfn-
uðurinn mælist enn þá meiri í ein-
hverjum öðrum Evrópulöndum.
Einkavæðing og stríðsrekstur
Á flokksþinginu um liðna helgi
boðaði Jón, formaður flokksins,
Viðhorf
Margrét Sverrisdóttir
líka endalok stórra einkavæðinga.
Það er ekki furða þótt hann geti
leyft sér að tala þannig, því Fram-
sóknarflokkurinn hefur þegar af-
hent sínum mönnum bankana á
silfurfati og þarf því ekki að einka-
vinavæða meira, hvorki í bráð né
lengd.
Formaðurinn sagði líka að stuðn-
ingur við innrásina í írak hefði
verið „byggður á röngum upplýs-
ingum” og því mistök. Hann tal-
aði þó ekkert um að leiðrétta þau
mistök t.d. með því að taka ísland
af lista hinna staðföstu þjóða. Mis-
tökin lágu reyndar ekki í „röngum
upplýsingum” heldur þeirri dæma-
lausu ósvífni forystumanna stjórn-
arflokkanna að taka ákvörðun um
stuðninginn án þess að bera hana
undir þing og þjóð eins og þeim
bar að gera.
í orði eða á borði
Ég hef stundum tekið Framsókn-
arflokkinn sem dæmi um flokk
sem er með álitlega málefnaskrá.
En það er sitt hvað: í orði eða á
borði. I orði kveðnu er Framsókn-
arflokkurinn miðjuflokkur félags-
hyggju, frjálslyndis og jöfnuðar.
En á borði hefur hann reynst vera
flokkur sérhyggju og spillingar,
þar sem flokksgæðingar hafa
skarað eld hver að sinni köku og
annarra. Kvótasukkið og sala bank-
anna segja allt sem þarf um það.
Samkvæmt íslenskri orðabók
getur orðið „grænn” haft merking-
una „einfaldur eða barnalegur” og
i þeirri merkingu má kannski fall-
ast á að Framsóknarflokkurinn sé
„grænn í gegn” eins og ráðherrann
orðaði það svo óheppilega.
Höfundur er borgarfulltrúi
Klippt & skorið
Islenskasendinefndinvareinstökaðþvíleyti
að hún var eingöngu skipuð konum. Ásamt
undirritaðri voru sendiherrann Sigríður
Dúna Krist-
mundsdóttir,
umdæmisstjóri
ÞSSl í Kampala,
Agústa Gísla-
dóttir, Bergdís
Ellertsdóttir,
sviðsstjóri
Alþjóðasviðs utanríkisráðuneytisins, og Aðal-
heiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður
minn," segir Valgerður Sverrisdóttir á
heimasíðu sinni www.valgerdur.is en hún
ferðaðist um Afríku í síðustu viku ásamt skel-
eggum konum. Það hlýtur að teljast sérstakt
að eingöngu konur séu í slíkri sendinefnd.
H
eimsóknin var skipulögð af Matvæla-
áætlun Sameinuðu þjóðanna í sam-
vinnu við héraðsstjórnvöld. Fulltrúar
Matvælaáætlunarinnar og ráðherra uppbygg-
ingar fyrir norðurhéruðin, David Wakikona,
voru með í för," heldur ráðherrann áfram og
segir: „I Paderbæ var heimsótt heimili fyrir
börn sem eru í aðlögun eftirað hafa verið rænt
og haldið af Frelsisher Drottins árum saman.
Heimilið er rekið af kristilegum samtökum.
Við heimsóttum einnig UNICEF búðir þar sem
konur hafa fengið
athvarf og at-
vinnu. Konurnar
vinna við sauma-
skap á fótknúnar
vélar. Þegar mig
bar að garði voru
þær að sauma skólabúninga, bleika og bláa.
Það var einstök sjón að sjá sjö konur á einum
bekk með saumavélar, allar með börn sín i
fanginu. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði
einmitt lært á sams konar saumavél fyrir hátt
í 50 árum þannig að mig dauðlangaði að sýna
leikni mina en lét kyrrt liggja."
An efa hefur Afríkuferð utanríkisráð-
herra verið áhugaverð en á heima-
síðu Valgerðar má einnig sjá myndir
úr ferðinni. Hún segir ennfremur: „Því næst
hitti ég einstaka konu sem heitir Rosette
Nabuuma,
framkvæmda-
stjóra Kerta-
barna, sem
Erla Hall-
dórsdóttir,
setti á fót árið
2001. Stofn-
unin veitir stúlkubörnum skjól, sem annars
væru á götunni, og kennir þeim ýmislegt
handverk, m.a. kertagerð." Þess má geta að
það var viðtal við dóttur Erlu, Hildi Gests-
dóttur, hér í Blaðinu fyrir stuttu þar sem
hún sagði frá starfi móður sinnar sem nú er
fallin frá.
elin@bladid.net